Framhaldsskólar í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Framhaldsskólar í Reykjavík eru skólar staðsettir í Reykjavík sem bjóða menntun að loknu grunnskólaprófi á námsbrautum sem eru styttri starfsnámsbrautir eða stúdentspróf.Samkvæmt lögum eiga nemendur sem að lokið hafa grunnskólaprófi rétt á sækja nám á framhaldsskólastigi. Nemendur sem hafa útskrifast með stúdentspróf úr framhaldsskóla geta sótt um nám í háskóla á Íslandi og erlendis. Flestir nemendur í hefðbundnu námi í framhaldsskólum í Reykjavík eru á aldrinum 16 til 19 ára en við suma skóla eru einnig öldungadeildir, kvöldskólar eða fjarnámsbrautir. Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá fyrir framhaldskóla landsins sem þeim ber að fara eftir. Í aðalnámskránni kemur fram hvaða námskröfur eru gerðar til nemenda og einnig eru settar kröfur um framvindu í námi. Aðalnámskrá er í stöðugri endurskoðun og eru breytingar á henni tilkynntar í Stjórnartíðindum. Alþingi hefur sett fram lög um þá menntastefnu sem krafist er af skólastigum landsins.

Árið 2011 voru skráðir nemendur á framhalds- og viðbótarstigi eftir framhaldsskólum.[1]

Menntaskólinn í Reykjavík
Framhaldsskóli í Reykjavík Fjöldi nemenda árið 2011
Borgarholtsskóli 1.522
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 2.189
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 2.585
Kvennaskólinn í Reykjavík 649
Menntaskólinn Hraðbraut 107
Menntaskólinn í Reykjavík 890
Menntaskólinn við Hamrahlíð 1.414
Menntaskólinn við Sund 769
Verzlunarskóli Íslands 1.758
Tækniskólinn 2.647

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hagstofa Íslands

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]