Fara í innihald

Soundgarden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soundgarden
Soundgarden í Paramount Theatre, Seattle (2013).
Soundgarden í Paramount Theatre, Seattle (2013).
Upplýsingar
UppruniSeattle
Ár1984–1997, 2010–2017, 2019
Stefnurgruggrokk, jaðarrokk, jaðarþungarokk
MeðlimirChris Cornell, Kim Thayil, Matt Cameron, Ben Shepherd, Hiro Yamamoto, Scott Sundquist, Jason Everman
Vefsíðahttp://soundgardenworld.com/
Kim Thayil gítarleikari (2012)
Chris Cornell, söngvari (2012)

Soundgarden var gruggrokk-hljómsveit frá Seattle. Sveitin var stofnuð árið 1984 af trommaranum og söngvaranum Chris Cornell, gítarleikaranum Kim Thayil og bassaleikaranum Hiro Yamamoto. Cornell færði sig frá trommum og yfir í gítar árið eftir. Sveitin naut sinna mestu vinsælda fyrir plötuna Superunknown (1994) og hlaut Grammy-verðlaun fyrir smáskífurnar Spoonman og Black Hole Sun.

Soundgarden leystist í sundur árið 1997 eftir að meðlimir fóru að deila um stefnu sveitarinnar og voru uppgefnir eftir tónleikaferðalög. Eftir slitin hóf Chris Cornell, söngvari bandsins, sólóferil og gekk einnig í hljómsveitina Audioslave. Matt Cameron hóf þá að tromma með Pearl Jam.

Árið 2010 kom sveitin aftur saman og gaf út plötuna King Animal. Meðlimirnir unnu að nýrri plötu árið 2017.[1] Sjálfsvíg Cornells í maí 2017 þýddi endalok sveitarinnar. Eftirstandandi meðlimir komu saman í janúar 2019 á minningartónleikum um Cornell og tilkynntu að þeir myndu ekki koma saman aftur. [2]

Meðlimirnir stóðu í deilum við eiginkonu Cornells um réttindi á upptökum eftir fráfall hans. Eftir sættir er búist við að efni af síðustu plötu Soundgarden verði gefið út. [3]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ultramega OK (1988)
  • Louder Than Love (1989)
  • Badmotorfinger (1991)
  • Superunknown (1994)
  • Down on the Upside (1996)
  • King Animal (2012)

Síðustu meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Chris Cornell – söngur, gítar (1985-1997, 2010-2017), trommur (1984–1985)
  • Kim Thayil – gítar (1984–1997, 2010–2017, 2019)
  • Ben Shepherd – bassi, bakraddir (1990–1997, 2010–2017, 2019)
  • Matt Cameron – trommur, bakraddir (1986–1997, 2010–2017, 2019)

Aðrir meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hiro Yamamoto – bassi, bakraddir (1984–1989)
  • Scott Sundquist – trommur (1985–1986)
  • Jason Everman – bassi (1989–1990)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Chris Cornell says work has started working on new Soundgarden music Blabbermouth.net
  2. Soundgarden biography Allmusic.com
  3. KIM THAYIL Believes SOUNDGARDEN's Final Recordings With CHRIS CORNELL Will See Light Of Day: 'It Would Be A Great Gift To The Fans' Blabbermouth.net, sótt 7. maí 2025