Hljóðfræði
Útlit
Hljóðfræði er vísindagrein sem fæst við rannsóknir á eiginleikum hljóðs og mannsraddarinnar, þar á meðal málhljóða, andstætt hljóðkerfisfræði sem fæst við rannsóknir á hljóðkerfum og huglægum einingum eins og hljóðönum og aðgreinandi þáttum. Hljóðfræði fæst við hljóðin sjálf, fremur en það hvernig þau virka innan tungumálsins.
Hljóðfræði skiptist í:
- Hljóðmyndunarfræði sem fjallar um það hvernig hljóð eru mynduð með talfærum; vörum, tungu, munnholi o.s.frv.
- Hljóðeðlisfræði sem fjallar um eiginleika hljóðbylgjanna og hvernig þær berast til eyrans.
- Hljóðskynjunarfræði sem fjallar um talskynjun.