Jamie Vardy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vardy.

Jamie Richard Vardy (fæddur í Sheffield, 11. janúar, 1987) er enskur knattspyrnumaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City og enska landsliðinu. Hann spilar sem framherji.

Vardy hóf ferilinn með Sheffield Wednesday en stoppaði stutt þar og fór til Stocksbridge Park Steels frá 2003-2010. Hann vakti áhuga utandeildarliða í ensku deildinni og gerði samning við F.C. Halifax Town 2010 og ári síðar við Fleetwood Town. Á tímabili sínu með Fleetwood skoraði hann 31 mark.

Árið 2012 gekk hann til liðs við Leicester City sem var þá í ensku meistaradeildinni. Árið 2014 komst Leicester upp í ensku úrvalsdeildina er það vann ensku meistaradeildina. Tímabilið 2015-2016 varð Leicester úrvalsdeildarmeistari og Vardy skoraði 11 leiki í röð og alls 24 mörk.

Vardy varð markahrókur tímabilið 2019-2020 með 23 mörk.

Vardy hóf að leika með enska landsliðinu árið 2015.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.