Fara í innihald

Súðbyrðingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Súðbyrðingurinn sést greinilega á þessari mynd af Ásubergsskipinu.

Súðbyrðingur er það kallað þegar skipshliðin (byrðingurinn) er smíðuð þannig að borðin eru fest langsum á kjöltréð þannig að hvert borð skarast við borðin á undan og eftir (skarsúð). Þessi aðferð var notuð við skipasmíðar frá því fyrir 9. öld og er eitt af því sem einkennir t.d. víkingaskip. Íslenskir árabátar voru smíðaðir með þessum hætti fram á 20. öld. Í dag er þessi aðferð enn notuð við smíði lítilla árabáta eins og hinna svokölluðu færeyinga. Sama stallalag á skipshliðinni er einnig stundum haft á plastbátum þar sem það gefur bátnum aukinn stöðugleika.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.