Jamie Vardy
Jamie Richard Vardy (fæddur í Sheffield, 11. janúar, 1987) er enskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City. Hann er í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Vardy spilaði með enska landsliðinu 2015-2018.
Vardy hóf ferilinn með Sheffield Wednesday en stoppaði stutt þar og fór til Stocksbridge Park Steels frá 2003-2010. Hann vakti áhuga utandeildarliða í ensku deildinni og gerði samning við F.C. Halifax Town 2010 og ári síðar við Fleetwood Town. Á tímabili sínu með Fleetwood skoraði hann 31 mark.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leicester City
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2012 gekk hann til liðs við Leicester City sem var þá í ensku meistaradeildinni. Árið 2014 komst Leicester upp í ensku úrvalsdeildina er það vann ensku meistaradeildina. Tímabilið 2015-2016 varð Leicester úrvalsdeildarmeistari og Vardy skoraði 11 leiki í röð og alls 24 mörk. Vardy varð markahrókur tímabilið 2019-2020 með 23 mörk.
Vardy vann FA-bikarinn með liðinu árið 2021.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Jamie Vardy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. mars 2018.