Fear Factory

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fear Factory í Þýskalandi árið 2015.
Burton C. Bell, söngvari FF.
Dino Cazares gítarleikari FF.

Fear Factory er bandarísk þungarokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1990. Textar hljómsveitarinnar fjalla einkum um tækniþróunina og að hún eigi eftir að koma mannkyninu í koll, að mannkynið verði úrelt og vélarnar taki við. Einkenni tónlistarinnar er hraður trommu- og bassataktur ásamt aggressífum öskurtón.

Ósætti hljómsveitarmeðlima hefur sett sitt mark á bandið. Eftir aldamót hættu bassa- og trommuleikarinn, Christian Olde Wolbers og Raymond Herrera.

Árið 2020 hætti söngvarinn, Burton C. Bell og hélt sig við sólóband sitt, Ascension of the Watchers. Gítarleikarinn Dino Cazares ákvað að halda áfram með hljómsveitina og finna nýjan söngvara. [1]

Útgefin verk[breyta | breyta frumkóða]

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. [1]Blabbermouth, skoðað 29/9 2020