Kasper Schmeichel
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Kasper Peter Schmeichel (fæddur 5. nóvember 1986 í Kaupmannahöfn) er danskur knattspyrnumaður sem spilar sem markmaður með Anderlecht og danska landsliðinu. Hann er sonur markmannsins Peter Schmeichel sem spilaði með Manchester United lengst af.
Schmeichel hóf ferilinn með Manchester City en fékk fá tækifæri þar sem Joe Hart og Shay Given voru í meiri forgangi. Þar var hann frá 2005 til 2009 en var lánaður til ýmissa félaga á þessu tímabili. Eftir það spreytti hann sig með Notts County og Leeds United. Frá 2011 var hann með Leicester City og vann ensku meistaradeildina árið 2013-2014 og ensku úrvalsdeildina með félaginu árið 2015-2016.
Árið 2022 yfirgaf hann Leicester. Hann spilaði í 11 ár með félaginu og 479 leiki.
Schmeichel hefur spila með danska landsliðinu síðan árið 2013.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Kasper Schmeichel“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. feb. 2018.