„Finnur Ingólfsson“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
==Ævi==
Finnur var [[aðstoðarmaður ráðherra|aðstoðarmaður]] [[Halldór Ásgrímsson|Halldórs Ásgrímssonar]], þáverandi [[Sjávarútvegsráðherra Íslands|sjávarútvegsráðherra]], 1983-1987. Aðstoðarmaður [[Guðmundur Bjarnason|Guðmundar Bjarnasonar]] heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987-1991. Finnur útskrifaðist sem [[viðskiptafræði]]ngur frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið [[1984]]. Finnur var kosinn á þing í [[alþingiskosningar 1991|alþingiskosningunum 1991]] og sat í tvö [[kjörtímabil]] til 1999. Hann var skipaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra í [[Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1995 – 2007| ríkisstjón Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks]] árið 1995.
 
Finnur varð fyrir töluverðri gagnrýni snemma árs 1998, er hann var viðskiptaráðherra, vegna [[Lindarmálið|Lindarmálsins]] svokallaða. Það snérist um fjármögnunarfyrirtækið Lind hf. sem að [[Landsbanki Íslands]], sem þá var í ríkiseigu, tapaði talsverðum fjármunum á. Meðal annars var að því látið liggja að Finnur hefði veitt Alþingi rangar upplýsingar vísvitandi.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1906291 Álitamál hvort viðskiptaráðherra sé sætt áfram], Morgunblaðið 28.maí 1998<br/>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=400197 Segja ráðherra hafa leynt Alþingi upplýsingum], Morgunblaðið 27. maí 1988</ref>
 
Finnur yfirgaf [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] og tók við starfi forstjóra tryggingarfélagsins [[VÍS]] í lok árs 2002. Ráðning Finns til VÍS var umdeild. Bogi Pálsson, þáverandi forstjóri [[P. Samúelsson]]ar, sagði sig úr stjórn VÍS og útskýrði ákvörðun sína við blaðamann Morgunblaðsins þannig „að aðferðafræðin við ráðningu nýs forstjóra hefði ráðið mestu um“.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3453671 Gagnrýnir aðferðafræði við ráðningu nýs forstjóra], frétt í Morgunblaðinu 25. september 2002</ref> Í fréttaskýringu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðinu frá maí 2005 er sagt að [[Ólafur Ólafsson (kaupsýslumaður)|Ólafur Ólafsson]], sem kenndur er við [[Samskip]], hafi ráðið mestu um að Finnur hafi tekið við af Axel Gíslasyni sem forstjóri VÍS.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3853850 Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS]</ref> Finnur hefur einnig komið að rekstri fyrirtækja eins og bifreiðarskoðunarfyrirtækinubifreiðarskoðunarfyrirtækisins [[Frumherji|Frumherja]].<ref>[http://www.dv.is/frettir/2010/3/3/finnur-ingolfsson-kafi-i-skuldum/ ''Finnur Ingólfsson á kafi í skuldum''; grein af DV.is 3. mars 2010]</ref>
 
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Framsóknarþingmenn]]
[[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]]
[[Flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]]
{{f|1954}}
2.600

breytingar

Leiðsagnarval