Fara í innihald

Gagnkvæmur skiljanleiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gagnkvæmur skiljanleiki er málvísindahugtak sem lýsir tengslum milli tveggja mállýska eða tungumála þar sem mælendur skyldra málafbrigða geta skilið hvorir aðra án sérstaks náms eða áreynslu. Gagnkvæmur skiljanleiki er einn þeirra þátta sem horft er til þegar tilraun er gerð á að greina á milli tungumála og mállýska, en félagsmálfræðilegir þættir eru líka teknir með í reikninginn. Danska, norska og sænska eru dæmi um tungumál sem eru gagnkvæmt skiljanleg.

Skiljanleiki milli mála getur verið mishverfur, það er að segja að mælendur annars tungumáls skilja meira af hinu málinu en mælendur hins málsins skilja af fyrsta málinu. Þegar skiljanleikinn er meira eða minna samhverfur telst hann „gagnkvæmur“. Gagnkvæmur skiljanleiki er til að mismunandi miklu leyti í skyldum eða landfræðilega nálægum málum heimsins. Saman geta þessi mál mynda samfellu.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.