Candlemass

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Candlemass
Upplýsingar
UppruniStokkhólmur
Ár1984–1994, 1997–2002, 2004–
Stefnurdómsdagsmálmur, epískur dómsdagsmálmur
MeðlimirLeif Edling
Mats "Mappe" Björkman
Johan Längqvist
Jan Lindh
Lars Johansson
Vefsíðahttp://candlemass.se/

Candlemass er sænsk þungarokkshljómsveit sem telst frumkvöðull í stefnunni dómsdagsmálmur (e. doom metal). Ennfremur spilar sveitin í stíl sem er undirtegund stefnunnar, epískan dómsdagsmálm, þar sem klassísk áhrif og langar lagasmíðar eru til staðar.

Sveitin var stofnuð árið 1984 af Leif Edling bassaleikara og trommaranum Matz Ekström. Candlemass hefur ásamt Pentagram, Saint Vitus og Trouble verið talin ein af stóru fjórum innan stefnunnar. Sveitin hefur hætt tvisvar, 1994 og 2002, en byrjað aftur 2-3 árum síðar.

Árið 2018 sneri söngvarinn Johan Längqvist sem var á fyrstu plötunni, Epicus Doomicus Metallicus, aftur í hljómsveitina. En Candlemass hafði haft nokkra söngvara eftir að hann hætti. Tony Iommi, gítarleikari Black Sabbath, gestaði á plötu sveitarinnar árið 2019. En meðlimir Candlemass líta á Sabbath sem mikinn áhrifavald.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Leif Edling – bassi (1984–1993, 1997–), söngur (1984–1986)
  • Mats "Mappe" Björkman – gítar (1984–1993, 2001–)
  • Johan Längqvist – söngur (1986, 2018–; tónleikagestur 2010, 2011)
  • Jan Lindh – trommur (1986–1993, 2001–)
  • Lars Johansson – gítar (1986–1993, 2001–)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Epicus Doomicus Metallicus (1986)
  • Nightfall (1987)
  • Ancient Dreams (1988)
  • Tales of Creation (1989)
  • Chapter VI (1992)
  • Dactylis Glomerata (1998)
  • From the 13th Sun (1999)
  • Candlemass (2005)
  • King of the Grey Islands (2007)
  • Death Magic Doom (2009)
  • Psalms for the Dead (2012)
  • The Door to Doom (2019)
  • Sweet Evil Sun (2022)

Stuttskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Candlemass sjunger Sigge Fürst (1993)
  • Lucifer Rising (2008)
  • Don't Fear the Reaper (2010)
  • Death thy Lover (2016)
  • House of Doom (2018)