Norræni sumarskólinn
Útlit
Norræni sumarskólinn er norrænt tengslanet um rannsóknir og þverfaglega menntun. Skólinn er að mestu leyti fjármagnaður af Norrænu ráðherranefndinni. Samstarfið nær aftur til upphafs sjötta áratugar 20. aldarinnar og er markmið þess að vera vettvangur fyrir fræðifólk og nemendur til að skiptast á þekkingu og þróa nýjar hugmyndir. Hápunktur í starfi sumarskólans ár hvert er málstofa sem fram fer seint í júlí og flyst hún milli einstakra staða á Norðurlöndunum frá ári til árs. Þangað mætir fræðifólk frá Norðurlöndunum og ber saman bækur sínar. Einnig eru haldin málþing á veturna og vorin. Útgáfa fræðibóka er einnig stunduð undir merkjum Norræna sumarskólans.
Skrifstofa skólans er í Malmö.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Norræna sumarskólans Geymt 19 júlí 2011 í Wayback Machine (á sænsku)
- Um Norræna sumarskólann á Norden.org[óvirkur tengill] (á íslensku)