Pétur 3. Portúgalskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Bragançaætt Konungur Portúgals
Bragançaætt
Pétur 3. Portúgalskonungur
Pétur 3.
Ríkisár 24. febrúar 1777 – 25. maí 1786
SkírnarnafnPétur de Bragança
Fæddur5. júlí 1717
 Lissabon, Portúgal
Dáinn25. maí 1786 (68 ára)
 Queluz, Portúgal
Konungsfjölskyldan
Faðir Jóhannes 5. Portúgalskonungur
Móðir María Anna af Austurríki
DrottningMaría 1. Portúgalsdrottning
BörnJósef prins af Brasilíu, Jóhannes 6. Portúgalskonungur

Pétur 3. (5. júlí 1717 – 25. maí 1786) var konungur Portúgals og Algarve frá 1777 til dauðadags. Hann var formlega meðstjórnandi eiginkonu sinnar og bróðursystur, Maríu 1. Portúgalsdrottningar. Hann var sonur Jóhannesar 5. konungs og konu, hans Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki og var því yngri bróðir Jósefs 1. konungs og föðurbróðir Maríu, eiginkonu sinnar. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórn ríkisins.