Slipknot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Slipknot

Slipknot er bandarísk þungrokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1995 í Iowa. Hún var stofnuð af Paul Gray, Shawn Crahan og Anders Colsefini. Hljómsveitin telur nú átta meðlimi og bera liðsmenn hennar alltaf grímur á tónleikum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu opinberu tónleikar Slipknot voru 4. apríl 1996 á staðnum The Safari sem var eign Shawn's. Þar voru bara Shawn og Joey með grímur. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar var Mate, Feed, Kill, Repeat og var aðeins gefinn út í 1000 eintökum. Corey Taylor gerðist meðlimur sveitarinnar ekki löngu seinna þar sem honum var hótað af hinum meðlimum hljómsveitarinnar að hann yrði laminn ef hann myndi ekki ganga til liðs við þá(í gríni auðvitað). Önnur breiskífan, Slipknot kom út árið 1999 og sló rækilega í gegn. Iowa-breiðskífa kom út árið 2001 og Vol.3 (The Subliminal Verse) kom út árið 2004. Fjórði diskurinn þeirra All Hope Is Gone kom út í ágúst 2008 og sló mjög vel í gegn þrátt fyrir breytta stefnu og nýjar grímur.

Bassaleikari sveitarinnar, Paul Gray, lést 24. maí 2010, 38 ára að aldri. Orsök þess var of stór skammtur af morfíni og verkjalyfinu fetanyl.[1]

Hljómsveitarmeðlimir Slipknot[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi
Fyrrverandi
  • Donnie Steele – gítarleikari (1995–1996)
  • Anders Colsefni – söngvari, slagverk (1995–1997)
  • Patrick M. Neuwirth - gítarleikari, (1992-1993)
  • Kun Pheng Nong - gítarleikari, (1995)
  • #2 Paul Gray - bassaleikari, bakraddir (1995-2010)
  • #3 Greg "Cuddles" Welts – slagverk, bakraddir (1997-1998)
  • #3 Brandon Darner – slagverk, bakraddir (1998)
  • #4 Josh Brainard – gítarleikari, bakraddir (1995–1999)

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]