1804
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1804 (MDCCCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Bjarni Bjarnason frá Sjöundá strauk úr fangelsinu í Reykjavík. Hann náðist aftur tveimur vikum síðar.
- Frederik Christopher Trampe varð amtmaður í Vesturamti.
- Tómas Klog var skipaður landlæknir.
- Ákveðið var að flytja Hólavallarskóla til Bessastaða.
Fædd
- 9. október - Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar (d. 1879).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Haítí fékk sjálfstæði frá Frakklandi. Haítíska byltingin tók enda.
- 15. febrúar - Þrælahald var afnumið í New Jersey. Þá höfðu öll Norðurríkin bannað þrælahald.
- 10. mars - Bandaríkin keyptu Louisiana-svæðið, yfir tvær milljónir ferkílómetra, af Frökkum fyrir samtals 15 milljónir dollara.
- 26. apríl - Henry Addington sagði af sér sem forsætisráðherra Bretlands.
- 10. maí - William Pitt yngri varð forsætisráðherra Bretlands.
- 18. maí - Fyrra franska keisaraveldið var stofnað.
- 21. júní - Frumefnin iridín, osmín og stuttu síðar palladín voru uppgötvuð.
- 11. júlí Aaron Burr, varaforseti Bandaríkjanna, skaut fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Alexander Hamilton, til bana í einvígi.
- 11. ágúst - Austurríska keisaradæmið stofnað upp úr einveldi Habsborgara.
- 2. desember - Napóleon Bónaparte krýndi sjálfan sig keisara Frakklands.
- 3. desember - Thomas Jefferson var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 12. desember - Spánverjar sögðu Bretum stríð á hendur.
- Morfín var einangrað úr valmúa af þýska lyfjafræðingnum Friedrich Sertürner.
- Mannsfjöldi heimsins varð 1 milljarður.
Fædd
- 5. febrúar - Johan Ludvig Runeberg, finnskt ljóðskáld (d. 1877).
- 14. mars - Johann Strauss eldri, austurrískt tónskáld (d. 1849).
- 1. júní - Mikhail Glinka, rússneskt tónskáld (d. 1857).
- 1. júní - George Sand (Aurore Lucile Dupin), franskur rithöfundur (d. 1876).
- 4. júlí - Nathaniel Hawthorne, bandarískur rithöfundur (d. 1864).
- 28. júlí - Ludwig Andreas Feuerbach, þýskur heimspekingur (d. 1872).
- 7. ágúst - Johan Nicolai Madvig, danskur fornfræðingur (d. 1886).
- 23. nóvember - Franklin Pierce, forseti Bandaríkjanna (d. 1869).
- 10. desember - Carl Gustav Jacob Jacobi, þýskur stærðfræðingur (d. 1851).
- 21. desember - Benjamin Disraeli, forsætisráðherra Bretlands (d. 1881).
Dáin
- 12. febrúar - Immanuel Kant, þýskur heimspekingur (f. 1724).
- 12. júlí - Alexander Hamilton, bandarískur stjórnmálamaður, féll í einvígi (f. 1755 eða 1757).