Geitlandshraun
Geitlandshraun er hrauntunga mitt á milli Geitár og Hvítár er teygir sig inn til jökla á milli Hafrafells og Hádegisfella. Hraunið hefur runnið norður milli Hafrafells og hæðanna vestan Geitár og hefur hraunið runnið úr gíg sem er uppi undir jökli suður af Hafrafelli. Eldvarpið er mosagróinn hóll með reglulegri gígskál, um 100 m í þvermál og liggja frá honum fimm hrauntraðir, sú stærsta eftir Geitlandi endilöngu þar sem hefur runnið Svartá. Hraunið er 1- rúmkílómetri og um 40 ferkílómetrar, úfið en ágætlega gróið og syðst nær það heim undir bæ á Húsafelli og standa flest sumarhús Húsfellinga á Geitlandshrauni. Kvarnasteinsnáma í hrauninu var nýtt af Húsfellingum er sóttu grjótið á hestum og hjuggu til heima við fram á síðustu áratugi 19. aldar.
Svæðið var gert að friðlandi árið 1988.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hugleiðingar varðandi dóm Hæstaréttar um réttarstöðu Geitlands í Borgarfirði; Karl Axelsson, Tímarit lögfræðinga maí 1995, bls. 154–166.