Simon Harris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Simon Harris
Simon Harris árið 2024.
Forsætisráðherra Írlands
Núverandi
Tók við embætti
9. apríl 2024
ForsetiMichael D. Higgins
ForveriLeo Varadkar
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. október 1986 (1986-10-17) (37 ára)
Greystones, County Wicklow, Írlandi
ÞjóðerniÍrskur
StjórnmálaflokkurFine Gael
MakiCaoimhe Wade ​(g. 2017)​
Börn2
HáskóliTækniháskólinn í Dyflinni

Simon Harris (f. 17. október 1986) er írskur stjórnmálamaður sem er núverandi forsætisráðherra Írlands (Taoiseach) og leiðtogi stjórnmálaflokksins Fine Gael. Harris tók við embætti eftir afsögn Leo Varadkar í mars árið 2024 og er yngsti forsætisráðherra í sögu Írlands.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Simon Harris er fæddur 1986. Hann er alinn upp í strandbænum Greystones, skammt frá höfuðborginni Dyflinni. Hann gekk til liðs við ungliðahreyfingu Fine Gael þegar hann var sextán ára og komst þar hratt til metorða.[1]

Harris var kjörinn á írska þingið þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Hann var gerður heilbrigðisráðherra landsins árið 2016. Í ráðherratíð hans var bann við þungunarrofi afnumið á Írlandi, auk þess sem hann hélt utan um fyrstu viðbrögð landsins við kórónuveirufaraldrinum árið 2020.[2] Harris varð síðar háskólamálaráðherra ríkisstjórn Leo Varadkar.[3]

Varadkar sagði óvænt af sér af sér sem leiðtogi Fine Gael og forsætisráðherra í mars árið 2024. Harris var í kjölfarið kjörinn nýr leiðtogi flokksins, án mótframboðs.[2] Harris þykir svipaður Varadkar í skoðunum, en hann hefur jafnframt orð á sér fyrir að vera virkur á samfélagsmiðlum sem njóta vinsælda meðal ungs fólks á borð við Instagram og TikTok.[3]

Írska þingið samþykkti Harris sem nýjan forsætisráðherra þann 9. apríl 2024.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Markús Þ. Þórhallsson (9. apríl 2024). „Simon Harris verður forsætisráðherra í dag“. RÚV. Sótt 12. apríl 2024.
  2. 2,0 2,1 Rafn Ágúst Ragnarsson (24. mars 2024). „Simon Harris nýr leið­togi Fine Gael“. Vísir. Sótt 24. mars 2024.
  3. 3,0 3,1 Freyr Rögnvaldsson (25. mars 2024). „Simon Harris verður næsti forsætisráðherra Írlands – Afsögn Varadkar sögð eins og þruma úr heiðskýru lofti“. Samstöðin. Sótt 12. apríl 2024.
  4. Atli Ísleifsson (9. apríl 2024). „Yngsti for­sætis­ráð­herrann í sögu landsins“. Vísir. Sótt 12. apríl 2024.


Fyrirrennari:
Leo Varadkar
Forsætisráðherra Írlands
(9. apríl 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.