Soundgarden
Soundgarden | |
---|---|
![]() Soundgarden í Paramount Theatre, Seattle (2013). | |
Upplýsingar | |
Uppruni | Seattle |
Ár | 1984–1997, 2010–2017, 2019 |
Stefnur | gruggrokk, jaðarrokk, jaðarþungarokk |
Meðlimir | Chris Cornell, Kim Thayil, Matt Cameron, Ben Shepherd, Hiro Yamamoto, Scott Sundquist, Jason Everman |
Vefsíða | http://soundgardenworld.com/ |


Soundgarden var gruggrokk-hljómsveit frá Seattle. Sveitin var stofnuð árið 1984 af trommaranum og söngvaranum Chris Cornell, gítarleikaranum Kim Thayil og bassaleikaranum Hiro Yamamoto. Cornell færði sig frá trommum og yfir í gítar árið eftir. Sveitin naut sinna mestu vinsælda fyrir plötuna Superunknown (1994) og hlaut Grammy-verðlaun fyrir smáskífurnar Spoonman og Black Hole Sun.
Soundgarden leystist í sundur árið 1997 eftir að meðlimir fóru að deila um stefnu sveitarinnar og voru uppgefnir eftir tónleikaferðalög. Eftir slitin hóf Chris Cornell, söngvari bandsins, sólóferil og gekk einnig í hljómsveitina Audioslave. Matt Cameron hóf þá að tromma með Pearl Jam.
Árið 2010 kom sveitin aftur saman og gaf út plötuna King Animal. Meðlimirnir unnu að nýrri plötu árið 2017.[1] Sjálfsvíg Cornells í maí 2017 þýddi endalok sveitarinnar. Eftirstandandi meðlimir komu saman í janúar 2019 á minningartónleikum um Cornell og tilkynntu að þeir myndu ekki koma saman aftur. [2]
Meðlimirnir stóðu í deilum við eiginkonu Cornells um réttindi á upptökum eftir fráfall hans. Eftir sættir er búist við að efni af síðustu plötu Soundgarden verði gefið út. [3]
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Ultramega OK (1988)
- Louder Than Love (1989)
- Badmotorfinger (1991)
- Superunknown (1994)
- Down on the Upside (1996)
- King Animal (2012)
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]Síðustu meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Chris Cornell – söngur, gítar (1985-1997, 2010-2017), trommur (1984–1985)
- Kim Thayil – gítar (1984–1997, 2010–2017, 2019)
- Ben Shepherd – bassi, bakraddir (1990–1997, 2010–2017, 2019)
- Matt Cameron – trommur, bakraddir (1986–1997, 2010–2017, 2019)
Aðrir meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Hiro Yamamoto – bassi, bakraddir (1984–1989)
- Scott Sundquist – trommur (1985–1986)
- Jason Everman – bassi (1989–1990)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Chris Cornell says work has started working on new Soundgarden music Blabbermouth.net
- ↑ Soundgarden biography Allmusic.com
- ↑ KIM THAYIL Believes SOUNDGARDEN's Final Recordings With CHRIS CORNELL Will See Light Of Day: 'It Would Be A Great Gift To The Fans' Blabbermouth.net, sótt 7. maí 2025