Fara í innihald

Hector Berlioz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hector Berlioz
Hector Berlioz, 1863

Hector Berlioz (fæddur 11. desember 1803, dáinn 8. mars 1869) var franskt tónskáld. Hann er eitt mikilvægasta tónskáld hinnar frönsku rómantíkur og einn af fumkvöðull á sviði prógramtónlistar. Þekktasta verk hans er Symphonie Fantastique frá 1831.

Blæbrigðarík og hljómfögur verk hans skóku evrópskt tónlistarlíf 19. aldar þó svo að hann hafi með verkum sínum mótað þá hljómsveitartækni sem notast er við nú í dag. Berlioz reit einnig 3 óperur: Benventuo Cellini, Trjójumennirnir og Beatrice og Benedict. 4 sinfóníur: Symphonie fantastique op.14, Harald á Ítalíu, Rómeó og Júlíu og Symphonie funèbre et triomphale. 6 forleiki og sálumessuna Grande Messe des Morts.

Hann var ekki vinsælt tónskáld í lifanda lífi og lifði á tónlistargagnrýni allt sitt líf auk þess sem hann starfaði sem bókavörður við bókasafn Parísarkonservatorísins í hjáverkum.