Tékkneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Tékkneska
Čeština
Málsvæði Tékkland, Slóvakía
Heimshluti
Fjöldi málhafa 12 milljónir
Sæti 66
Ætt Indóevrópskt

 Slavneskt
  Vesturslavneskt

Stafróf {{{stafróf}}}
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Tékkland
Viðurkennt minnihlutamál {{{minnihlutamál}}}
Fyrsta mál
heyrnarlausra
{{{fyrsta mál}}}
Stýrt af
Tungumálakóðar
ISO 639-1 cs
ISO 639-2 cze/ces
ISO 639-3 {{{iso3}}}
SIL ces
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Tékkneska (tékkneska čeština) er indóevrópskt tungumál af ætt vesturslavneskra tungumála. Hún er náskyld pólsku og slóvakísku.

Tékkneska er opinbert tungumál Tékklands og er auk þess töluð af Tékkum um allan heim. Um 12 milljón manns tala tékknesku.

Tékkneska er heldur flókið tungumál og því eiga margir erfitt með að læra hana. Málfræðin er flókin. Fallorð og sagnir beygjast. Orðaröð er mjög frjálsleg og mjög mikið er um forskeyti.

Ritháttur[breyta | breyta frumkóða]

Tékkenska er rituð með latneska stafrófinu, en auk þess eru nokkrir sérstakir stafir. Það eru mjúku samhljóðarnir ď, ť, ň, ž, š, č, ř, löngu sérhljóðarnir á, é, í, ó, ú/ů, ý og mjúki sérhljóðinn ě.

Tékkneska stafrófið í heild sinni:

A Á B C Č D Ď E É Ě F G H CH I Í J K L M N Ň O Ó P R Ř S Š T Ť U Ú Ů V Y Ý Z Ž
a á b c č d ď e é ě f g h ch i í j k l m n ň o ó p r ř s š t ť u ú ů v y ý z ž

Athugið að farið er með "ch" sem sérstakan staf.

Framburður[breyta | breyta frumkóða]

Framburður er nokkuð erfiður þar sem tékkneska hefur mörg hljóð sem reynast útlendingum, m.a. Íslendingum, erfið. Tékkneska hefur eitt hljóð sem er talið vera einstakt í heiminum. Það er hljóðið ř, borið fram svipað og hrzh. Auk þess geta verið fjölmargir samhljóðar í röð og heilu orðin geta jafnvel verið án sérhljóða (dæmi: čtvrthrst, smrt, scvrkl, zmrzl).

Hér að neðan er útskýrður framburður þeirra hljóða sem eru ekki eins og í íslensku

 • Á er borið fram sem langt "a"
 • Au er borið fram sem "á"
 • C er borið fram sem "ts"
 • Č er borið fram eins og "ch" í ensku
 • Ď er borið fram sem "dj"
 • É er borið fram sem langt "e"
 • Ě er borið fram sem "é"
 • CH er borið fram eins og "ch" í "Achtung" í þýsku
 • Ň er borið fram "nj"
 • Ou er borið fram sem "ó"
 • Ř er borið fram svipað og "hrzh"
 • Š er borið fram eins og "sh" í ensku
 • Ť er borið fram sem "tj"
 • Ú og ů eru borin fram sem "ú"

Nafnorð[breyta | breyta frumkóða]

Í tékknesku fallbeygjast nafnorð í sjö föll: nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall, ávarpsfall, staðarfall og tækisfall. Nafnorð hafa einnig kyn (karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn) og tölu (eintölu og fleirtölu).

Lýsingarorð[breyta | breyta frumkóða]

Líkt og nafnorð taka lýsingarorð í tékknesku einnig kyn og tölu og þau fallbeygjast í sömu sjö föll.

Öll lýsingarorð enda á löngum sérhljóða. Til eru tveir flokkar lýsingarorða:

1) Lýsingarorð með harðri endingu í nefnifalli eintölu:

 • (karlkyn)
 • (kvenkyn)
 • (hvorugkyn)

2) Lýsingarorð með mjúkri endingu:

 • (í öllum kynjum)

Persónufornöfn[breyta | breyta frumkóða]

Í tékknesku er persónufornöfnum oftast sleppt. Þau eru einkum notuð til áherslu. Persónufornöfnin fallbeygjast.

Tékknesku persónufornöfnin eru:

 • (ég)
 • ty (þú)
 • on (hann)
 • ona (hún)
 • ono (það)
 • my (við)
 • vy (þið)
 • oni (þeir)
 • ony (þær)
 • ona (þau)

Sagnorð[breyta | breyta frumkóða]

Í tékknesku eru fjórir flokkar sagnorða:

 • sagnir sem enda á -at eða -át
 • sagnir sem enda á -ovat, -ýt eða -ít
 • sagnir sem enda á -it, -et eða -ět
 • sagnir sem enda á -out eða -ci og fleiri sjaldgæfum endingum

Einnig er til nokkur fjöldi óreglulegra sagna.

Töluorð[breyta | breyta frumkóða]

Tölurnar 1 og 2 eru mismunandi eftir kynjum. Aðrar tölur eru eins í öllum kynjum.

Talan 1 tekur með sér eintölu. Tölurnar 2, 3 og 4 taka með sér fleirtölu. Talan 5 og hærri tölur taka með sér fleirtölu í eignarfalli.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu