1786
Útlit
(Endurbeint frá MDCCLXXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1786 (MDCCLXXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 18. ágúst - Konungleg auglýsing um afnám einokunarverslunar á Íslandi gefin út. Einokuninni lauk þó ekki fyrr en um áramótin 1787-1788.
- 17. nóvember - Sex staðir fengu kaupstaðarréttindi. Allir staðirnir misstu þau aftur nema Reykjavík, en sumir hafa síðan orðið kaupstaðir aftur. Þessir staðir voru: Reykjavík, Grundarfjörður, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Miðað er þetta ártal við stofnun Reykjavíkur.
- Móðuharðindum lauk en bólusótt geisaði enn. Íslendingum fækkaði um nálega 1200 á árinu.
- Björn Halldórsson kláraði tvímála orðabókina Lexicon Islandico-Latino-Danicum eftir 15 ára vinnu.
- Kennsla hófst í Hólavallarskóla í Reykjavík.
- Reglugerð sett um að landpóstar skyldu vera fjórir og tveir aukapóstar.
Fædd
- 4. september - Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari (d. 1856).
- 30. desember - Bjarni Thorarensen amtmaður (d. 1841).
Dáin
- 2. október - Oddur Gíslason prestur á Miklabæ (f. 1740) hvarf á leið heim að bæ sínum og var afturgöngunni Miklabæjar-Solveigu kennt um og sagt að hún hefði dregið prestinn í gröf sína. Lík hans fannst raunar ári síðar í læk skammt frá Miklabæ.
- Hjörleifur Þórðarson prestur og skáld á Valþjófsstað.
- Þórunn Ólafsdóttir Stephensen biskupsfrú í Skálholti, kona Hannesar Finnssonar.
Opinberar aftökur
- Eiríkur Þorláksson hálshöggvinn á Mjóeyri í Eskifirði fyrir það að skera tungu úr öðrum dreng.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Creek-frumbyggjar lýstu stríði á hendur Georgíufylkis vegna fjölda landnema á landi þeirra.
- 27. apríl - Breski stjörnufræðingurinn William Herschel birti lista með helstu uppgötvunum sínum.
- 1. maí - Óperan Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart frumflutt í Vínarborg.
- 10. júní - Jarðskjálfti í Sichuan, Kína, yfir 10.000 létust.
- 14. júlí - Spánn og Bretland funduðu í London yfir skiptingu nýlendusvæða í Mið-Ameríku.
- 8. ágúst - Fjallið Mont Blanc klifið í fyrsta sinn.
- 23. október - Bærinn Östersund var stofnaður í Svíþjóð.
- Byrjað var að flytja breska fanga til sakamannanýlendunnar í Botany Bay í Ástralíu.
- Síðasti úlfurinn var drepinn á Írlandi.
Fædd
- 24. febrúar - Wilhelm Grimm, þýskur þjóðsagnasafnari (d. 1859).
- 17. ágúst - Davy Crockett, bandarískur landkönnuður og veiðimaður (d. 1836).
- 25. ágúst - Lúðvík 1., konungur Bæheims (d. 1868).
- 18. september - Kristján 8. Danakonungur (d. 1848).
- 18. nóvember - Carl Maria von Weber, þýskt tónskáld (d. 1826).
Dáin
- 15. maí - Eva Ekeblad, sænskur vísindamaður (f. 1724).
- 25. maí - Pétur 3. Portúgalskonungur, eiginmaður Maríu 1. Portúgalsdrottningar (f. 1717).
- 17. ágúst - Friðrik mikli Prússakonungur (f. 1712).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Annálar V, bls. 190 (Espihólsannáll)