Frumherji
Frumherji hf. er fyrirtæki sem var stofnað þann 4. febrúar 1997 þegar ákveðið var að skipta upp starfsemi Bifreiðaskoðunar Íslands hf. Frumherji hf. er stærsta félag sinnar tegundar á Íslandi og hjá því starfa rúmlega 100 manns á um 30 stöðum á landinu öllu.
Árið 2001 keypti Frumherji tvær mælaprófunarstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar þjónustusamning fyrirtækjanna þar sem Frumherji tók að sér þjónustu við Orkuveituna á þessu sviði. Kaupverðið var 259 milljónir. [1] Árið 2007 keypti eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta allt hlutafé í Frumherja hf. og Frumorku ehf. [2] Í mars árið 2010 kom í ljós að Finnur hafði veðsett eignir Frumherja þannig að skuldir fyrirtækisins námu þá samtals 2,6 milljörðum króna.[3] Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, Veiturnar, keypti um 150 000 vatns- og rafmagnsmæla af Frumherja árið 2015.[4]
Hin ólíku svið Frumherja
[breyta | breyta frumkóða]- Bifreiðaskoðunarsvið (ökutækjaskoðanir)
- Löggildingasvið (löggilding mæla og voga)
- Rafmagnssvið (rafskoðanir)
- Matvælasvið (hreinlæti og aðbúnaður í sjávarútvegi)
- Skipaskoðunarsvið (skoðanir á skipum og bátum)
- Ökuprófasvið (framkvæmd ökuprófa á landinu öllu)
Dótturfélag Frumherja er Hreinsibílar ehf. sem starfar að hreinsunum og fóðrun skólplagna.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gengið að tæplega 1,2 miljarða króna tilboði Frumherja hf.; grein í Morgunblaðinu 2001
- ↑ Finnur Ingólfsson kaupir Frumherja; grein af Mbl.is 2007
- ↑ „Finnur Ingólfsson á kafi í skuldum; grein af DV.is 3. mars 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2010. Sótt 3. mars 2010.
- ↑ „Veiturnar eignast á ný mæla fyrir rafmagn og vatn“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 23. september 2015.