Fara í innihald

Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi fóru fram 2. október 1955, 5 mánuðum eftir að bærinn fékk kaupstaðarréttindi og rúmu ári eftir sögulegar hreppsnefndarkosningar sem þurfti að endurtaka.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Hannes Jónsson
D Jósafat Líndal
D Sveinn Einarsson
G Eyjólfur Kristjánsson
G Finnbogi Rútur Valdimarsson
G Ólafur Jónsson
G Þormóður Pálsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 115 7,69 0
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 273 18,26 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 349 23,34 2
G Óháðir kjósendur 740 49,50 4
Auðir 15 1,00
Ógildir 3 0,20
Alls 1.495 100,00 7
Kjörskrá og kjörsókn 1.860 80,38

Kosið var 2. október 1955. G-listi Óháðra kjósenda myndaði meirihluta, Finnbogi Rútur Valdimarsson var kjörinn fyrsti bæjarstjóri Kópavogs. Þegar Finnbogi var skipaður bankastjóri Útvegsbankans 1957 tók Hulda Jakobsdóttir eiginkona hans við stöðunni, fyrst kvenna til að gegna embætti bæjarstjóra á Íslandi.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jón Skaftason
D Jón Þórarinsson
D Sveinn Einarsson
H Eyjólfur Kristjánsson
H Finnbogi Rútur Valdimarsson
H Ólafur Jónsson
H Þormóður Pálsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 136 6,66 0
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 348 17,04 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 523 25,61 2
H Óháðir kjósendur 1.006 49,27 4
Auðir og ógildir 29 1,42
Alls 2.042 100,00 7
Kjörskrá og kjörsókn 2.543 80,30

Kosið var 25. janúar 1958. Óháðir kjósendur þurftu að skipta um listabókstaf þar sem G hafði verið úthlutað í Alþingiskosningunum 1956. H-listi Óháðra kjósenda hélt sínum meirihluta. Hulda Jakobsdóttir gegndi áfram embætti bæjarstjóra.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Axel Benediktsson
B Björn Einarsson
B Ólafur Jensson
D Axel Jónsson
D Kristinn G. Wium
D Sigurður Helgason
H Ólafur Jónsson
H Svandís Skúladóttir
H Þormóður Pálsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 271 9,63 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 747 26,56 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 801 28,47 3
H Óháðir kjósendur 928 32,99 3
Auðir og ógildir 66 2,35
Alls 2.813 100,00 9
Kjörskrá og kjörsókn 3.145 89,44

Kosið var 27. maí 1962. Sökum fólksfjölgunar í bænum var bæjarfulltrúum fjölgað um tvo. H-listi Óháðra kjósenda stofnaði til meirihlutasamstarfs með B-lista Framsóknarflokks. Hjálmar Ólafsson var kjörinn í embætti bæjarstjóra. Svandís Skúladóttir varð fyrsta konan sem tók sæti í bæjarstjórn sem aðalfulltrúi.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ásgeir Jóhannesson
B Björn Einarsson
B Ólafur Jensson
D Axel Jónsson
D Gottfreð Árnason
D Sigurður Helgason
H Ólafur Jónsson
H Sigurður Grétar Guðmundsson
H Svandís Skúladóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 493 12,51 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 966 24,52 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1.203 30,53 3
H Óháðir kjósendur 1.196 30,36 3
Auðir og ógildir 82 2,08
Alls 3.940 100,00 9
Kjörskrá og kjörsókn 4.247 92,77

Kosið var 22. maí 1966. H-listi og B-listi héldu áfram samstarfi. Hjálmar Ólafsson var endurkjörinn bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ásgeir Jóhannesson
B Björn Einarsson
B Guttormur Sigurbjörnsson
D Axel Jónsson
D Eggert Steinsen
D Sigurður Helgason
F Hulda Dóra Jakobsdóttir
H Sigurður Grétar Guðmundsson
H Svandís Skúladóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 493 10,21 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 881 18,25 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1.521 31,50 3
F Samtök frjáls. og v. 615 12,74 1
H Óháðir kjósendur 1.252 25,93 2
Auðir og ógildir 66 1,37
Alls 4.828 100,00 9
Kjörskrá og kjörsókn 5.489 87,96

Kosið var 31. maí 1970. D-listi og H-listi stofnuðu til samstarfs. Auglýst var eftir bæjarstjóra og var Björgvin Sæmundsson ráðinn. Um áramótin 1972-73 lýsti Eggert Steinsen því yfir að hann styddi ekki lengur meirihlutann. Fulltrúi F-listans, Hulda Jakobsdóttir fyrrum bæjarstjóri, gekk þá inn í meirihlutasamstarfið.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ólafur Haraldsson
D Axel Jónsson
D Richard Björgvinsson
D Sigurður Helgason
D Stefnir Helgason
G Björn Ólafsson
G Helga Sigurjónsdóttir
G Ólafur Jónsson
I Jóhann H. Jónsson
I Magnús Bjarnfreðsson
I Sigurjón Hilaríusson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 446 8,24 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1.965 36,32 4
G Alþýðu­bandalagið 1.476 27,28 3
I Framsókn, Frjálsl og v. 1.403 25,93 3
Auðir og ógildir 120 2,22
Alls 5.410 100 11
Kjörskrá og kjörsókn 6.343 85,29

Kosið var 26. maí 1974. Bæjarfulltrúum var aftur fjölgað um tvo vegna fólksfjölgunar. Framsóknarflokkurinn ásamt Frjálslyndum og vinstri mönnum buðu fram sameiginlegan I-lista. H-listinn bauð ekki fram en Alþýðubandalagið bauð fram í fyrsta sinn. Meirihluti var myndaður af D-lista og tveimur fulltrúum I-lista, framsóknarmönnunum. Sigurjón Hilaríusson af I-lista studdi ekki meirihlutann. Björgvin Sæmundsson var endurkjörinn bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Oddsson
A Rannveig Guðmundsdóttir
B Jóhann H. Jónsson
B Skúli Sigurgrímsson
D Axel Jónsson
D Richard Björgvinsson
G Björn Ólafsson
G Helga Sigurjónsdóttir
G Snorri Konráðsson
K Alexander Arnarsson
S Guðni Stefánsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 990 15,23 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.150 17,69 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 975 15,00 2
G Alþýðu­bandalagið 1.738 26,73 3
K Borgaralistinn 811 12,48 1
S Almennt borgaraframboð 709 10,91 1
Auðir og ógildir 128 1,97
Alls 6.501 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 7.877 82,53

Kosið var 28. maí 1978. Klofningur varð í röðum sjálfstæðismanna, boðinn var fram listinn Almennt borgaraframboð með listabókstafinn S og óháðir borgarar buðu fram Borgaralistann með listabókstafinn K. A-listi, B-listi og G-listi mynduðu meirihluta. Björgvin Sæmundsson var endurráðinn bæjarstjóri, við lát hans 1980 var bæjarritarinn Bjarni Þór Jónsson ráðinn bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Oddsson
A Rannveig Guðmundsdóttir
B Ragnar Snorri Magnússon
B Skúli Sigurgrímsson
D Arnór Pálsson
D Ásthildur Pétursdóttir
D Bragi Michaelsson
D Guðni Stefánsson
D Richard Björgvinsson
G Björn Ólafsson
G Heiðrún Sverrisdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 1.145 15,62 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.250 17,05 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.925 39,90 5
G Alþýðu­bandalagið 1.620 22,10 2
Auðir og ógildir 391 5,33
Alls 7.331 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 8.918 82,20

Kosið var 22. maí 1982. A-listi, B-listi og G-listi héldu áfram samstarfi um meirihluta. Kristján H. Guðmundsson var ráðinn bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Oddsson
A Hulda Finnbogadóttir
A Rannveig Guðmundsdóttir
B Skúli Sigurgrímsson
D Ásthildur Pétursdóttir
D Bragi Michaelsson
D Guðni Stefánsson
D Richard Björgvinsson
G Heiðrún Sverrisdóttir
G Heimir Pálsson
G Valþór Hlöðversson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 1.900 23,80 3
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.053 13,19 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.483 31,10 4
G Alþýðu­bandalagið 2.161 27,07 3
M Flokkur mannsins 149 1,87 0
Auðir og ógildir 238 2,98
Alls 7.984 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 10.213 78,17

Kosið var 31. maí 1986. A-listi og G-listi héldu áfram samstarfi en nú án B-lista. Kristján H. Guðmundsson var endurkjörinn bæjarstjóri. Hulda Finnbogadóttir, dóttir Huldu Jakobsdóttur og Finnboga Rúts Valdimarssonar, náði kjöri sem bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Oddsson
A Helga E. Jónsdóttir
A Sigríður Einarsdóttir
B Sigurður Geirdal
D Arnór L. Pálsson
D Birna G. Friðriksdóttir
D Bragi Michaelsson
D Guðni Stefánsson
D Gunnar Ingi Birgisson
G Elsa S. Þorkelsdóttir
G Valþór Hlöðversson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 1.901 21,18 3
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.140 12,70 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 3.452 38,47 5
G Alþýðu­bandalagið 1.740 19,39 2
V Kvennalistinn 480 5,35 0
Auðir og ógildir 261 2,91
Alls 8.974 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 11.190 80,20

Kosið var 26. maí 1990. B-listi og D-listi mynduðu meirihluta. Sigurður Geirdal bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins var kjörinn bæjarstjóri, í fyrsta sinn síðan 1955 að bæjarfulltrúi varð jafnframt bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Oddsson
A Kristján H. Guðmundsson
B Sigurður Geirdal
D Arnór L. Pálsson
D Bragi Michaelsson
D Guðni Stefánsson
D Gunnar Ingi Birgisson
D Halla Halldórsdóttir
G Birna Bjarnadóttir
G Valþór Hlöðversson
V Helga Sigurjónsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 1.580 15,58 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.428 14,08 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 3.787 37,34 5
G Alþýðu­bandalagið 1.993 19,65 2
V Kvennalistinn 1.116 11,00 1
Auðir 201 1,98
Ógildir 38 0,37
Alls 10.143 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 12.059 84,11

Kosið var 28. maí 1994. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi, Sigurður Geirdal bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins gegndi áfram embætti bæjarstjóra.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Hansína Á. Björgvinsdóttir
B Sigurður Geirdal
D Ármann Kr. Ólafsson
D Bragi Michaelsson
D Gunnar Ingi Birgisson
D Halla Halldórsdóttir
D Sigurrós Þorgrímsdóttir
K Birna Bjarnadóttir
K Flosi Eiríksson
K Kristín Jónsdóttir
K Sigrún Jónsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 2.442 21,83 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 4.326 38,67 5
K Kópavogslistinn 4.052 36,22 4
Auðir og ógildir 366 3,27
Alls 11.186 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 14.349 79,62

Kosið var 23. maí 1998. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi, Sigurður Geirdal oddviti Framsóknarflokksins gegndi áfram embætti bæjarstjóra. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalistinn sameinuðust í framboði Kópavogslistans.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Hansína Á. Björgvinsdóttir
B Ómar Stefánsson
B Sigurður Geirdal
D Ármann Kr. Ólafsson
D Gunnar Ingi Birgisson
D Gunnsteinn Sigurðsson
D Halla Halldórsdóttir
D Sigurrós Þorgrímsdóttir
S Flosi Eiríksson
S Hafsteinn Karlsson
S Sigrún Jónsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 3.776 21,41 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 5.097 37,00 5
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 3.821 27,73 3
U Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 831 6,03 0
Auðir og ógildir 252 1,83
Alls 13.777 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 17.580 79,72

Kosið var 25. maí 2002. Fyrrum Kópavogslisti bauð nú fram undir merkjum Samfylkingar og Vinstri-grænna. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi. Að samkomulagi varð að Sigurður Geirdal oddviti B-lista gegndi áfram embætti bæjarstjóra til 1. júní 2005 þegar oddviti D-lista, Gunnar I. Birgisson tæki við. Sigurður lést 2004 og tók þá næsti maður á B-lista, Hansína Á. Björgvinsdóttir við embætti bæjarstjóra þar til umsömdum tímamörkum var náð og Gunnar varð bæjarstjóri. Gunnar sagði af sér þingmennsku þegar hann tók við embætti bæjarstjóra, Sigurrós Þorgrímsdóttir bæjarfulltrúi tók við þingsæti hans sem fyrsti varamaður kjördæmisins.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Ómar Stefánsson
D Ármann Kr. Ólafsson
D Ásthildur Helgadóttir
D Gunnar Ingi Birgisson
D Gunnsteinn Sigurðsson
D Sigurrós Þorgrímsdóttir
S Flosi Eiríksson
S Guðríður Arnardóttir
S Hafsteinn Karlsson
S Jón Júlíusson
V Ólafur Þór Gunnarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.789 11,98 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 6.610 44,27 5
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 4.647 31,13 4
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1.546 10,35 1
Auðir og ógildir 338 2,26
Alls 14.930 100 11
Kjörskrá og kjörsókn 19.351 77,15

Kosið var 27. maí 2006. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi. Vinstri-grænir skiptu um listabókstaf.

Gunnar I. Birgisson var áfram bæjarstjóri en sagði af sér embætti 2009 og við tók Gunnsteinn Sigurðsson.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Ómar Stefánsson
D Ármann Kr. Ólafsson
D Hildur Dungal

Aðalsteinn Jónsson

D Gunnar Ingi Birgisson
D Margrét Björnsdóttir
S Guðríður Arnardóttir
S Hafsteinn Karlsson
S Pétur Ólafsson
V Ólafur Þór Gunnarsson
X Hjálmar Hjálmarsson
Y Rannveig H. Ásgeirsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 991 6,74 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 4.142 28,17 4
F Frjálslyndi flokkurinn 99 0,67 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 3.853 26,21 3
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1.341 9,12 1
X Næst besti flokkurinn 1.901 12,93 1
Y Listi Kópavogsbúa 1.407 9,57 1
Auðir og ógildir 970 6,59
Alls 14.704 100 11
Kjörskrá og kjörsókn 21.396 68,72

Kosið var 29. maí 2010. Meirihluti B-lista og D-lista féll. Tvö óháð framboð komu fram og fengu hvort um sig mann kjörinn. Meirihluti var myndaður af Samfylkingu, Vinstri-grænum, Næstbesta flokknum og Kópavogslista. Guðrún Pálsdóttir var kjörinn bæjarstjóri.

Hildur Dungal hætti sem bæjarfulltrúi eftir að hafa flutt í Garðabæ og tók næsti maður á lista, Aðalsteinn Jónsson, við sem bæjarfulltrúi.

Meirihlutinn sprakk í upphafi árs 2012 og þann 14. febrúar tók nýr meirihluti við, skipaður Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Kópavogslista. Ármann Kr. Ólafsson var kjörinn bæjarstjóri.


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Birkir Jón Jónsson
D Ármann Kr. Ólafsson
D Guðmundur Gísli Geirdal
D Hjördís Ýr Johnson
D Karen E. Halldórsdóttir
D Margrét Friðriksdóttir
S Ása Richardsdóttir
S Pétur Hrafn Sigurðsson
V Ólafur Þór Gunnarsson
Æ Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Æ Sverrir Óskarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.610 11,2 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 5.388 37,5 5
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 2.203 15,3 2
T merki framboðsins Dögunar, kría á kringlóttum grunni sem líkist sólarupprás Dögun og umbótasinnar 113 0,8 0
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1.310 9,1 1
X Næst besti flokkurinn 435 3,0 0
Þ Merki Pírata Píratar 554 3,9 0
Æ Merki Bjartrar framtíðar, fjólublár skjöldur Björt framtíð 2.083 14,5 2
Auðir 601 4,2
Ógildir 62 0,4
Alls 14.359 100 11
Kjörskrá og kjörsókn 23.616 60,8

Kosið var 31. maí 2014. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að halda ekki áfram samstarfi við Framsóknarflokkinn og myndaði nýjan meirihluta 7. júní með Bjartri framtíð. Ármann Kr. Ólafsson hélt áfram sem bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Birkir Jón Jónsson
C Einar Örn Þorvarðarson
C Theodóra S. Þorsteinsdóttir
D Ármann Kr. Ólafsson
D Guðmundur Gísli Geirdal
D Hjördís Ýr Johnson
D Karen E. Halldórsdóttir
D Margrét Friðriksdóttir
P Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
S Bergljót Kristinsdóttir
S Pétur Hrafn Sigurðsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.295 7,9 1
C Merki Bjartrar framtíðar, fjólublár skjöldur Björt framtíð Viðreisn 2.144 13,1 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 5.722 35,0 5
J Sósíalistaflokkur Íslands 507 3,1 0
K Fyrir Kópavog 676 4,1 0
M Miðflokkurinn 933 5,7 0
P Merki Pírata Píratar 1.080 6,6 1
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 2.575 15,7 2
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 910 5,6 0
Auðir 443 2,7
Ógildir 72 0,4
Alls 16.357 100 11
Kjörskrá og kjörsókn 25.790 63,4

Kosið var 26. maí 2018. Upp úr slitnaði úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sem nú bauð fram sem BF-Viðreisn, þar sem þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks settu sig upp á móti því. Framsóknarflokkurinn myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Ármann var áfram bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Orri Vignir Hlöðversson
B Sigrún Hulda Jónsdóttir
C Theódóra S. Þorsteinsdóttir
D Andri Steinn Hilmarsson
D Ásdís Kristjánsdóttir
D Hannes Steindórsson
D Hjördís Ýr Johnson
P Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
S Bergljót Kristinsdóttir
Y Helga Jónsdóttir
Y Kolbeinn Reginsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 2.489 14,8 2
C Viðreisn 1.752 10,4 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 5.442 32,4 4
M Miðflokkurinn 430 2,6
P Merki Pírata Píratar 1.562 9,3 1
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 1.343 8,0 1
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 866 5,1
Y Vinir Kópavogs 2.509 14,9 2
Auðir 366 2,2
Ógildir 57 0,3
Alls 16.816 100 11
Kjörskrá og kjörsókn 28.923 58,1

Kosið var 14. maí 2022. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu meirihluta sínum, þar sem Framsókn bætti við sig fulltrúa sem Sjálfstæðisflokkur missti. Ásdís Kristjánsdóttir tók við sem bæjarstjóri.