Tuttugasta og sjötta konungsættin
Útlit
(Endurbeint frá 26. konungsættin)
| Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna | ||
| Forsaga Egyptalands | ||
|---|---|---|
| Fornkonungar Egyptalands | ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
|
Tuttugasta og sjötta konungsættin í sögu Egyptalands var síðasta konungsættin af egypskum uppruna áður en Persar lögðu landið undir sig. Þessi konungsætt var fyrsta konungsætt Síðtímabilsins. Höfuðborg ríkisins var í Saís í Nílarósum líkt og hjá tuttugustu og fjórðu konungsættinni, en Psamtik 1. var barnabarn Bakenrenefs, síðasta faraós tuttugustu og fjórðu konungsættarinnar.
Fyrsti konungur þessarar ættar Nekaú 1. var landstjóri í Saís, en sonur hans, Psamtik, endurreisti sjálfstæði landsins með aðstoð lýdískra og grískra málaliða eftir að höfuðborg Assyríu, Níneve, var rænd af Babýlónum 612 f.Kr..
| Nafn | Ár |
|---|---|
| Nekaú 1. | 672 f.Kr. - 664 f.Kr. |
| Psamtik 1. | 664 f.Kr. - 610 f.Kr. |
| Nekaú 2. | 610 f.Kr. - 595 f.Kr. |
| Psamtik 2. | 595 f.Kr. - 589 f.Kr. |
| Apríes | 589 f.Kr. - 570 f.Kr. |
| Amasis 2. | 570 f.Kr. - 526 f.Kr. |
| Psamtik 3. | 526 f.Kr. - 525 f.Kr. |