Gunnsteinn Sigurðsson
Útlit
Gunnsteinn Sigurðsson (fæddur 26. ágúst 1950 í Vestmannaeyjum) var bæjarstjóri Kópavogs 2009-2010. Hann tók við embættinu af Gunnari Birgissyni 1. júlí 2009.
Gunnsteinn var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs 2002 og var bæjarfulltrúi þar til 2010 þegar hann gaf ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Gunnsteinn er kennaramenntaður og var kennari við Digranesskóla í 20 ár. Að loknu framhaldsnámi í Kaupmannahöfn var hann ráðinn aðstoðarskólastjóri Smáraskóla og 1997 var hann svo ráðinn skólastjóri Lindaskóla.
Fyrirrennari: Gunnar Ingi Birgisson |
|
Eftirmaður: Guðrún Pálsdóttir |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „XD Kópavogur - Gunnsteinn Sigurðsson“. Sótt 2. júlí 2009.