Votlendi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Friðland Svarfdæla við Dalvík er að mestu leyti samsett af fjölbreyttum votlendissvæðum.

Votlendi er landsvæði sem er annaðhvort alltaf eða árstíðabundið svo mettað af vatni að það verður að sérstöku vistkerfi. Votlendi er staður sem er með eitthvað blautt. T.d. skurðir, mýrar, pollar, lækir og fl. Fuglar sem eru við votlendi á Íslandu eru til dæmis jaðrakan, svanir, lóuþræll, stelkur, óðinshani, keldusvín, bleshæna og endur (buslendur eða og kafendur).

Votlendi er mikilvægt búsvæði fugla, smádýra og plantna, og fjölmargar tegundir grasa festa rætur þar. Þrátt fyrir þetta hefur votlendi víða verið framræst, sem hefur neikvæð áhrif á plöntu- og dýralíf. Talið er að endurheimt votlendis sé mikilvægur þáttur í því að draga úr losun kolefnis enda votlendi geymir mikið af því.

Votlendissvæði á landi á Íslandi þökti um 7.800 ferkílómetra árið 2019. Þeim er skipt upp í 14 vistgerðir sem hver um sig hefur sín sérkenni.[1]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir (ritstj.) (2016). Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 54. Garðabæ, Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 19. júlí 2019.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.