Heilablóðfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sneið úr heila sjúklings sem lést úr heilablóðfalli.

Heilablóðfall, einnig kallað slag, er skyndileg breyting á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans. Truflunin í blóðflæðinu getur til dæmis stafað af stíflaðri heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða þá að æð brestur í heilanum og það blæðir inná heilavefinn (heilablæðing). Heilablóðfall getur valdið lömun öðrum megin í líkamanum, skertum skilningi eða talörðugleikum eða skerðingu sjónsviðs.

Heilablóðfall er í öllum tilvikum neyðartilvik. Það getur valdið viðvarandi skaða á heilavef eða dauða. Áhættuþættir eru til dæmis aldur, hækkaður blóðþrýstingur, fyrri heilablóðföll, sykursýki, hátt kólesteról í blóði, reykingar og gáttatif.

Meðferð byggist á endurhæfingu, svo sem talþjálfun, líkamsþjálfun og iðjuþjálfun auk lyfjameðferðar, sem ætlað er að draga úr líkum á endurteknu heilablóðfalli. Lyfjameðferðin beinist að því að draga úr storknunargetu blóðsins, lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir hjartsláttaróreglu eftir því sem hægt er.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu