Fara í innihald

Leicester City F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Leicester City FC)
Leicester City Football Club
Fullt nafn Leicester City Football Club
Gælunafn/nöfn The Foxes
Stofnað 1884
Leikvöllur King Power Stadium
Stærð 32.315
Stjórnarformaður Aiyawatt Srivaddhanaprabha
Knattspyrnustjóri Ruud van Nistelrooy
Deild Enska meistaradeildin
2023-24 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Leicester City er enskt knattspyrnufélag frá borginni Leicester í mið-Englandi og spilar í ensku úrvalsdeildinni. Heimavöllur liðsins er á King Power Stadium sem tekur rúmlega 32.000 í sæti.

Liðið var stofnað árið 1884 sem Leicester Fosse F.C. en það var nefnt eftir veginum Fosse road sem var nálægt þáverandi velli. Árið 1891 var völlurinn færður á Filbert street þar sem spilað var í 111 ár. Nafnið Leicester City leit dagsins ljós árið 1919. Árið 2002 færði liðið sig á Walkers stadium, nú King Power stadium eftir eigendaskipti.

Leicester city kom öllum að óvörum og sigraði ensku úrvalsdeildina tímabilið 2015–16. Liðinu hafði verið spáð falli af ýmsum. Besti árangur liðsins fyrir það var annað sæti tímabilið 1928-1929. Liðið hefur öll sín ár verið í tveimur efstu deildum fyrir utan eitt tímabil. Ennfremur hefur það sigrað League Cup þrisvar; 1964, 1997 og árið 2000. Liðið sigraði FA-bikarinn í fyrsta skipti árið 2021. Liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2023 en komst upp árið eftir.

Þekktir leikmenn liðsins eru Jamie Vardy, Riyad Mahrez og Kasper Schmeichel. Markahrókurinn Gary Lineker lék með liðinu árin 1978-1985.

Gælunafn liðsins er Refirnir (the Foxes).

Titill Fjöldi Ár
Enska úrvalsdeildin 1 2015-16.
Enski bikarinn 1 2020-21.
Samfélagsskjöldurinn 1 1971.
Enski deildabikarinn 3 1964, 1997 og 2000.
Titlar samtals 6
  • Meistarar í Championship: 1924–25, 1936–37, 1953–54, 1956–57, 1970–71, 1979–80, 2013–14, 2023-24
  • Meistarar í League One: 2008–09.
  • FA Bikarmeistarar: 2020-21.
  • Úrslit í deildarbikarnum: 1964–65, 1998–99
  • Úrslit í Samfélagsskildinum: 2016.

Knattspyrnustjórar

[breyta | breyta frumkóða]