1803
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1803 (MDCCCIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 15. apríl - Reykjavík var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi með eigin bæjarfógeta skv. konungsúrskurði. Fyrstur til að gegna því embætti var Daninn Rasmus Frydensberg. Fulltrúi hans var Finnur Magnússon. Auk þess voru skipaðir tveir lögregluþjónar og voru báðir danskir.
- Um tíðarfar ársins hefur Jón Espólín þessi orð: „Þat vor var hit kaldasta, ok svo öndvert sumar, ok voru hafísar við land“[1]
- Ullarverksmiðjurnar í Aðalstræti (Innréttingarnar) voru lagðar niður.
- Bjarni Sívertsen eignaðist fyrsta þilskip sitt.
- Nóvember - Konungur staðfesti dauðadóm yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur á Sjöundá.
Fædd
Dáin
- 15. júlí - Snorri Björnsson, prestur á Húsafelli (f. 1710).
- 18. júlí - Magnús Ketilsson, sýslumaður í Búðardal (f. 1732).
- 10. október - Bogi Benediktsson í Hrappsey (f. 1720).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Þrælasala bönnuð í Danmörku og dönskum nýlendum.
- 19. febrúar - Ohio varð 17. fylki Bandaríkjanna.
- 30. apríl - Bandaríkin keyptu svæðið Louisiana, milli Klettafjalla og Mississippifljóts, af Frökkum.
- 18. maí - Napóleonsstyrjaldirnar hófust þegar Bretland lýsti stríði á hendur Frakklandi þegar það síðarnefnda neitaði að hörfa frá Hollandi.
- 31. ágúst - Lewis og Clark-leiðangurinn hófst í Bandaríkjunum þar sem landsvæði í núverandi vesturhluta Bandaríkjanna var kannað.
- Fyrstu Evrópubúarnir settust að á Tasmaníu.
- Gasljós voru notuð til götulýsingar í London.
Fædd
- 1. janúar - Rudolf Keyser, norskur sagnfræðingur (d. 1864).
- 12. maí - Justus von Liebig, þýskur efnafræðingur (d. 1873).
- 25. maí - Ralph Waldo Emerson, bandarískur rithöfundur (d. 1882).
- 5. desember - Fjodor Tuttsjev, rússneskt ljóðskáld (d. 1873)..
- 11. desember - Hector Berlioz, franskt tónskáld (d. 1869).
Dáin
- 23. janúar - Arthur Guinness, írskur bruggari (f. 1725).
- 14. mars - Friedrich Gottlieb Klopstock, þýskt skáld (f. 1724).
- 7. apríl - Toussaint L'Ouverture, byltingarforingi á Haítí (f. 1743).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jón Espólín, Íslands árbækur XI, árið 1802, „XCII. Kap. Stórmæli vestra.“, bls. 126