Fara í innihald

Skrifletur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útbreiðsla leturs í heiminum.

Skrifletur, ritmál, eða einfaldlega letur, er kerfi notað til þess að skrifa tungumál með táknum.

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Til eru nokkrar gerðir leturs:

Stafróf[breyta | breyta frumkóða]

Stafróf nota yfirleitt eitt tákn fyrir hvert hljóð (til dæmis wikipedia). Dæmi: latneskt letur, grískt letur, georgíska stafrófið.

Abdsjad[breyta | breyta frumkóða]

Abdsjad virkar eins og stafróf nema hvað að sérhljóð eru sjaldnast skrifuð. Lesandinn verður að þekkja orðið í útliti (til dæmis „wkpda“). Dæmi: arabískt letur, fönikískt stafróf, hebreska stafrófið.

Abúgída[breyta | breyta frumkóða]

Abúgídur byggjast fyrst og fremst á samhljóðum. Sérhljóðar gegna aukahlutverki en þeim má þó ekki sleppa (til dæmis WiKiPeDia). Dæmi: devanagari, baybayin, taílenskt letur.

Atkvæðaróf[breyta | breyta frumkóða]

Í slíkum kerfum stendur hvert tákn yfirleitt fyrir eitt athvæði (til dæmis (wi-ki-pe-dia). Dæmi: katakana, cree, línuletur B.

Myndletur[breyta | breyta frumkóða]

Hvert myndtákn stendur yfirleitt fyrir eina hugmynd (til dæmis [wiki]+[pedia] í tveimur táknum). Dæmi: kínversk tákn, híeróglýfur, fleygrúnir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.