Fara í innihald

Kristján Helgi Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristján Helgi Guðmundsson (10. september 1943 - 28. maí 2022) var bæjarstjóri í Kópavogi frá 1982 til 1990. Hann hafði áður verið félagsmálastjóri bæjarins frá 1971.

Foreldrar Kristjáns voru Guðmund­ur Berg­mann Magnús­son­ (1913-1990) og Svava Bern­h­arðsdótt­ir (1914-2002) og var Kristján þriðji í röð fjög­urra systkina.

Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1964 og fyrri­hluta­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands árið 1967. Hann nam einnig ís­lensku og sögu við Háskóla Íslands og hafði kennslu­rétt­indi. Hann var um tíma kennari við Voga­skóla í Reykja­vík, en eft­ir að há­skóla­námi lauk hóf hann störf hjá Kópa­vogs­bæ. Var félagsmála­stjóri þar frá 1971 til 1982 og bæj­ar­stjóri frá 1982 til 1990. Að bæjarstjóratíð lokinni var hann verk­efna­stjóri í vel­ferðar­mál­um hjá Hafn­ar­fjarðarbæ og sinnti þar meðal ann­ars mál­efn­um eldri borg­ara.

Kristján var um skeið formaður Mynd­list­ar­skóla Kópa­vogs, kom að stofn­un Fjölsmiðjunn­ar og var virk­ur þátt­tak­andi í Nor­ræna fé­lag­inu á Íslandi. Þá var hann um skeið gjald­keri Breiðabliks og sat í stjórn hesta­manna­fé­lags­ins Fáks auk fleiri starfa. Einnig lét Kristján að sér kveða í ýmsu póli­tísku starfi, einkum á síðari árum, og þá á vettvangi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Kona Kristjáns var Margrét Hjaltadóttir kennari (f. 1944) og eignuðust þau þrjú börn.[1]


Fyrirrennari:
Bjarni Þór Jónsson
Bæjarstjóri Kópavogs
(19821990)
Eftirmaður:
Sigurður Geirdal


  • Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson (ritstj.) (1990). Saga Kópavogs - Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Lionsklúbbur Kópavogs. bls. 29-30.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mbl.is, https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/04/andlat_kristjan_helgi_gudmundsson/