Fara í innihald

Anthrax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einkennismerki hljómsveitarinnar.
Anthrax árið 2016
Scott Ian, gítarleikari Anthrax (2013).
Joey Belladonna, söngvari Anthrax (2013).
Anthrax er einnig heiti yfir smitsjúkdóminn miltisbrand.

Anthrax er þrasshljómsveit frá New York í Bandaríkjunum sem var stofnuð árið 1981.

Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1984. Anthrax var meðal vinsælli þrasssveita á 9. áratugnum og er þekkt fyrir að blanda rappi og fleiru við þungarokkið. Sveitin er talin ein af fjórum höfuðsveitum þrassins ásamt Metallica, Megadeth, og Slayer.

Gítarleikarinn Scott Ian og bassaleikarinn Dan Lilker stofnuðu Anthrax árið 1981, en stuttu síðar gengu trommuleikarinn Charlie Benante, gítarleikarinn Dan Spitz og söngvarinn Neil Turbin til liðs við þá Scott og Dan, og þar með var búið að manna sveitina. Þeir félagar fengu síðan samning hjá plötufyrirtækinu Megaforce Records. Fyrsta platan kom út 1984 og hlaut nafnið Fistful of metal. Ári síðar urðu miklar mannabreytingar. Dan Lilker hætti og fór í hljómsveitina Nuclear Assault en við hlutverki hans tók Frank Bello, frændi Charlies Benante. Sömuleiðis hætti söngvarinn Turbin, og Joey Belladonna var fenginn í hans stað. Belladonna þykir hafa haft mikil áhrif á sveitina, sér í lagi með víðara tónsviði en Turbin.

Snemma var eftir því tekið að Anthrax-menn höfðu meira en lítið gaman af því að gera tilraunir með ímynd sveitarinnar og gera tilraunir við aðrar tegundir tónlistar í bland við þungarokkið t.d. rapp. Seint á 9. áratugnum skiptu þeir til að mynda um ímynd, hurfu frá hefðbundinni þungarokksímynd og tóku sér það sem þá var kallað brimreiðarstíll (e. surfer). Einnig þóttu þeir duglegri en kollegar sínir í þrassmetal að koma húmornum að í tónlist sinni.

1987 kom þriðja plata sveitarinnar út, en hún hét Among the living og er eitt þeirra þekktasta og virtasta verk. Árið 1991 vann Anthrax með rapphljómsveitinni Public Enemy og fór í tónleikaferðalag með þeim. Lagið Bring the Noise var smellur af því samstarfi. Belladonna var rekinn úr Anthrax vegna deilna um stíl árið 1992. Dan Spitz hætti skömmu eftir og varð úrsmiður. Söngvarinn John Bush tók við og starfaði hann til 2005. Síðar kom Belladonna aftur í hljómsveitina. Sveitin spilaði á The Big Four tónleikaferðalaginu með Metallica, Slayer og Megadeth árið 2010 og hefur gefið út tvær breiðskífur með Belladonna síðan hann sneri aftur.

Scott Ian – gítar og söngur (1981–)
Charlie Benante – trommur (1983–)
Frank Bello – bassi, bakraddir (1984–2004, 2005–)
Joey Belladonna – söngur (1984–1992, 2005–2007, 2010–)
Jonathan Donais – gítar (2013–)

Hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]