Fara í innihald

Afró-Evrasía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Evrafrasía)
Afró-Evrasía auk nærliggjandi eyja.

Afró-Evrasía, sjaldnar nefnd Afrasía eða Evrafrasía eru orð sem eru notuð til að lýsa landmassa Evrasíu og Afríku sem einu meginlandi. Á þessu landsvæði búa um 85% af jarðarbúum (um 5,7 milljarðar manns).

Venjulega er landmassinn talinn skiptast í tvennt við Súesskurðinn í Evrasíu annars vegar og Afríku hins vegar, en fyrrnefndi landmassinn skiptist í Evrópu annars vegar og Asíu hins vegar. Einnig er hægt að skipta Afró-Evrasíu í Evrasíu-Norður-Afríku og Afríku sunnan Sahara af menningarlegum ástæðum.

Jarðfræðingar telja að Afró-Evrasía verði að risameginlandi þegar Afríka sameinast Evrópu. Talið er að þetta muni gerast á næstu 600.000 árum en þá mun syðsti tangi Spánar snerta Afríku. Þegar það gerist lokast Miðjarðarhafið af frá Atlantshafi og verður að stærsta stöðuvatni heims. Þá er talið að meginlönd Afríku og Evrópu nái alveg saman á næstu 50 milljónum ára þannig að Miðjarðarhafi hverfi en í staðinn myndist nýir fjallgarðar á mótum meginlandann, líkt og Himalajafjöllin í Asíu.