Fara í innihald

Morð á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Á Íslandi eru morð tiltölulega sjaldgæf, rétt rúmlega tvö morð á ári að meðaltali. Tíðnin hérlendis er hundraðfalt lægri en í morðglaðasta ríki heim, El Salvador, um sex sinnum lægri en í Bandaríkjunum, og örlitlu lægri en í Danmörku.[1]

Listi yfir morð á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
Sjá ítarlegri lista yfir morð frá 1874–1969, lista yfir morð frá 1970–1999, og lista yfir morð frá 2000

Eini raðmorðingi Íslandssögunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Axlar-Björn, eða Björn Pétursson, (um 1555–1596) er eini Íslendingurinn sem vitað er til að hafi gerst sekur um raðmorð. Sagan segir að móður hans hafi þyrst í blóð á meðan hún gekk með Björn, og hafi faðir Björns gefið henni blóð úr sér að drekka. Ungur var hann sendur í vist hjá Ormi Þorleifssyni ríka að Knerri, en þar dysjaði hann fyrsta fórnarlamb sitt í flórnum í fjósinu. Er hann náðist árið 1596 játaði hann á sig 18 morð, en ekki er þó hægt að staðfesta þá tölu. Eftir fyrsta fórnarlambið myrti Björn aðallega ferðamenn og farandverkamenn sem áttu leið hjá landi hans, Öxl við Búðavík á Snæfellsnesi. Þeim fórnarlömbum sökkti hann í Íglutjörn fyrir neðan túnið á bænum. Kona og þrjú börn hennar höfðu beðið um gistingu hjá Birni en Björn lokkaði börnin til sín eitt í einu og drap. Móðir þeirra komst undan og gat sagt frá því sem hún varð vitni að. Eftir að upp komst um Björn var hann dæmdur til dauða á Laugarbrekkuþingi. Hann var tekinn af lífi á Laugarbrekku. Björn var festur niður og útlimir hans brotnir með trésleggjum, en það tók afar langan tíma. Eftir að búið var að mölbrjóta útlimi hans var hann afhöfðaður og síðan var líkami hans bútaður niður og einstakir partar stjaksettir, meðal annars höfuð hans. Kynfærum hans var fleygt í fang konu hans, Steinunnar/Þórdísar (heimildum ber ekki saman um nafn hennar), sem var látin fylgjast með aftöku bónda síns. Hún var hýdd fyrir glæpi sína. Ekki finnst annar eins morðingi í sögum Íslendinga og er Axlar-Björn því bæði sérstaklega óhugnanlegur og einstakur.[6]

Afbrotatölfræði lögreglunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2011 voru framin 28 morð á árunum 1999 til 2011. Það eru rétt rúm tvö morð á ári að meðaltali. Í níu tilvikum var fórnarlambið kona, en í sautján tilvikum var fórnarlambið karl. Ef morðunum árin 2012 og 2013 er bætt við eru kvenþolendur í heild ellefu talsins, en karlþolendur átján. Með þeim morðum eru þau í heildina frá 1999 31 talsins. Árin 1998, 2003, 2006 og 2008 voru ekki framin nein morð hér á landi.[7]

Refsiþyngd

[breyta | breyta frumkóða]

Yfirleitt eru morðdómar 16 ár. En þyngstu dómar sem fallið hafa í morðmáli á Íslandi eru á bilinu 17-20 ára fangelsi en það eru 6 dæmi um dóma á því bili.[8] Héraðsdómur Reykjavíkur og Sakadómur Reykjavíkur hafa dæmt fólki í lífstíðarfangelsi eins og almenn hegningarlög heimila.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „UNODC Statistics Online“. United Nations Office On Drugs and Crime. Sótt 12. maí 2018.".
  2. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-09-mord-a-13-ara-stulku-a-timum-hernamsins-oskrad
  3. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-09-mord-a-13-ara-stulku-a-timum-hernamsins-oskrad
  4. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-09-mord-a-13-ara-stulku-a-timum-hernamsins-oskrad
  5. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-09-mord-a-13-ara-stulku-a-timum-hernamsins-oskrad
  6. Axlar-Björn Axlar-Björn Geymt 28 mars 2013 í Wayback Machine Hver var Axlar-Björn?
  7. Afbrotatölfræði 2011[óvirkur tengill]
  8. Thomas dæmdur í nítján ára fangelsi Vísir, skoðað 29. sept, 2017.
Ár Stutt lýsing Staðsetning Nánari lýsing
1692 Morðið við Gíslakletta. Kona að nafni Ingibjörg Oddsdóttir myrðir eiginmann sinn, Gísla Pétursson. Hafði verið að halda við danska verslunarmanninn Pétur Wibe. Síðan eru Gíslaklettar svo nefndir. Vestmannaeyjar [Lesa meira]
1874 Nýfætt barn myrt [Lesa meira]
1877 Nýfætt barn myrt [Lesa meira]
1891 Kona kæfð og hent í á Norðurland eystra [Lesa meira]
1893 Nýfætt barn myrt Þistilfjörður, Norðurlandi eystra [Lesa meira]
1893 Nýfætt barn myrt Egilsstaðir [Lesa meira]
1903 Barn deyr eftir mikla vanrækslu Vestur-Skaftafellsýsla, Suðurlandi [Lesa meira]
1906 Nýfætt barn myrt Bíldudalur, Vestfjörðum [Lesa meira]
1913 Nýfætt barn myrt Furufjörður, Vestfjörðum [Lesa meira]
Kona byrlar bróður sínum rottueitur Reykjavík [Lesa meira]
1929 Þjófur myrðir húseiganda Reykjavík [Lesa meira]
1941 Tveir bandarískir hermenn skjóta á hóp manna og einn deyr[2] Hafnarfjörður
1942 Bandarískur hermaður skýtur á bíl sem sinnir ekki stöðvunarmerki og drepur farþega[3] Reykjavík
1942 Bandarískur hermaður skýtur 12 ára dreng í höfuðið[4] Reykjavík
1944 Bandarískur hermaður ræðst á 13 ára stúlku[5] Reykjavík
1945 Óupplýst morð á prentara sem myrtur var með barefli Reykjavík [Lesa meira]
1947 Maður ræðst á 2 ára stúlku með hníf í braggahverfi Reykjavík [Lesa meira]
1952 Maður skýtur eiginkonu sína og síðan sjálfan sig Kópavogur [Lesa meira]
1953 Maður eitrar fyrir sér og allri fjölskyldu sinni Reykjavík [Lesa meira]
Líkamsárás á skemmtanalífinu Keflavík [Lesa meira]
1957 Maður skýtur unnustu sína. Hveragerði [Lesa meira]
1958 Hnífsárás eftir heimiliserjur [Lesa meira]
1959 Ölvaður maður brýst inn á elliheimili og kyrkir konu Akranes [Lesa meira]
1961 Maður ber konu sína til dauða Reykjavík [Lesa meira]
1963 Óupplýst líkamsárás Reykjavík [Lesa meira]
1966 Maður skýtur kærasta sinnar fyrrverandi og síðan sjálfan sig. Reykjavík [Lesa meira]
1967 Maður stingur fyrrverandi eiginkonu sína með hníf Reykjavík [Lesa meira]
1968 Óupplýst morð á leigubílstjóra sem skotinn var hnakkann í bifreið sinni Reykjavík [Lesa meira]
Maður skýtur yfirmann sinn eftir að hafa verið rekinn úr vinnu Reykjavík [Lesa meira]
1971 Maður stingur konu sína með hníf Seyðisfjörður [Lesa meira]
1973 Maður skýtur vin sinn með haglabyssu eftir rifrildi Höfn í Hornafirði [Lesa meira]
Maður stingur móður sína með hníf Reykjavík [Lesa meira]
1974 Maður bundinn og kyrktur Reykjavík [Lesa meira]
Hnífsárás Reykjavík [Lesa meira]
Óupplýst morð eftir slagsmál Reykjavík [Lesa meira]
Hnífsárás Reykjavík [Lesa meira]
1975 Hnífsstunga í kjölfar slagsmála Ólafsvík [Lesa meira]
1976 Slagsmál milli vina enda með því að annar er kyrktur Reykjavík [Lesa meira]
Unglingur skýtur mann með riffli Akureyri [Lesa meira]
Unglingar slá grjóthnullungi í höfuð manns Kópavogur [Lesa meira]
Innbrotsþjófur slær húsráðenda í höfuðið með kúbeini Reykjavík [Lesa meira]
1977 Líkamsárás á samfanga Reykjavík [Lesa meira]
Maður skýtur unnustu sína og gerir tilraun til sjálfsmorðs Reykjavík [Lesa meira]
1978 Kona ræðst á mann sinn með hníf Reykjavík [Lesa meira]
Maður sviptir sig og konu sína lífi Mosfellssveit [Lesa meira]
Unglingur kyrkir vinkonu sína eftir rifrildi Vestfirðir [Lesa meira]
1979 Hnífsárás Reykjavík [Lesa meira]
Maður lemur móður sína í höfuðið með kertastjaka Reykjavík [Lesa meira]
1980 Maður ræðst á tvo skipsfélaga sína með hníf og kastar sjálfum sér síðan í sjóinn. Úti á sjó [Lesa meira]
1981 Kona hellir bensíni yfir mann sinn og kveikir í. Reykjavík [Lesa meira]
Maður stingur annan með skærum eftir kynferðisárás. Reykjavík [Lesa meira]
1982 Maður skýtur franska konu sem hafði fengið far hjá honum eftir að rifrildi braust út Skeiðarársandur, Suðausturlandi [Lesa meira]
1983 Hnífsárás í nýárspartíi Reykjavík [Lesa meira]
1985 Maður brenndur inni Kópavogur [Lesa meira]
Hnífsárás í kjölfar slagsmála Reykjavík [Lesa meira]
1988 Maður kyrkir eiginkonu sína Reykjavík [Lesa meira]
Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig Keflavík [Lesa meira]
Maður kyrkir konu eftir dansleik. Kópavogur [Lesa meira]
Maður í geðrofi af völdum ofskynjunarlyfsins LSD ræðst á annan með hníf. Reykjavík [Lesa meira]
1989 Ungum dreng drekkt í á. Gerandinn var 12 ára og drekkti öðrum næsta ár. Akureyri [Lesa meira]
1990 Ræningjar ráðast á afgreiðslumann á bensínstöð Reykjavík [Lesa meira]
Ungum dreng drekkt í á. Gerandinn var 12 ára og hafði drekkt öðrum árið áður. Akureyri [Lesa meira]
1991 Maður ræðst á konu, bæði voru þau á meðferðarheimili fyrir þroskahamlaða. Reykjavík [Lesa meira]
Hnífsárás á heimili Reykjavík [Lesa meira]
Grunnskólanemar ræna mann og veita honum höfuðáverka Reykjavík [Lesa meira]
1992 Heimiliserjur Vestmannaeyjar [Lesa meira]
1993 Dæmdur morðingi stingur mann með hníf Reykjavík [Lesa meira]
1995 Drengur ekur á hjólreiðamann sem hafði átt barn með móður hans. Hafnarfjörður [Lesa meira]
1996 Maður skýtur annan með haglabyssu. Sá myrti átti að hafa misnotað morðingjann kynferðislega á unglingsárum hans. Hafnarfjörður [Lesa meira]
1997 Drengur ræðst á stjúpföður sinn með hníf á nýársnótt. Sandgerði, Reykjanesskaga [Lesa meira]
Slagsmál á nektarstað Reykjavík [Lesa meira]
Tvíburabræður ræna manni og veita honum höfuðhögg Heiðmörk, nærri Reykjavík [Lesa meira]
1999 Hnífsárás Reykjavík [Lesa meira]
Þjófur brýst inn til gamallar konu og stingur hana með hníf Reykjavík [Lesa meira]
2000 Maður skýtur föður sinn með riffli, mögulega af slysni. [Lesa meira]
Kona stungin ítrekað með hníf [Lesa meira]
Konu hrint fram af svölum á 10. hæð í blokk Kópavogur [Lesa meira]
Kona kyrkir vin sinn í veislu Reykjavík [Lesa meira]
Maður sleginn í höfuð með hamri [Lesa meira]
2001 Maður stunginn ítrekað með hníf, laminn með kylfu, og kæfður með plastpoka. Morðinginn taldi að verið væri að veitast að sér kynferðislega. Reykjavík [Lesa meira]
2002 Maður undir áhrifum fíkniefna ræðst á annan með kjötexi án ástæðu. Reykjavík [Lesa meira]
Kona stingur mann sinn eftir að hann barði hana. [Lesa meira]
Kona kyrkir níu ára dóttur sína Reykjavík [Lesa meira]
Líkamsárás á næturlífinu Reykjavík [Lesa meira]
Hnífsárás á heimili Reykjavík [Lesa meira]
2004 Móðir stingur unga dóttur sína með hníf. Reykjavík [Lesa meira]
Maður myrðir sína fyrrverandi með kúbeini og losar sig við líkið úti í hrauni. [Lesa meira]
Kyrking Kópavogur [Lesa meira]
Líkamsárás Keflavík [Lesa meira]
Líkamsárás á veitingastað Mosfellsbær [Lesa meira]
2005 Hnífsárás í veislu Kópavogur [Lesa meira]
Hnífsárás Herstöðin í Keflavík [Lesa meira]
Uppdópaður maður veitist að félaga sínum með hníf Reykjavík [Lesa meira]
2007 Maður skotinn með riffli. Morðinginn svipti sig svo lífi. Reykjavík [Lesa meira]
Höfuðáverkar [Lesa meira]
2009 Höfuðáverkar Hafnarfjörður [Lesa meira]
2010 Tilefnislaus líkamsárás. Reykjanesbær [Lesa meira]
Maður brýst inn til forstjóra sælgætisverksmiðju og ræðst á hann með hníf. Maðurinn hafði áður birt myndband af ástarjátningu sinni til kærustu forstjórans. Hafnarfjörður [Lesa meira]
Maður gengur í skrokk á föður sínum. [Lesa meira]
2011 Maður kyrkir kærustu sína Heiðmörk, nærri Reykjavík [Lesa meira]
Móðir kyrkir nýfætt barn sitt og sker í andlit þess Reykjavík [Lesa meira]
Maður stunginn til bana á veitingastað Reykjavík [Lesa meira]
2012 Maður stingur unnustu sína með hníf Hafnarfjörður [Lesa meira]
2013 Maður hristir ungt barn sitt harkalega. [Lesa meira]
Hnífsárás á heimili Egilsstaðir [Lesa meira]
Lögregla skýtur geðveilan mann á heimili sínu sem hafði skotið á móti þeim Reykjavík [Lesa meira]
2014 Maður kyrkir eiginkonu sína Reykjavík [Lesa meira]
2015 Kona stingur sambýlismann sinn með hníf Hafnarfjörður [Lesa meira]
Kyrking Akranes [Lesa meira]
Morð í búsetukjarna fyrir geðfatlaða Reykjavík [Lesa meira]
2016 Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig Akranes [Lesa meira]
2017 Grænlenskur sjómaður tekur stúlku upp í bíl sinn niðri í miðbæ Reykjavíkur og kastar henni út í sjó á Suðurlandi. Suðurland [Lesa meira]
Líkamsárás í Mosfellsdal Nágrenni Reykjavíkur [Lesa meira]
Maður slær konu með glerflöskum og slökkvitæki vegna öfundar Reykjavík [Lesa meira]
Hnífsárás um nótt. Ungur albanskur maður myrtur. Reykjavík [Lesa meira]
2018 Maður ræðst á bróður sinn Suðurland [Lesa meira]
Tveir látast í eldsvoða eftir að kveikt er í pítsukassa Suðurland [Lesa meira]
2019 Manni hrint af svölum Reykjavík [Lesa meira]
2020 Kona fannst látin á heimili sínu. Grunur um saknæmt athæfi kom fram í krufningu Sandgerði [Lesa meira]
Sonur réðst á móður og stjúpföður með hníf Hafnarfjörður [Lesa meira]
Þrír létust í eldsvoða eftir að kveikt var í húsi á Bræðraborgarstíg Reykjavík [Lesa meira]
2021 Maður skotinn til bana fyrir utan heimili hans í austurbænum Reykjavík [Lesa meira]
Maður lést eftir líkamsárás í Kópavogi Reykjavík [Lesa meira]
2022 Maður finnst látinn fyrir framan heimili sitt Reykjavík [Lesa meira]
Kona myrt á heimili sínu, árásaraðili deyr á staðnum Blönduós [Lesa meira]
Maður stunginn til bana í heimahúsi Ólafsfjörður [Lesa meira]
2023 Maður stunginn til bana á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður [Lesa meira]
Konu ráðinn bani í heimahúsi Selfoss [Lesa meira]
Maður stunginn til bana í Hafnarfirði Hafnarfjörður [Lesa meira]
Maður lést í heimahúsi eftir líkamsárás Reykjavík [Lesa meira]