Fara í innihald

Galías

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Galíasi)
Galías

Galías er tvímastra, breitt seglskip með hárri framsiglu og lægri aftursiglu (öfugt við skonnortu þar sem framsiglan er lægri en hinar). Framsegl eru þrjú, stagfokka, klýfir og jagar, en aftan á framsiglu og aftursiglu eru gaffalsegl með gaffaltoppum. Galíasar tíðkuðust nokkuð í Íslandssiglingum á þilskipaöld.

Galías var upphaflega herskip sem tíðkaðist á miðöldum, að hálfu leyti róðrarskip og að hálfu leyti seglskip, búið allt að 50 fallbyssum (sbr. galeiða). Seinna voru samskonar skip sem einnig voru nefnd galíasar, notaðir til síldarflutninga milli Íslands og annarra landa svo dæmi sé tekið.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.