Fara í innihald

Listi yfir morð á Íslandi frá 2000

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er listi yfir morð á Íslandi frá árinu 2000.

2000 - 2009

[breyta | breyta frumkóða]

18. mars 2000

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skýtur föður sinn með riffli, mögulega af slysni.
Staður Húsavík
Fórnarlamb ~66 ára maður
Gerandi ~21 árs sonur hans
Dómur 4 mánuðir
Jón Frímann Jónsson (1934–2000) lést af völdum skotsára sem hann hlaut í höfuð. Sonur hans, f. 1979, sat við rúmgafl föður síns sem svaf og ætlaði að svipta sjálfan sig lífi. Jón vaknaði og greip til riffilsins sem sonurinn hélt á og hleypti hann þá af. Sagðist sonurinn hafa hleypt af tveimur skotum til viðbótar í sturlun. Ákvað hann að láta dauða föður síns líta út eins og sjálfsvíg þar til hann gæti sagt systkinum sínum frá því að hann væri valdur að dauða hans. Ekki fór það eftir og þremur dögum eftir að Jón hafði verið skotinn var sonurinn handtekinn. Sönnunargögn ýttu undir frásögn sonarins og voru þau tekin til refsilækkunar. Hann hlaut 4 mánaða fangelsisdóm.[1]

15. apríl 2000

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kona stungin ítrekað með hníf
Staður
Fórnarlamb ~20 ára kona
Gerandi ~22 ára maður
Dómur 18 ár
Áslaug Óladóttir (1980–2000) stungin 28 sinnum og lést hún af áverkum sínum. Morðið talið sérstaklega hrottalegt. Rúnar Bjarki Ríkharðsson (1978–) játaði verknaðinn, ásamt öðrum brotum á borð við líkamsárásir og nauðgun á sama svæði og tíma og morðið átti sér stað. Rúnar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur og var dæmdur til 18 ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember 2000, og staðfesti Hæstiréttur þann dóm þann 23. maí 2001.[2]

27. maí 2000

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Konu hrint fram af svölum á 10. hæð í blokk
Staður Kópavogur
Fórnarlamb 21 árs kona
Gerandi 23 ára maður
Dómur 14 ár
Áslaug Perla Kristjónsdóttir (1979–2000) lést af áverkum sínum eftir að hafa fallið af 10. hæð fjölbýlishúss í Kópavogi. Ásgeir Ingi Ásgeirsson (1976–) var ákærður fyrir morðið en hann neitaði sök. Mikið var tekist á fyrir rétti um hvort um slys væri að ræða eða ásetning. Hæstiréttur taldi óvéfengjanlegt að Ásgeir hafi veist að Áslaugu og hrint henni fram af svölum í íbúð hans eftir að hún neitaði honum um samfarir. Ásgeir lýsti síðar yfir ábyrgð á dauða Áslaugar. Ásgeir var dæmdur til 14 ára fangelsisvistar af Hæstarétti þann 21. júní 2001.[3]

23. júlí 2000

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kyrking
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~48 ára maður
Gerandi ~39 ára kona
Dómur 14 ár
Hallgrímur Elísson (1952–2000) lést eftir að þrengt hafði verið að hálsi hans þar sem hann lá á dýnu í íbúð í Reykjavík. Bergþóra Guðmundsdóttir (1961–2014) var ákærð í málinu en hún neitaði sök. Hún og Hallgrímur voru bæði gestkomandi í íbúðinni en þau, húsráðandi og annar gestur höfðu setið við drykkju og mögulega neytt annarra lyfja að kvöldi morðsins. Þrátt fyrir gloppóttann vitnisburð var talið óyggjandi að Bergþóra hefði framið morðið. Hún var dæmd til 14 ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjavíkur 30. mars 2001. Hæstiréttur staðfesti þann dóm 14. júní 2001.[4]

8. nóvember 2000

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður sleginn í höfuð með hamri
Staður
Fórnarlamb ~27 ára maður
Gerandi ~33 ára maður
Dómur 16 ár
Einar Örn Birgisson (1973–2000) fannst myrtur, en hann var sleginn fjórum sinnum í höfuðið með hamri. Atli Guðjón Helgason (1967–) játaði á sig morðið viku síðar, en hann hafði áður reynt að hylja og losa sig við sönnunargögn. Dómarar töldu Atla hafa banað Einari af ásetningi og því hefði hann ekkert sér til málsbóta. Atli var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. maí 2001.[5]

27. október 2001

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður stunginn ítrekað með hníf, laminn með kylfu, og kæfður með plastpoka. Morðinginn taldi að verið væri að veitast að sér kynferðislega.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~44 ára maður
Gerandi ~25 ára maður
Dómur Ósakhæfur
Finnbogi Sigurbjörnsson (1957–2001) fannst látinn í garði í Breiðholti. Maður (1976–) gekkst við morðinu, en hann og Finnbogi höfðu hist í miðbæ Reykjavíkur og farið saman heim til mannsinns til að reykja maríjúana. Maðurinn sagði viðleitni Finnboga hafa orðið kynferðislega og að það hafi minnt hann á misnotkun sem hann varð fyrir í æsku. Við þá minningu hafi hann sturlast og fundist hann vera að veitast að þeim sem hafði misnotað hann, en ekki að Finnboga, og fundist hann þurfa að deyða brotamanninn. Maðurinn náði í eldhúshníf og stakk hann Finnboga átta sinnum í bringu og bak og skar hann níu sinnum þvert yfir háls hans. Finnbogi lést þó ekki við þetta svo að maðurinn náði í hafnarboltakylfu og sló Finnboga um tíu þungum höggum í höfuðið. Þar sem Finnbogi andaði enn, þrátt fyrir árásir mannsins, náði maðurinn í plastpoka og setti yfir höfuð Finnboga. Þegar Finnbogi hafði loks gefið upp öndina, dró maðurinn hann út úr íbúð sinni og yfir í nærliggjandi garð. Blóðslóð lá frá íbúðinni og að líkinu og var hún um 80 metra löng. Maðurinn var byrjaður að þrífa blóð af áhöldunum sem hann notaði og af gólfinu þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn var dæmdur ósakhæfur sökum sturlunar og geðrofs, og gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.[6]

18. febrúar 2002

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður undir áhrifum fíkniefna ræðst á annan með kjötexi án ástæðu.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~51 árs maður
Gerandi ~24 ára maður
Dómur 16 ár
Bragi Óskarsson (1951–2002) fannst látinn á Víðimel í Reykjavík. Bragi hafði hlotið mörg högg í höfuð og andlit sem höfðu verið veitt með kjötexi, slaghamri og sveðju. Sömu nótt og Braga var ráðinn bani var brotist inn á dekkjaverkstæði við Ægisíðu, en vísbendingar þaðan leiddu lögreglu til innbrotsþjófsins sem reyndist einnig vera morðingi Braga. Hafði morðinginn, Þór Sigurðsson (1978–), rekist á Braga og myrt hann engöngu vegna þess að Bragi varð á vegi hans. Þór var undir miklum áhrifum fíkniefna þegar bæði innbrotið og morðið áttu sér stað. Hann játaði verknaðinn og vísaði lögreglu á morðvopnin og blóðug föt í ruslatunnu rétt hjá morðstaðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Þór til 16 ára fangelsisvistar þann 8. janúar 2003.[7]

6. mars 2002

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kona stingur mann sinn eftir að hann barði hana.
Staður
Fórnarlamb ~50 ára maður
Gerandi ~39 ára sambýliskona hans
Dómur 8 ár
Steindór Kristinsson (1952–2002) var stunginn í bringu og kvið og lést 18 dögum síðar af lungnabilun vegna bráðrar lungnabreytingar og lungnabólgu í kjölfar þess. Steindór er talinn hafa barið sambýliskonu sína í andlitið að kvöldi árásarinnar en sambýliskonan, Sigurhanna Vilhjálmsdóttir (1963–), er sögð hafa reiðst heiftarlega og ráðist á Steindór eftir að hann barði hana. Sigurhanna bar við minnisleysi sökum ölvunar, en hún hlaut 8 ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. október 2002.[8]

27. apríl 2002

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kona kyrkir níu ára dóttur sína
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~9 ára stúlka
Gerandi ~38 ára móðir stúlkunar
Dómur Ósakhæf
Níu ára stúlka lést eftir að móðir hennar þrengdi að hálsi hennar í húsi í Breiðholti aðfaranótt 27. apríl. Mæðgurnar sem bjuggu í Borgarfirði voru gestkomandi í húsinu. Húsráðanda var ekki viðvart um atburðinn fyrr en morguninn eftir.[9] Móðir stúlkunnar var dæmd ósakhæf sökum geðræns ástands og var gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.[10]

25. maí 2002

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Líkamsárás fyrir utan skemmtistað
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~22 ára maður
Gerandi Tveir menn
Dómur 6 ár, 3 ár
Magnús Freyr Sveinbjörnsson (1980–2002) varð fyrir grófri líkamsárás af hendi tveggja manna fyrir utan skemmtistaðinn Spotlight í Hafnarstræti í Reykjavík. Magnús lést á spítala rúmri viku eftir að árásin átti sér stað. Allmörg vitni voru að árásinni auk þess sem að atburðurinn náðist á upptöku í öryggismyndavél. Árásarmennirnir gáfu sig fram við lögreglu daginn eftir og voru þá settir í gæsluvarðhald. Þeir voru dæmdir í 3 og 2 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, Hæstiréttur lengdi seinna dóma þeirra í 6 ár og 3 ár.[11]

26. september 2002

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás á heimili
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~66 ára maður
Gerandi ~36 ára maður
Dómur Ósakhæfur
Bragi Ólafsson (1936–2002) var stunginn til bana á heimili sínu að Klapparstíg í Reykjavík, en hann hafði orðið konu sinni að bana í sama húsi 14 árum áður. Banamein var stungusár sem náði inn að hjarta, en hann hafði verið stunginn víða, meðal annars í framhandlegg og kvið. Þegar lögreglu og sjúkrabíl bar að garði var Bragi enn með lífsmarki og gat hann skýrt lögreglu að einhverju leiti frá atburðarásinni. Bragi var látinn þegar komið var upp á sjúkrahús. Að sögn nágranna Braga var mikið blóð á veggjum íbúðarinnar og á gangi hússins. Lögreglan handtók Stein Ármann Stefánsson (1966–2013) sama kvöld. Steinn Ármann hafði áður komið við sögu hjá lögreglu og var hann talinn veikur á geði. Fjölskylda Steins hafði þá þegar lýst yfir áhyggjum sínum af andlegu ástandi Steins, en hún taldi víst að hann gæti reynst hættulegur og framið eitthvert voðaverk. Steinn neitaði til að byrja með að hafa verið valdur að dauða Braga, en viðurkenndi það fljótlega. Vafi lék á um sakhæfi hans, en geðlæknar voru ekki sammála um ástand Steins að kvöldi morðsins. Hæstiréttur dæmdi hann þó að lokum ósakhæfan og var honum gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni. Hann er talinn hafa verið á sterkum lyfjum er hann framdi verknaðinn og hafi verið haldinn ranghugmyndum. Steinn á að baki langan sakaferil.[12]

31. maí 2004

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Móðir stingur unga dóttur sína með hníf.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~12 ára stelpa
Gerandi ~43 ára móðir hennar
Dómur Ósakhæf
Guðný Hödd Hildardóttir (1992–2004) fannst stungin til bana á heimili sínu á Hagamel í Reykjavík. Móðir Guðnýjar, Hildur Árdís Sigurðardóttir (1961–2020), hafði veist að Guðnýju og bróður hennar með hníf. Bróður Guðnýjar tókst að flýja úr íbúðinni og fór yfir til vinar síns sem hringdi á lögregluna. Er lögreglan kom heim til Hildar fann hún Guðnýju látna í rúmi sínu, en hún hafði verið stungin margsinnis. Hildur sjálf var illa særð þar sem hún hafði stungið sjálfa sig eftir að hafa sært son sinn og banað dóttur sinni. Hildur var færð á spítala þar sem hennar var gætt, en þaðan var hún síðan færð að Sogni. Hildur hafði áður reynt að fremja sjálfsvíg og hafði einnig sagt í návist annarra að frekar myndi hún drepa sig og börnin sín en að þau yrðu tekin af henni. Kennarar barnanna höfðu að auki lýst yfir áhyggjum af velferð þeirra. Hildur var dæmd ósakhæf og gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.[13]

4. júlí 2004

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður myrðir sína fyrrverandi með kúbeini og losar sig við líkið úti í hrauni.
Staður
Fórnarlamb ~34 ára indónesísk kona
Gerandi ~45 ára barnsfaðir hennar
Dómur 16 ár
Sri Rahmawati (1970–2004) var myrt með kúbeini og taubelti. Morðinginn bar líkið inn í sturtuklefa og þreif það. Setti svo í poka og bar út í bíl. Hann henti farsíma hennar í sjóinn og losaði sig við líkið í hraungjótu í nágrenni Hafnarfjarðar. Morðinginn, Hákon Eydal (1959–), barnsfaðir fórnarlambsins, var dæmdur í 16 ára fangelsi 2005.[14]

1. nóvember 2004

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kyrking
Staður Kópavogur
Fórnarlamb ~25 ára kona
Gerandi Eiginmaður hennar
Dómur 11 ár
Sæunn Pálsdóttir (1979–2004) lést eftir að eiginmaður og barnsfaðir hennar þrengdi að hálsi hennar með þvottasnúru aðfaranótt 1. nóvember 2004 á heimili þeirra í Kópavogi. Eiginmaður hennar, Magnús Einarsson, játaði verknaðinn fyrir tengdaforeldrum sínum og lögreglu. Talið er að morðið hafi verið framið af ásetningi, en engu að síður sýndi Magnús iðrun. Héraðsdómur dæmdi Magnús til 9 ára fangelsisvistar en Hæstiréttur þyngdi þann dóm og dæmdi Magnús til 11 ára fangelsisvistar þann 23. febrúar 2006.[15]

13. nóvember 2004

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Líkamsárás
Staður Keflavík
Fórnarlamb ~32 ára Dani
Gerandi ~29 ára Breti
Dómur 1½ ár
Flemming Tolstrup (1972–2004) lést á veitingastaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 13. nóvember 2004. Scott McKenna Ramsay (1975–) kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Scott Mckenna Ramsay í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október 2005, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti 23. mars 2006.[16]

12. desember 2004

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Líkamsárás á veitingastað
Staður Mosfellsbær
Fórnarlamb ~55 ára maður
Gerandi ~25 ára maður í jólasveinabúningi
Dómur 3 ár
Ragnar Björnsson (1949–2004) lést á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ aðfararnótt 12. desember 2004. Hafði Ragnar staðið við anddyri veitingastaðarins með konu sinni er maður íklæddur jólasveinabúningi tróðst inn og felldi niður glas sem brotnaði við fætur Ragnars. Ragnar helti sér í kjölfarið yfir manninn, Loft Jens Magnússon (1979–), sem brást illur við og kýldi Ragnar í hálsinn. Við það féll Ragnar á gólfið og rak höfuðið í. Loftur yfirgaf staðinn en vinur hans náði honum og fékk hann með sér til baka. Lífgunartilraunir eiganda veitingastaðarins og síðan sjúkraliða og uppi á Landspítala báru ekki árangur. Slagæð hafði rifnað við höggið sem Loftur veitti Ragnari og blæddi mikið inn á höfuðkúpu Ragnars. Hann lést vegna mikillar blæðingar á milli heila og innri heilahimnu. Loftur var enn á staðnum, og mjög ölvaður, er lögreglan mætti á vettvang og var hann strax handtekinn. Hæstiréttur mat það svo að þó árás Lofts hafi verið hrottaleg og tilefnislaus hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hún gæti leitt Ragnar til dauða. Loftur var dæmdur til 3 ára fangelsisvistar fyrir manndrápið.[17]

15. maí 2005

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás í veislu
Staður Kópavogur
Fórnarlamb Víetnamskur maður
Gerandi ~33 ára víetnamskur maður
Dómur 16 ár
Phong Van Vu lést af völdum innvortis blæðinga í brjóstholi. Phong var stunginn í brjóstkassa og víðar með þeim afleiðingum að hnífurinn gekk inn í bæði lungu og lungnaslagæð og í gegnum þind hans. Phong og maður að nafni Phu Tién Nguyén (1972–) voru í veislu í Kópavogi og höfðu deilt í töluverðan tíma um hvor ætti að sýna hinum meiri virðingu sökum aldurs, en það er hefð í heimalandi þeirra að hinn yngri sýni hinum eldi meiri virðingu. Eftir þrálátar deilur á Phong að hafa veitt Phu höfuðhögg og Phu þá reiðst. Hann greip til hnífs sem hann hafði í vasa sínum og lagði til Phong. Vitni á staðnum sögðu að árásin hafi verið einbeitt og af ásetningi og töldu dómarar framburð Phu um að um sjálfsvörn væri að ræða ótrúverðuga. Phu réðst á Phong og veitti honum áverka á hálsi, handlegg, kvið og brjóstkassa sem leiddi hann til dauða. Vitni sem reyndi að stíga á milli hlaut stungusár við mjöðm af völdum Phu. Það tók töluverð átök að stoppa árás Phu, en þegar það hafði tekist reyndi Phu aftur að ráðast á Phong og leitaði að nýjum vopnum. Dómurum þótti Phu ekki eiga sér neinar málsbætur og var hann dæmdur til 16 ára fangelsisvistar af Hæstarétti þann 6. apríl 2006.[18]

14. ágúst 2005

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Herstöðin í Keflavík
Fórnarlamb ~20 ára kvenkyns bandarískur hermaður
Gerandi (Mögulega) ~21 árs bandarískur hermaður (sýknaður)
Dómur
Hermaðurinn Ashley Turner (1985–2005) fannst látin í kompu nálægt líkamsræktarstöð hermanna á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, en hún hafði verið falin þar. Miklir áverkar voru á líkama Turners en hún hafði einnig hlotið stungusár í hnakka sem talið er að hafi leitt hana til dauða. Herlögreglan handtók Calvin Eugene Hill (1984–) sem var talinn hafa ráðist á Turner á stigagangi í blokk á herstöðinni, en vitni lýstu vettvangi eins og sláturhúsi. Turner var enn á lífi er hún fannst en var úrskurðuð látin þegar komið var með hana á hersjúkrahús á Vellinum. Hill og Turner höfðu átt í deilum eftir að Hill hafði stolið greiðslukorti hennar ásamt öðrum hermanni og tekið út af því miklar fjárhæðir. Hill var enn að bíða niðurstöðu í því máli þegar morðið átti sér stað. Bandarískir sérfræðingar voru sendir til landsins til að rannsaka vettvang. Blóð úr Turner fannst á skóm Hill og átti hann yfir höfði sér lífstíðar- eða dauðadóm ef hann yrði fundinn sekur. Herinn tók að fullu við rannsókn málsins eftir að í ljós kom að engir Íslendingar tengdust málinu, og Hill var í kjölfarið fluttur á herstöð bandaríska hersins í Þýskalandi þar sem hann var áfram yfirheyrður. Hann neitaði sök allan tímann og var sýknaður af öllum kærum fyrir herrétti. Kom það varnarliðinu mjög á óvart þar sem allir höfðu talið óvéfengjanlegt að Hill væri morðinginn. Foreldrar Turners voru mjög ósáttir með meðferð málsins og gagnrýndu harðlega hve langan tíma rannsóknin tók. Einnig gagnrýndu þau það að Hill hafi verið leyft að búa í sama stigagangi og Turner þrátt fyrir að hann hafi stolið af henni háum fjárhæðum og hún átt að vitna gegn honum í því máli. Ef engin ný sönnunargögn koma upp sem benda á að einhver annar gæti verið morðingi Turners, eða gefa staðfestingu á sekt Hills, mun engum verða refsað fyrir morðið. Þó flestir telji ótvírætt að Hill sé morðingi Turners, virðist málið vera óupplýst.[19]

20. ágúst 2005

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Uppdópaður maður veitist að félaga sínum með hníf
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~20 ára maður
Gerandi Maður
Dómur 14½ ár
Bragi Halldórsson (1985–2005) fannst látinn í íbúð á Hverfisgötu að morgni menningarnætur 2005. Bragi var gestkomandi í íbúðinni en þar bjó Sigurður Freyr Kristmundsson, ásamt hjónum sem áttu íbúðina. Sigurður, Bragi og húsbóndinn sátu og töluðu saman við eldhúsborðið. Sigurður segist hafa gripið 14 cm flökunarhníf sem þarna var til þess að leggja áherslu á orð sín, en hann kvaðst ekki muna um hvað var rætt. Sigurður segir að hann og Bragi hafi staðið upp samtímis og hnífurinn í kjölfarið stungist í Braga. Vitni segja hins vegar að Bragi hafi setið kyrr og aðeins Sigurður hafi staðið upp. Einnig sagði finnskur réttarmeinafræðingur að töluverðu afli hefði þurft að beita til að stinga Braga á þennan hátt, en hnífurinn gekk í gegnum rússkinnsjakka Braga, skinn, brjósk, lifur og hjarta. Reynt var að bjarga Braga en honum blæddi út. Sigurður flúði vettvang en sneri fljótt aftur og var þá handtekinn af lögreglu. Í blóði hans fannst bæði amfetamín og kókaín, en Sigurður hafði neytt eiturlyfja marga daga í röð fyrir morðið, sem og drukkið áfengi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurð sakhæfan og til 14 ára og 6 mánaða fangelsisvistar fyrir morðið í febrúar 2006. Sigurður er sonur Kristmundar sem framdi morðið á Guðjóni Atla 1976.[20]

29. júlí 2007

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skotinn með riffli. Morðinginn svipti sig svo lífi.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~35 ára maður
Gerandi ~38 ára maður
Dómur
Stefán Jónsson (1972–2007) var skotinn til bana á Sæbraut í Reykjavík. Árásarmaðurinn, Tómas Björnsson (1969–2007), notaði tuttugu og tveggja kalibera tékkneskan riffill til verksins. Stefán náði að forða sér áður en árásarmaðurinn skyti aftur og var honum hleypt inn í sendiferðabíl. Ökumaður sendiferðabílsins tók svo eftir því að Stefán hreyfði sig ekki og keyrði hann að Laugardalslaug þar sem hann og starfsmenn laugarinnar reyndu að koma Stefáni aftur til lífs meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Stefán var úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu síðar. Árásarmaðurinn keyrði á Þingvelli þar sem hann svipti sig lífi með sama skotvopni. Skildi hann eftir bréf þar sem hann útskýrði gjörðir sínar. Tómas hafði myrt elskhuga fyrrum konu sinnar.[21]

7. október 2007

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Höfuðáverkar
Staður
Fórnarlamb ~44 ára maður
Gerandi Maður
Dómur 16 ár
Borgþór Gústafsson (1963–2007) lést eftir mikla höfuðáverka. Ákærði, Þórarinn Gíslason, neitaði sök og bar við minnisleysi sökum drykkju og lyfjaneyslu. Dómarar töldu sök Þórarins óvéfengjanlega og var Þórarinn í kjölfarið dæmdur í 16 ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. maí 2008.[22]

17. ágúst 2009

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Höfuðáverkar
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb ~31 árs maður
Gerandi ~31 árs maður
Dómur 16 ár
Bragi Friðþjófsson (1978–2009) lést eftir höfuðáverka af völdum Bjarka Freys Sigurgeirssonar (1978–2020) í herbergi Bjarka í Hafnarfirði. Bjarki játaði morðið að hluta og var dæmdur í 16 ára fangelsisvist af Héraðsdómi Reykjaness þann 30. nóvember 2009.[23]

2010 - 2019

[breyta | breyta frumkóða]

8. maí 2010

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Tilefnislaus líkamsárás.
Staður Reykjanesbær
Fórnarlamb ~53 ára maður
Gerandi ~31 árs maður
Dómur 16 ár
Haukur Sigurðsson (1957–2010) lést eftir mikla áverka sem Ellert Sævarsson (1979–) veitti honum. Ellert játaði á sig morðið en hann var bæði undir áhrifum áfengis og amfetamíns er morðið átti sér stað. Ellert mætti Hauki á göngu í Reykjanesbæ og taldi af einhverjum ástæðum að Haukur væri barnaníðingur. Haukur og Ellert þekktust ekki og var árásin að öllu tilefnislaus. Hann veittist að Hauki eftir einhver orðaskipti og barði, sparkaði í hann þar sem hann lá í jörðinni og að endingu kastaði hann hellustein sem hann fann í höfuð Hauks, með þeim afleiðingum að hann lést. Blaðberi fann lík Hauks og hringdi á lögreglu. Ellert var dæmdur í 16 ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness þann 27. september 2010.[24]

15. ágúst 2010

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás á heimili
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb ~37 ára framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu
Gerandi ~23 ára maður ástfanginn af kærustu hans
Dómur 16 ár
Hannes Þór Helgason (1973–2010) var stunginn til bana og játaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson (1987–) að hafa myrt Hannes og var hann dæmdur í 16 ára fangelsi af hæstarétti árið 2011. Málið tengdist kærustu Hannesar en Gunnar var ástfanginn af henni. Gunnar hafði árinu áður birt myndband af sér þar sem hann lýsti yfir eldheitri ást sinni á þessari kærustu Hannesar.[25]

14. nóvember 2010

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður gengur í skrokk á föður sínum.
Staður
Fórnarlamb 61 árs tónlistarmaður
Gerandi 31 árs sonur hans
Dómur 14 ár
Ólafur Þórðarson, tónlistarmaður, (1949–2011) varð fyrir líkamsárás þann 14. nóvember 2010 og lést af völdum þeirra áverka sem hann hlaut í árásinni þann 4. desember 2011. Ákærði, sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson (1979–2013) játaði að hafa veitt föður sínum áverkana sem leiddu til andláts Ólafs. Þorvarður, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, hlaut 14 ára fangelsisdóm í Héraðsdómi.[26][27]

12. maí 2011

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing
Staður Heiðmörk, nærri Reykjavík
Fórnarlamb ~21 árs kona
Gerandi 25 ára sambýlismaður hennar
Dómur Ósakhæfur
Þóra Elín Þorvaldsdóttir (1990–2011) var kyrkt af sambýlismanni sínum og barnsföður, Axel Eskfjörð Jóhannssyni, í Heiðmörk. Axel keyrði hana upp á Landspítalann eftir að hún lést og gaf sig fram. Hann var dæmdur ósakhæfur og var vistaður á réttargeðdeild.[28]

2. júlí 2011

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Móðir kyrkir nýfætt barn sitt og sker í andlit þess
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Nýfætt barn
Gerandi Litháensk kona
Dómur 2 ár
Agné Krataviciuté sögð hafa kyrkt nýfætt sveinbarn sitt þar til það lést á baðherbergi á Hót­el Frón. Barnið var líka með skurðáverka á andliti. Agné neitaði sök en var dæmd til 2 ára fangelsisvistar þann 28. mars 2012.[29]

14. júlí 2011

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður stunginn til bana á veitingastað
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~45 ára maður
Gerandi ~39 ára maður
Dómur 16 ár
Hilmar Þórir Ólafsson (1966–2011) var stunginn til bana á veitingastaðnum Monte Carlo í Reykjavík. Redouane Naoui (1972–) var sakfelldur fyrir morðið og var dæmdur í 16 ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. nóvember 2011.[30]

3. febrúar 2012

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb ~36 ára kona
Gerandi ~23 ára unnusti hennar
Dómur 16 ár
Þóra Eyjalín Gísladóttir (1976–2012) var stungin til bana í Hafnarfirði. Hlífar Vatnar Stefánsson (1989–), unnusti hinnar látnu, játaði á sig morðið og var dæmdur í 16 ára fangelsi af Hæstarétti þann 17. janúar 2013.[31]

17. mars 2013

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður hristir ungt barn sitt harkalega.
Staður
Fórnarlamb 5 mánaða stúlka
Gerandi Breskur faðir hennar
Dómur 5 ár
Scott James Carcary var sagður hafa hrist fimm mánaða gamla dóttur sína það harkalega að hún lést nokkrum tímum síðar. Scott neitar sök en var dæmdur í 5 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. apríl 2014.[32]

7. maí 2013

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Egilsstaðir
Fórnarlamb ~60 ára maður
Gerandi ~25 ára maður
Dómur 16 ár
Karl Jónsson (1953–2013) stunginn til bana á heimili sínu á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar Friðriksson (1988–) var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið af Héraðsdómi Austurlands þann 23. október 2013. Hæstiréttur staðfesti þann dóm þann 18. júní 2014.[33]

27. september 2014

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kyrking
Staður Reykjavík
Fórnarlamb 26 ára kona
Gerandi 29 ára pólskur eiginmaður hennar
Dómur
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru fyrir manndráp á hendur 29 ára gömlum karlmanni, Mariusz Brozio (1985– ). Hann er sakaður um að hafa orðið 26 ára eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum þann 27. september 2014. Maðurinn er talinn hafa banað henni með því að þrengja að öndunarvegi hennar.[34][35]

14. febrúar 2015

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb ~41 árs maður
Gerandi Pólsk kona
Dómur 16 ár
Danuta Kaliszewska stakk sambýlismann sinn til bana á heimili þeirra. Hún var dæmd í 16 ára fangelsi. Hún neitaði sök.[36]

2. október 2015

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kyrking
Staður Akranes
Fórnarlamb Maður
Gerandi Maður
Dómur 16 ár
Maður játaði að hafa sett hendur um háls manns á Akranesi og hert að. Hann hefur einnig játað að hafa sett reim um háls mannsins og hert.[37][38]

október 2015

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Mennirnir bjuggu báðir í búsettukjarna fyrir geðfatlaða
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Maður
Gerandi Maður
Dómur
Maður fannst myrtur við Miklubraut. Grunaður maður var handtekinn.[39] Maðurinn sem dó og sá sem ákærður var fyrir manndráp bjuggu í búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Hringbraut[40]


13. apríl 2016

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig
Staður Akranes
Fórnarlamb 54 ára rússnesk kona
Gerandi Íslenskur eiginmaður hennar
Dómur
Guðmundur Valur Óskarsson skaut eiginkonu sína til bana á Akranesi og framdi því næst sjálfsmorð.[41] Konan hét Nadezda Edda Tarasova og var rússnesk. Hún var 54 ára en Guðmundur var á sjötugsaldri og hafði glímt við langvarandi veikindi.[42]

14. janúar 2017

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Grænlenskur sjómaður tekur stúlku upp í bíl sinni niðri í miðbæ Reykjavíkur og kastar henni út í sjó á Suðurlandi.
Staður Suðurland
Fórnarlamb 20 ára kona
Gerandi 30 ára grænlenskur sjómaður
Dómur 19 ár
Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjöru við Selvogsvita þann 22. janúar eftir að hafa verið týnd í rúma viku. 2 menn, grænlenskir sjómenn af togaranum Polar Nanoq, voru grunaðir um verknaðinn og sátu í haldi. Síðar beindist grunurinn að öðrum mannanna, Thomasi Möller Olsen sem situr í haldi. Hann neitar enn sök. Blóðblettir úr Birnu fundust meðal annars í bíl sem hann tók á leigu og öryggismyndavélar í Reykjavík og Hafnarfirði náðu myndum af bílnum. Olsen fékk 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið og fíkniefnainnflutning. Honum til refsiþyngdar var metið að hann hafi reynt að afvegaleiða lögreglu og varpa sök á félaga sinn.[43]

7. júní 2017

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Árásin er talin hafa tengst handrukkun
Staður Mosfellsdalur, Mosfellsbær
Fórnarlamb Maður
Gerandi Tveir menn
Dómur 6 ár
Arnar Jónsson Aspar lést við árás að Æsustöðum í Mosfellsdal. Árásin er talin hafa tengst handrukkun. Sex voru handtekin, fimm karlar og ein kona. [44]

21. september 2017

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Líkamsárás
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Kona frá Lettlandi
Gerandi Hælisleitandi frá Jemen
Dómur 16 ár
Erlend kona á fimmtugsaldri varð fyrir líkamsárás að kvöldi til á Hagamel 18. Hún varð úrskurðuð látin á Landspítalanum. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar var erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn var Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu.[45] Maðurinn var hælisleitandi frá Jemen en konan, Sanita Brauna, frá Lettlandi.[46] Maðurinn, Khaled Cairo, hafði slegið Sanitu með glerflöskum og slökkvitæki. Hann kvaðst vera ósáttur að hún hafi verið í tygjum við blökkumann. Cairo hegðaði sér undarlega í samskiptum við lögreglu og í dómssal. Hann var þó ekki metinn ósakhæfur eða siðblindur og var dæmdur í 16 ára fangelsi.[47]

3. desember 2017

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás um nótt
Staður Reykjavík
Fórnarlamb 20 ára albanskur maður
Gerandi 25 ára Íslendingur
Dómur 17 ár
Tveir albanskir karlmenn voru stungnir af íslenskum karlmanni á þrítugsaldri á Austurvelli um miðja nótt í kjölfar slagsmála. Annar maðurinn lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi.[48] Gerandinn Dagur Hoe Sigurjónsson (1992– ) var ákærður fyrir að bana hinum albanska Klevis Sula (1997–2017) á Austurvelli í byrjun desember 2017. Samkvæmt ákærunni stakk hann Sula fjórum sinnum. Dagur var jafnframt ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa við sama tilefni stungið annan albanskan mann þrisvar þannig að sá hlaut meðal annars slagæðablæðingu.[49] Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi.[50]

31. mars 2018

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður banar bróður sínum í Árnessýslu
Staður Suðurland
Fórnarlamb 65 ára maður
Gerandi Bróðir hins látna
Dómur 7 ár, síðar lengt í 14 ár
Ragnar Lýðsson (24. nóvember 1952–31. mars 2018) fannst látinn á bænum Gýgjarhóli II í Árnessýslu. Þrír bræður voru á staðnum er atvik átti sér stað. Valur Lýðsson, bróðir Ragnars og ábúandi á bænum tilkynnti um andlátið. Frásögn hans af hvernig á andlátið bar til þótti ótrúverðug og í framhaldinu var hann grunaður um manndráp. Þriðja bróðurnum var sleppt að lokinni skýrslutöku, hann var sofandi þegar umrædd átók áttu sér stað. Ummerki voru um átök á vettvangi og bráðabirgðakrufning leiddi í ljós að áverkar á líkinu hafi orðið Ragnari að bana.[51]


8. desember 2019

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Manni hrint af svölum.
Staður Úlfarsárdalur
Fórnarlamb Litáskur karlmaður á fimmtugsaldri
Gerandi Litáskur karlmaður á sextugsaldri [52]
Dómur Sýknaður
Litáskur maður á fimmtugsaldri fannst látinn fyrir utan fjölbýlishús í Grafarholti. Arturas Leimontas er sagður hafa ráðist á mannin og kastað honum svo framm af svölum íbúðarinnar með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar. Arturas neitaði sök en var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi en var síðar sýknaður í Landsrétti. Landsréttur hélt því framm að einginn vitni gætu staðfest það sem Arturas var gefið að sök og að gögn úr réttarmeinafræði rannsókn málsins stæðust ekki.[53]

2020 - 2029

[breyta | breyta frumkóða]

28. mars 2020

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kona fannst látin á heimili sínu.
Staður Sandgerði
Fórnarlamb Kona á sextugsaldri
Gerandi Maður á sextugsaldri, sambýlismaður konunnar

[54]

Dómur 14 ár
Björg Ástríðardóttir (1968–2020) fannst látin á heimili sínu í Sandgerði þar sem hún bjó með eiginmanni sínum. Ragnar Sigurður Jónsson (1965– ) eiginmaður Bjargar var handtekinn 4 dögum síðar grunaður um að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar þar til hún lést. Ragnar bar við minnisleysi sökum drykkju en var dæmdur í 14 ára fangelsi í júní 2021.[55]

6. apríl 2020

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Sonur réðst á móður og stjúpföður með hnífi
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb Móðir geranda
Gerandi Maður á þrítugsaldri

[56]

Dómur Fellt niður vegna andláts geranda.
Maður á þrítugsaldri veittist að móður sinni og sambýlismanni hennar með hníf með þeim afleiðingum að móðir mannsins lést. Hann stakk móður sína tvíveigis og veitti sambýlismanni hennnar stungusár á höku og á handlegg[57]. Maðurinn svipti sig lífi á réttargeðdeild Landspítalans á jóladag 2020 og var málið fellt niður.[58]

25. júní 2020

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður kveikti í húsi á Bræðraborgarstíg
Staður Reykjavík
Fórnarlamb 3 Pólverjar
Gerandi Maður á sjötugsaldri

[59]

Dómur ósakhæfur
3 Pólverjar létu lífið og 4 slösuðust eftir íkeikju á Bræðraborgarstíg. Marek Moszczynski var handtekinn skömmu síðar við rússnenska sendiráðið grunaður um íkveikjuna. Marek hafði sýnt undarlega hegðun dagana fyrir íkveikjuna og var dæmdur ósakhæfur í Landsrétti og gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.[60]

13. febrúar 2021

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Morð í austur-Reykjavík, skotið á mann fyrir utan heimili hans í Rauðagerði.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Maður á fertugsaldri
Gerandi 4 einstaklingar.
Dómur 3, 4, 10, 16 ár
Armando Beqiri (1988–2021) var skotinn níu sinnum fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Angjelin Sterkaj (1986–) játaði að hafa banað Armando. Claudia Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada, Shpetim Qerimi voru einnig gert að sök samverknað í morðinu á Armando. Murat er sagður hafa vísað Claudiu á tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún sat fyrir og gerði Angjelin viðvart um ferðir Armandos þetta kvöld. Shpetim Qerimi var sakaður um að hafa ekið Angjelin að heimili Armando. Angjelin var dæmdur í 16 ára fanglesi og voru Claudia, Murat og Shepetim sýknuð í héraðsdómi. Landsréttur þyngdi dóminn töluvert og dæmdi Angjelin í 20 ára fanglesi og samverkamenn hanns í 14 ára fangelsi. Hæstaréttur mildaði dóminn og var Angjelin dæmdur í 16 ár, Claudia í 3 ár, Murat í 4 ár og Shpetim í 10 ár. Hæstiréttur sagði Landsrétt hafa skortið lagalega heimild í dómsúrskurð sínum. Á tímabili sátu 9 einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er þetta ein umfangsmesta rannsókn í sögu lögreglunnar í seinnitíð.[61]

4. júní 2022

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður fannst látinn fyrir utan heimili sitt í Barðavogi í Reykjavík.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Maður á fimmtugsaldri.
Gerandi Maður á þrítugsaldri.
Dómur 16 ár[62]
Gylfi Bergmann Heimisson (1975–2022) fannst látin fyrir utan heimili sitt í Barðavogi. Nágranni Gylfa, Magnús Aron Magnússon (2001–) játaði á sig verknaðinn. Gylfi er sagður hafa bankað uppi hjá Magnúsi í ris íbúð þar sem Magnús bjó með Móður sinni sem lá þá inni á sjúkrahúsi. Ætlaði Gylfi þá að ræða við Magnús eftir að hann sló til annars nágranna kvöldið áður. Magnús er þá sagður hafa hrint Gylfa og átök brotist út í stiganum frá risinu. Átökinn bárust út á malarplan fyrir framan húsið þar sem Magnús ítrekað sparkaði og kýldi Gylfa með þeim afleiðingum að hann lést. Magnús var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi.[63]

21. ágúst 2022

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Tveir látast eftir skotárás, árásarmaður og fórnarlamb.
Staður Blönduós
Fórnarlamb Kona
Gerandi Maður í kringum þrítugt
Dómur Sonur hjónanna var ekki ákærður og málið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar.
Eva Hrund Pét­urs­dótt­ir (1969–2022) var skotin til bana á heimili sínu á Blönduósi og Kári Kárason, eiginnmaður Evu, særðist einnig alvarlega[64]. Árásar maðurinn Brynjar Þór Scheel Guðmundsson (1986–2022)[65] fannst einnig látinn á vettvangi. Brynjar fór inn um ólæstar dyr á heimili hjónana vopnaður afsagaðri haglabyssu og veiðihníf, Þegar Brynjar varð var við að gestir væru í húsinu séri hann aftur út og Kári á eftir honum. Orðaskipti urðu á milli Kára og Brynjars sem enduðu með því að Brynjar skaut Kára í kviðinn. Því næst snéri Brynjar aftur inn í húsið og skaut Evu í höfuðið þar sem hún stóð inni í stofu. Þegar Brynjar var að endurhlaða byssuna náði sonur hjónana sem var gestkomandi í húsinu að afvopna Brynjar og yfirbuga hann með þeim afleiðingum að hann lést út frá súrefnisskorti. Lögregla hafði áður haft afskipti af Brynjari vegna hótana í garð hjónanna. Sonur hjónanna var ekki ákærður og málið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar.[66]

3. október 2022

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður var stunginn til bana í heimahúsi á Ólafsfirði. Fjórir voru handteknir og þrír settir í gæsluvarðhald.[67] Maðurinn var stunginn í síðuna tvisvar með hníf og blæddi út. [68]
Staður Ólafsfjörður
Fórnarlamb Tómas Waagfjörð, 47 ára
Gerandi Steinþór Einarsson, 37 ára
Dómur 8 ár [69]

20. apríl 2023

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Pólskur maður var stunginn til bana á bílaplani í Hafnarfirði. Fjögur ungmenni voru handtekin. Einn játaði.
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb Bartolomiej Kamil Bielenda, 27 ára
Gerandi 19 ára karlmaður [70]
Dómur 12 ár


27. apríl 2023

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Konu ráðinn bani í heimahúsi
Staður Selfoss
Fórnarlamb Sofia Sarmite Kolesnikova, 28 ára
Gerandi Karlmaður [71]
Dómur Gerandi lést erlendis áður en hann hlaut dóm. [72]

17. júní 2023

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður var stunginn til bana í Hafnarfirði. Meðleigjandi hans var handtekinn. Báðir pólskir. [73]
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb Jaroslaw Stanislaw Kaminski, 46 ára
Gerandi Maciej Jakub Tali[74]
Dómur 16 ár[75]

24. júní 2023

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður lést eftir líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.[76]
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Karolis Zelenkauskas, 25 ára
Gerandi Maður á þrítugsaldri
Dómur


21. september 2023

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður fannst látinn á heimili sínu með fjölda áverka. Sambýliskona hans var handtekin, grunuð um verknaðinn. [77]

Upptökur fundust á síma konunnar sem sýndu pyntingar hennar á manninum. [78]

Staður Bátavogur, Reykjavík
Fórnarlamb Maður á sextugsaldri
Gerandi Kona á fimmtugsaldri, Dagbjört Rúnarsdóttir
Dómur 10 ár [79]

31. janúar

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Móðir banar barni í Kópavogi [80] Hún kæfði barnið með kodda og gerði atlögu að eldri bróður þess. [81]
Staður Kópavogur
Fórnarlamb 6 ára drengur
Gerandi Kona
Dómur
Stutt lýsing Manni banað í sumarhúsi. Tveir litháenskir karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morðið.
Staður Kiðjaberg
Fórnarlamb Maður á fertugsaldri
Gerandi Óvitað
Dómur


Stutt lýsing Kona fannst látin í heimahúsi. Grunur um saknæmt athæfi. [82]
Staður Akureyri
Fórnarlamb Kona um fimmtugt
Gerandi Karlmaður á sjötugsaldri
Dómur

22. ágúst

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hjón fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað. Grunur um saknæmt athæfi. [83]
Staður Neskaupstaður
Fórnarlömb Hjón á áttræðisaldri
Gerandi Karlmaður
Dómur

24. ágúst

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Stúlka lést af sárum sínum eftir stunguárás.[84]
Staður Miðbær Reykjavíkur
Fórnarlamb 17 ára stúlka
Gerandi 16 ára strákur
Dómur

15. september

[breyta | breyta frumkóða]

Faðir myrti 10 ára dóttur [85]

23. október

[breyta | breyta frumkóða]

Fertugur maður grunaður um morð á móður sinni. [86]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Fjögurra mánaða fangelsiÁkvað að fyrirfara sér við rúmstokk föður sínsÁkæruvaldið gegn Þórði Braga Jónssyni
  2. Dómur í máli Rúnars Bjarka Ríkharðssonar22 ára karlmaður dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð, nauðganir og líkamsárás
  3. Dómur í máli Ásgeirs Inga Ásgeirssonar[óvirkur tengill]Sýknu er krafist á grundvelli vafaatriða
  4. Dómur í máli Bergþóru GuðmundsdótturKona dæmd fyrir að kyrkja mann: 14 ára fangelsi
  5. Dómur í máli ákæruvaldsins gegn Atla HelgasyniDæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp
  6. Morðið við Bakkasel: Ástæða liggur ekki fyrirMorðrannsókn miðar velÁkærður fyrir manndrápHrottafengin og langvinn atlagaÁfram í öryggisgæslu á Sogni
  7. Fíkill framdi morð á leið heim úr innbrotiMaður handtekinn grunaður um morðiðDæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð
  8. Dæmd í átta ára fangelsi fyrir manndráp
  9. „Fréttablaðið - 81. tölublað (30.04.2002) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. júní 2023.
  10. „Morgunblaðið - 305. tölublað (31.12.2002) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21. júní 2023.
  11. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3472193 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/10/02/domur_thyngdur_yfir_monnum_sem_urdu_manni_ad_bana_i/
  12. Dómur í máli Steins StefánssonarHörð átök og blóð upp um veggiManndrápsmálið á KlapparstígGæðlæknar ósammála um sakhæfiEinnig vandamál á ÍslandiSýknaður af ákæru um manndráp
  13. Dæma móður á HagamelSagðist frekar drepa börnin en láta þau frá sérMan ekki eftir að hafa banað dóttur sinniGuðný Hödd Hildardóttir
  14. Sextán ára fangelsi fyrir morð; grein í Fréttablaðinu 2005
  15. Dómur í máli Magnúsar EinarssonarDæmdur í ellefu ára fangelsi
  16. Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsay Hæstaréttardómur yfir Ramsay[óvirkur tengill]
  17. Ákæruvaldið gegn Lofti Jens MagnússyniÞriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki
  18. Dómur í máli Phu Tién Nguyén Sextán ár fyrir manndráp Sextán ár fyrir manndráp Fékk sextán ára dóm fyrir hnífstunguárás Ákærður fyrir að drepa mann með hnífsstungum
  19. Vitnið reyndi að komast undanStungusár var á hnakkaUng varnarliðskona stungin til banaBandarískir sérfræðingar komnirFer fyrir herréttValið í kviðdóm fyrir réttarhöldVerjendur segja galla vera á rannsóknGæti verið dæmdur til dauða fyrir morðEngum refsað fyrir morðið
  20. Rak flökunarhníf beint í hjartastaðDæmdur til 14 1/2 árs fangelsisvistarJátaði á sig morð við HverfisgötuÞegar fíkniefnaneysla leiðir til morðs
  21. Horfði á morðingjann hlaða riffilinn aftur og forðaði sérMyrti elskhuga fyrrverandi konu sinnar og svipti sig svo lífi
  22. Dómur í máli Þórarins Gíslasonar[óvirkur tengill]
  23. Dómur í máli Bjarka Freys Sigurgeirssonar[óvirkur tengill]Bjarki Freyr fékk 16 ár
  24. Dómur í máli Ellerts Sævarssonar[óvirkur tengill]SuðurnesjamorðiðJátaði manndráp fyrir dómiMorðið í Reykjanesbæ Geymt 21 júní 2010 í Wayback Machine
  25. Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi 2011
  26. https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926–11e5-80c6-005056bc6a40&id=bf9a216d-3c7e-430f-8b87-aa0c0ddc7c6c[óvirkur tengill]
  27. http://www.visir.is/g/2011111209593
  28. Dómur í máli Axels Jóhannssonar[óvirkur tengill]Axel Jóhannsson leiddur fyrir dómara Geymt 24 júní 2016 í Wayback Machine
  29. Dómur í máli Agné Krataviciuté[óvirkur tengill]
  30. Dómur í máli Redouane Naoui[óvirkur tengill]
  31. Dómur í máli Hlífars Vatnars Stefánssonar[óvirkur tengill]
  32. Dómur í máli Scott James Carcary[óvirkur tengill]
  33. Dómur í máli Friðriks Brynjars Friðrikssonar[óvirkur tengill][www.mbl.is/frettir/innlent/2014/06/18/stadfestir_16_ara_fangelsisdom/ Staðfestir 16 ára fangelsisdóm]
  34. http://www.visir.is/g/2015150229693
  35. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. desember 2015. Sótt 6. desember 2018.
  36. http://www.visir.is/manndrap-i-hafnarfirdi--daemd-i-16-ara-fangelsi/article/2015150719954
  37. http://www.ruv.is/frett/jatar-ad-hafa-hert-ad-halsi-manns-med-reim
  38. [1] Gunnar Örn í 16 ára fangelsi fyrir morð (RÚV 27.10.2016)
  39. Manndráp við Miklubraut Skoðað 19. janúar 2016.
  40. [2] Ákærður fyrir manndráp á Hringbraut (Vísir 25. janúar 2016)
  41. http://www.visir.is/myrti-konu-sina-og-svipti-sig-sidan-lifi/article/2016160419531
  42. http://www.visir.is/nofn-hjonanna-sem-fundust-latin-a-akranesi/article/2016160419344
  43. Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Vísir skoðað 29 sept. 2017.
  44. Tveir hinna handteknu voru dæmdir í febrúar Rúv, skoðað 8. júní 2017.
  45. Manndráp á Melunum Vísir, skoðað 22. september 2017.
  46. Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Vísir, skoðað 29. sept. 2017.
  47. Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Vísir, skoðað 18. apríl, 2018.
  48. Látinn eftir hnífsstunguárás á Austurvelli Rúv, skoðað 9. des. 2017.
  49. http://www.ruv.is/frett/akaerdur-fyrir-mord-og-manndrapstilraun
  50. Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi Vísir, skoðað 16. júlí 2018
  51. Bróðirinn grunaður um manndráp Rúv, skoðað 3. apríl, 2018.
  52. Ákærður fyrir morð með því að kasta manni fram af svölumVísir, skoðað 9 sept 2020
  53. „Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði - Vísir“. visir.is. 18. júní 2021. Sótt 25. júní 2023.
  54. Gæsluvarðhald framlengt...Rúv, skoðað 20. apríl 2020
  55. „„Hvernig af­hendirðu lík fyrir mis­tök?" - Vísir“. visir.is. 4. nóvember 2022. Sótt 25. júní 2023.
  56. Morðið í Hafnarfirði...Vísir, skoðað 15. apríl 2020
  57. „Háskalegur akstur og hættuleg árás á samvisku grunaðs morðingja - Vísir“. visir.is. 21. september 2020. Sótt 25. júní 2023.
  58. „Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða - Vísir“. visir.is. 1. maí 2021. Sótt 25. júní 2023.
  59. [bruninn-a-braedraborgarstig-talinn-manndrap-af-asetningi Bruninn á Bræðraborgastíg talinn manndráp af ásetningi]Vísir, skoðað 25. júlí 2020
  60. „Dómur stað­festur í Bræðra­borgar­stígs­málinu - Vísir“. visir.is. 6. október 2022. Sótt 26. júní 2023.
  61. „Dómar í Rauða­gerðis­málinu mildaðir veru­lega - Vísir“. visir.is. 21. júní 2023. Sótt 25. júní 2023.
  62. Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barða­vogs­málinu Vísir, sótt 27/4 2023
  63. „Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barða­vogs­málinu - Vísir“. visir.is. 27. apríl 2023. Sótt 25. júní 2023.
  64. „Nöfn hjónanna sem urðu fyrir árásinni“. www.mbl.is. Sótt 26. júní 2023.
  65. „Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi - Vísir“. visir.is. 9. mars 2022. Sótt 26. júní 2023.
  66. „Rann­sókn lög­reglu á Blöndu­ósi lokið: Tók lög­regluna 26 mínútur að mæta á staðinn - Vísir“. visir.is. 2. október 2023. Sótt 26. júní 2023.
  67. Stunginn til bana með eggvopni á Ólafsfirði RÚV, sótt 3. okt. 2022
  68. Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Vísir, sótt 22. september 2023
  69. 8 ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði 9. janúar 2024, Rúv.is
  70. Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Vísir, sótt 24/4 2023
  71. [3] Vísir sótt 18/6 2023
  72. Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sara (10. september 2024). „Maður sem er grunaður um að hafa banað konu á Selfossi er látinn - RÚV.is“. RÚV. Sótt 16. september 2024.
  73. Meðleigjandi hins látna grunaður um árásina Rúv, 18/6 2013
  74. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/12/06/maciej_daemdur_i_sextan_ara_fangelsi/
  75. Örlygsdóttir, Urður; Gunnarsson, Freyr Gígja (6. desember 2023). „Dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að stinga meðleigjanda sinn til bana - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26. mars 2024.
  76. „Látinn eftir líkamsárás í miðborginni - Vísir“. visir.is. 24. júní 2023. Sótt 25. júní 2023.
  77. Dauður smáhundur á vettvangi morðsins í Bátavog Rvv, 3/10 2023
  78. Virðist hafa pyntað manninn til dauða 9. janúar 2024, Rúv.is
  79. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/25/dagbjort_daemd_i_10_ara_fangelsi_fyrir_likamsaras/
  80. Lögreglu grunar að móðir drengsins, umsækjandi um alþjóðlega vernd, hafi ráðið honum bana Rúv, sótt 2. feb. 2024
  81. Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Vísir, 3. maí 2024
  82. Grunaður að hafa ráðið konu sinni bana Vísir, 23/4 2024
  83. [ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-23-andlat-i-neskaupstad-komin-er-allgod-mynd-af-thvi-sem-gerdist-420291 Andlát í Neskaupstað, komin er allgóð mynd af því sem gerðist] Rúv, 23/8 2024
  84. Stúlkan lést af sárum sínum Vísir 31/8 2024
  85. [4]
  86. [5]