Verbúðin
Verbúðin er íslenskir dramaþættir, skrifaðir af Gísla Erni Garðarssyni, Birni Hlyn Haraldssyni og Mikael Torfasyni[1]. Þættirnir eru framleiddir af Vesturport í samstarfi við RÚV. Fyrsti þátturinn var frumsýndur 26. desember 2021 og sá síðasti af átta 13. febrúar 2022.[2][3][4]
Yfirlit
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir gerast á árunum 1983 til 1991 og fjalla um vinahóp sem kaupir gamlan togara með og byggir lítið sjávarútvegsveldi í þorpi í Vestfjörðum. Allt gengur vel þar til íslenska ríkið byrjar með kvótakerfið sem snýr lífi þeirra á hvolf og leiðir til afbrýðisemi, græðgi og svika.[5]
Leikarar og persónur
[breyta | breyta frumkóða]- Nína Dögg Filippusdóttir sem Harpa
- Gísli Örn Garðarsson sem Jón Hjaltalín
- Björn Hlynur Haraldsson[6] sem Grímur
- Guðjón Davíð Karlsson sem Einar
- Unnur Ösp Stefánsdóttir sem Freydís
- Anna Svava Knútsdóttir sem Ella Stína
- Kristín Þóra Haraldsdóttir sem Tinna
- Selma Björnsdóttir sem Gunný
- Hilmir Snær Guðnason sem Smári
- Pétur Jóhann Sigfússon sem Gils
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Jóna Margrét
- Sverrir Þór Sverrisson sem Pétur[7][8]
- Ingvar Eggert Sigurðsson sem Torfi
- Jóhann Sigurðarson sem Sólon
- Jógvan Hansen sem Þrándur
- Benedikt Erlingsson sem Steingrímur Hermannsson[9][10]
- Björgvin Franz Gíslason sem Hemmi Gunn[11]
- Björn Stefánsson sem Laddi/Elsa Lund
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir voru teknir upp árið 2020 í Reykjavík og á Vestfjörðum.[12][13]
Móttökur
[breyta | breyta frumkóða]Samkvæmt könnun hjá Prósent horfðu 57% íslendinga á fyrsta þáttinn og gáfu 88% af þeim honum jákvæða dóma.[14][15] Eftir frumsýningu fyrsta þáttarins gagnrýndi Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þáttinn fyrir lýsingu hans á landsbyggðarfólki.[16][17]
Verðlaun
[breyta | breyta frumkóða]Í september 2021 vann þáttaserían aðalverðlaunin á Series Mania hátíðinni.[18] Í nóvember vann hún dómnefndarverðlaunin á Serielizados Fest á Spáni.[19] Þann 2. febrúar 2022 tilkynnti Nordisk Film & TV Fond að Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason, rithöfundar Verbúðarinnar, hefðu unnið Nordic TV Drama Screenplay Award árið 2022.[20][21][22]
Verbúðin vann 9 verðlaun á Eddunni 2023. [23]
Framhald
[breyta | breyta frumkóða]22. nóvember 2022 var tilkynnt að Vesturport hafi haft störf við að skrifa aðra þáttaröð þáttana.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jakob Bjarnar (24. janúar 2022). „Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur“. Vísir.is. Sótt 24. janúar 2022.
- ↑ Davíð Roach Gunnarsson; Atli Már Steinarsson (4. júlí 2020). „"Það var bara unnið, drukkið og djammað"“. RÚV. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Anna Marsibil Clausen (27. desember 2021). „Búningarnir fengnir úr fataskáp ráðherra“. RÚV. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ „Verbúðin slær í gegn hjá Íslendingum“. Morgunblaðið. 27. desember 2021. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (4. desember 2021). „Fyrsta stiklan úr Verbúðinni: "Þetta er óður til níunda áratugarins"“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (4. júlí 2021). „Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Júlía Margrét Einarsdóttir; Atli Már Steinarsson (10. janúar 2022). „Áskorunin var klárlega í því að Sveppi missti höndina“. RÚV. Sótt 10. janúar 2022.
- ↑ „Áskorun að missa útlim í Verbúðinni“. K100. Morgunblaðið. 17. janúar 2022. Sótt 18. janúar 2022.
- ↑ Davíð Kjartan Gestsson; Baldvin Þór Bergsson (11. janúar 2022). „Á sundskýlunni í heimspressunni“. RÚV. Sótt 11. janúar 2022.
- ↑ „Þegar Steingrímur sprangaði um á sundskýlunni“. Morgunblaðið. 10. janúar 2022. Sótt 14. febrúar 2022.
- ↑ „Verbúðin sprengdi skalann í gærkvöldi“. Morgunblaðið. 24. janúar 2022. Sótt 24. janúar 2022.
- ↑ Orri Freyr Rúnarsson (21. maí 2020). „Tökur hafnar á spennuþáttum um kvótakerfið“. RÚV. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ „Sjáðu heimili Hörpu og Gríms í Verbúðinni“. Morgunblaðið. 3. janúar 2022. Sótt 16. janúar 2022.
- ↑ Þorvarður Pálsson (11. janúar 2011). „Höfuðborgarbúar ánægðari með Verbúðina en landsbyggðin“. Fréttablaðið. Sótt 15. febrúar 2022.
- ↑ „Mikið áhorf og mikil ánægja með fyrsta þátt Verbúðarinnar“. Klapptré. 14. janúar 2022. Sótt 15. febrúar 2022.
- ↑ Jakob Bjarnar (27. desember 2021). „Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Arnar Þór Ingólfsson (27. desember 2021). „Þingmaður upplifði "landsbyggðarrasisma" við sjónvarpsáhorf á öðrum degi jóla“. Kjarninn. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Ragnar Tómas (3. september 2021). „Icelandic Thriller Blackport Takes Grand Prize at Series Mania 2021“. Iceland Review. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ Þorgils Jónsson (5. nóvember 2021). „Verbúð verðlaunuð á Spáni“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
- ↑ „Hljóta verðlaun fyrir handrit Verbúðarinnar“. Morgunblaðið. 2. febrúar 2022. Sótt 2. febrúar 2022.
- ↑ „Blackport wins the 2022 Nordisk Film & TV Fond Prize“. Nordisk Film & TV Fond. 2. febrúar 2022. Sótt 2. febrúar 2022.
- ↑ Sylvía Rut Sigfúsdóttir (2. febrúar 2022). „Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin“. Vísir.is. Sótt 2. febrúar 2022.
- ↑ Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Vísir sótt 19/3 2023