Fjórföld tvenna
Fjórföld tvenna er hugtak í körfubolta og á við um það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af eftirfarandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.
Í efstu deildum og bikarkeppnum á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Dagsetning | Nafn | Deild | Lið | Andstæðingar | Stig | Fráköst | Stoðsendingar | Stolnir boltar | Varin skot | Framlenging | Tilvísun |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
15. október 1996 | Penny Peppas | 1. deild kvenna1 | Grindavík | ÍR | 52 | 16 | 11 | 10 | — | Nei | [1][2] |
16. mars 2000 | Brenton Birmingham | Úrslitakeppni karla | Grindavík | Keflavík | 17 | 14 | 10 | 10 | — | Nei | [3] |
17. apríl 2001 | Brenton Birmingham | Úrslitakeppni karla | Njarðvík | Tindastóll | 28 | 10 | 11 | 11 | — | Nei | [4] |
10. nóvember 2005 | Reshea Bristol | Iceland Express-deild kvenna | Keflavík | Grindavík | 30 | 16 | 10 | 10 | — | Nei | [5] |
25. september 2009 | Heather Ezell | Powerade-bikar kvenna | Haukar | Njarðvík | 24 | 13 | 10 | 10 | — | Nei | [6][7] |
9. janúar 2010 | Heather Ezell | Iceland Express-deild kvenna | Haukar | Valur | 25 | 15 | 11 | 10 | — | Nei | [8][9] |
3. desember 2017 | Kristen Denise McCarthy | Domino's deild kvenna | Snæfell | Njarðvík | 31 | 15 | 10 | 12 | — | Nei | [10][11] |
1 Efsta deild kvenna hét 1. deild kvenna frá 1952 til 2007 en þá var nafni hennar breytt í Úrvalsdeild kvenna.
- Helena Sverrisdóttir var með fjórfalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka veturinn 2003-2004 í 2. deild kvenna (nú 1. deild kvenna). Í 16 leikjum var hún með 37,6 stig, 13,3 fráköst, 11,6 stoðsendingar og 10,2 stolna bolta að meðaltali í leik.[12]
- Þann 5. janúar 2019 var Sylvía Rún Hálfdanardóttir hjá Þór Akureyri með fjórfalda tvennu, 11 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 10 stolna bolta, í sigri á móti Njarðvík í 1. deild kvenna.[13][14]
Í efstu deild karla var ekki farið að telja fráköst, stoðsendingar og stolna bolta fyrr en tímabilið 1988-1989 og varin skot fyrr en 1994-1995. Í efstu deild kvenna var ekki farið að telja þessa tölfræði þætti fyrr en tímabilið 1994-1995.
Dagsetning | Nafn | Lið | Andstæðingar | Stig | Fráköst | Stoðsendingar | Stolnir boltar | Varin skot | Framlenging | Tilvísun |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
18. október 1974 | Nate Thurmond | Chicago Bulls | Atlanta Hawks | 22 | 14 | 13 | — | 12 | Já | [15] |
18. febrúar 1986 | Alvin Robertson | San Antonio Spurs | Phoenix Suns | 20 | 11 | 10 | 10 | — | Nei | [16] |
29. mars 1990 | Hakeem Olajuwon | Houston Rockets | Milwaukee Bucks | 18 | 16 | 10 | — | 11 | Nei | [17] |
17. febrúar 1994 | David Robinson | San Antonio Spurs | Detroit Pistons | 34 | 10 | 10 | — | 10 | Nei | [18] |
Þeir sem voru nærri því að ná fjórfaldri tvennu
[breyta | breyta frumkóða]3. mars 1990 náði Hakeem Olajuwon, leikmaður Houston Rockets, 29 stigum, 18 fráköstum, 10 stoðsendingum og 11 vörðum skotum í leik gegn Golden State Warriors.[19] Eftir leikinn var talan hins vegar leiðrétt og fjöldi stoðsendinganna sagður níu.[20][21] NBA-deildin telur þetta tilfelli því ekki sem fjórfalda þrennu.
Meðal annarra sem voru nærri því að ná fjórfaldri þrennu eru:
- Rick Barry, 29. október 1974 í leik Golden State Warriors gegn Buffalo: 30 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 9 stolnir boltar.
- Larry Steele, 16. nóvember 1974 í leik Portland Trail Blazers gegn L.A. Lakers: 12 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 10 stolnir boltar.
- Johnny Moore, 8. janúar 1985 í leik San Antonio Spurs gegn Golden State Warrior: 26 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar og 9 stolnir boltar.
- Larry Bird, 18. febrúar 1985 í leik Boston Celtics gegn Utah Jazz í Salt Lake City í Utah: 30 stig, 12 fráköst, 10 stoðsendingar og 9 stolnir boltar.
- Micheal Ray Richardson, 30. október 1985 í leik New Jersey Nets gegn Indiana Pacers: 38 stig, 11 fráköst, 11 stoðsendingar og 9 stolnir boltar.
- Clyde Drexler, 10. janúar 1986 í leik Portland Trail Blazers gegn Milwaukee Bucks í Milwaukee: 26 stig, 9 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolnir boltar.
- Clyde Drexler, 1. nóvember 1996 í leik Houston Rockets gegn Sacramento Kings: 25 stig, 10 fráköst, 9 stoðsendingar og 10 stolnir boltar.
Fimmföld tvenna
[breyta | breyta frumkóða]Fimmföld tvenna er það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í öllum af eftirfarandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.[22] Það eru tvö þekkt tilvik af fimmfaldri tvennu, báðar í bandaríska menntaskólaboltanum. Sú fyrri var hjá Tamika Catchings hjá Duncanville menntaskólanum þar sem hún var með 25 stig, 18 fráköst, 11 stoðsendingar, 10 stolna bolta og 10 varin skot í leik árið 1997.[23] Sú seinni var 7. janúar 2012 þegar Aimee Oertner hjá Northern Lehigh menntaskólanum var með 26 stig, 20 fráköst, 10 stoðsendingar, 10 stolnir boltar og 11 varin skot.[24]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ UMFG - ÍR - 15. október 1996
- ↑ PENNY Peppas körfuknattleikskona í Grindavík
- ↑ UMFG - Keflavík - 15. 16. mars 2000
- ↑ Njarðvík Íslandsmeistari
- ↑ Keflavík - UMFG - 10. nóvember 2005
- ↑ Haukar - Njarðvík - 25. september 2009
- ↑ Heather Ezell með fjórfalda tvennu í fyrsta leiknum
- ↑ Valur - Haukar - 9. janúar 2010
- ↑ Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?
- ↑ Snæfell - Njarðvík - 3. desember 2017
- ↑ Snæfell með sigur á Njarðvík
- ↑ Tölfræði - Haukar
- ↑ Njarðvík - Þór Akureyri: 5. janúar 2019
- ↑ „Þrennuvaktin: Sylvía Rún með fjórfalda tvennu!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2019. Sótt 6. janúar 2019.
- ↑ NBA.com: Nate Thurmond Bio
- ↑ San Antonio Spurs History
- ↑ „HOU/MIL Box Score (1990-03-29)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2009. Sótt 28. maí 2009.
- ↑ „HOU/MIL Box Score (1990-03-29)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2009. Sótt 28. maí 2009.
- ↑ „HOU/GSW Box Score (1990-03-03)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2013. Sótt 28. maí 2009.
- ↑ Marc Stein's Weekend Dime (6. febrúar 2009)
- ↑ „Will the NBA ever produce another quadruple-double?“
- ↑ Araton, Harvey (1. apríl 1997). „What's Next at Tennessee? 3 Top Recruits“. The New York Times. Sótt 10. júní 2009.
- ↑ „Tamika Catchings, Tennessee“. CNN/Sports Illustrated. Time Warner Company. 1998. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2000. Sótt 10. júní 2009.
- ↑ „Northern Lehigh High School girls basketball coach allows for disturbing statistical display“. Sótt 9. janúar 2012.