Penni Peppas
Penni Peppas | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Penni Ann Peppas | |
Fæðingardagur | 2. júlí 1972 | |
Fæðingarstaður | Bandaríkin | |
Leikstaða | Leikstjórnandi | |
Háskólaferill | ||
(1990-1994) | Ozarks | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1994–1995 1995–1998 |
Breiðablik Grindavík | |
1 Meistaraflokksferill |
Penni Ann Peppas (fædd 2. júlí 1972) er bandarískur fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta. Hún var fyrsti erlendi atvinnumaðurinn í Úrvalsdeild kvenna.[1]
Háskóli
[breyta | breyta frumkóða]Peppas var leikmaður körfuknattleiksliðs Ozarks háskólans frá 1990 til 1994 og endaði feril sinn þar sem stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi með 2170 stig.[2]
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]Eftir úskrift árið 1994 þá gekk Peppas til liðs við Breiðablik á atvinnumannasamningi,[3] og varð þar með fyrsti erlendi atvinnumaðurinn í efstu deild kvenna.[1] Hún varð þrívegis stigakóngur á Íslandi (1995-1997) og leiddi deildina einnig í stoðsendingum tímabilið 1996-1997.[4] Peppas varð tvívegis Íslandsmeistari, árið 1995 með Breiðablik[5][6][7][8], þegar hún var einnig valin best leikmaður úrslitakeppninnar[9], og árið 1997 með Grindavík.[10] 15. október 1996 afrekaði Peppas að ná fjórfaldri tvennu í leik á móti ÍR. Hún endaði með 52 stig, 16 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.[11]
Viðurkenningar og titlar
[breyta | breyta frumkóða]- Besti leikmaður úrslitakeppni kvenna (1995)
- 2x Íslandsmeistari (1995, 1997)
- Meistarakeppni kvenna (1997)[12]
- 3x Stigahæst í efstu deild (1995-1997)
- Stoðsendingahæst í efstu deild (1997)
- Heiðurshöll Ozarks háskólans (2002)[13]
- NAIA All-American (1991-92, 1992-93, 1993-94)
- Kodak All-American (1992-93)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Kúrekastelpa frá Arkansas“. Morgunblaðið. 4. apríl 1995. Sótt 25. júlí 2017.
- ↑ „University of the Ozarks Sports Hall of Fame“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 14. apríl 2016. Sótt 25. ágúst 2017.
- ↑ „Penni Peppas“. Morgunblaðið. 1. október 1994. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ Óskar Ó. Jónsson (18. apríl 2003). „Titlar tölfræðinnar í 1. deild kvenna 1994-2003“. KKI.is. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ „Breiðablik meistari í fyrstu tilraun!“. Morgunblaðið. 5. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ Blöndal, Björn (5. apríl 1995). „Nýliðarnir fögnuðu meistaratitlinum“. Morgunblaðið. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ „Sigur“. Dagblaðið Vísir. 5. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ „Meistarar á fyrsta ári í 1.deildinni“. Dagblaðið Vísir. 5. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ „Herbert Arnarson nýliði ársins og sá besti“. Morgunblaðið. 13. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ Sveinsson, Skúli Unnar (2. apríl 1997). „Ævintýrin gerast enn“. Morgunblaðið. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ Grindavík - ÍR, 1. deild kvenna , 15. október 1996
- ↑ Blöndal, Björn (30. september 1997). „Keflavík og Grindavík meistarar“. Morgunblaðið. Sótt 11. ágúst 2017.
- ↑ „Hall of Fame - Penni Peppas-Burns ('94)“. uofoathletics.com. University of the Ozarks. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 ágúst 2017. Sótt 11. ágúst 2017.