Fara í innihald

Miklavatn (Skagafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miklavatn, til vinstri

Miklavatn í Borgarsveit er stöðuvatn í Skagafirði, skammt fyrir innan botn fjarðarins að vestanverðu. Vatnið er aflangt, liggur samhliða Vestari-Héraðsvötnum og mjókkar heldur til norðurs. Úr norðurendanum er afrennsli í Vötnin. Það kallast Víkin og þar norðan við er suðurendi Alexandersflugvallar.

Umhverfis Miklavatn er víðlent votlendi með miklu fuglalífi og var það friðlýst 1977. Umferð um svæðið er bönnuð frá 15. maí til 1. júlí ár hvert. Svæðið er á skrá BirdLife International um alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði.

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • „Miklavatn í Skagafirði. Á vef Umhverfisstofnunar, skoðað 7. nóvember 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2005.
  • Guðrún Á. Jónsdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Gróðurfar í Friðlandinu við Miklavatn í Skagafirði (2004), Náttúrustofa Austurlands Geymt 23 október 2020 í Wayback Machine
  • Náttúra Skagafjarðar (Sólrún Harðardóttir 2018)