Dyngjufjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Askja í Dyngjufjöllum

Dyngjufjöll er fjallaþyrping mikil í Ódáðahrauni, 15 km norður af Vatnajökli, hér um bil mitt á milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Þar er eldvirkni og megineldstöðin Askja og Öskjuvatn. Dyngjufjöll ytri eru vestasti hluti Dyngjufjalla og aðskilin frá aðal fjallaþyrpingunni af Dyngjufjalladal. Hæsti tindurinn er Þorvaldstindur; 1510 metrar á hæð.

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Drekagili eru við Öskjuop austast í Dyngjufjöllum. Annað sæluhús er í Dyngjufjalladal.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.