Guðrún Pálsdóttir (f. 1956)
Útlit
Guðrún Pálsdóttir (fædd 7. desember 1956) var bæjarstjóri Kópavogs. Hún tók við embættinu af Gunnsteini Sigurðssyni 15. júní 2010 og lét af því þegar nýr meirihluti komst til valda 14. febrúar 2012.
Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Kópavogsbæ síðan 1. janúar 1986. Fyrstu áratugina var hún fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogsbæjar en sumarið 2008 tók hún við starfi sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar.
Guðrún hafði áður gegnt tímabundið stöðu bæjarstjóra og bæjarritara Kópavogs.
Fyrirrennari: Gunnsteinn Sigurðsson |
|
Eftirmaður: Ármann Kr. Ólafsson |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Ný bæjarstjórn tekur við völdum í Kópavogi“. Sótt 16. júní 2010.
- „Nýr meirihluti í Kópavogi tekur við þriðjudaginn 14. febrúar“. Sótt 14. febrúar 2012.