Spjall:Morð á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég á svolítið bágt með þennan lista. Ég þykist vita að hann er engan veginn tæmandi. Svo hvað er það sem ræður því að þessi morð sé á listanum en önnur ekki. Hér myndi hjálpa ef höfundurinn myndi geta þess hvaðan hann hefur listann. Ef þetta er mat höfundarins sjálfs á því hvaða morð teljist sérstaklega markverð yrði hann helst að gera grein fyrir því á hverju hann byggir það.

Svo er með óljóst hvað það þýði að a) Guðmundur Einarsson og b) Geirfinnur Einarsson séu kölluð ósönnuð mál. Þau hafa vissulega verið mjög umdeild og eru enn, en engu að síður var fólk dæmt í dómstóli fyrir að hafa myrt þá, þannig að það telst þá eiginlega sannað, eða hvað? Koettur (spjall) 3. nóvember 2012 kl. 20:59 (UTC)

Jæja, ég geng þá í að taka út guðmundar og geirfinnsmálin sem ósönnuð mál. Koettur (spjall) 28. nóvember 2012 kl. 15:54 (UTC)

Líkfundur vs ekkert lík[breyta frumkóða]

Held að þessi listi ætti að vera tæmandi. Hvert einasta morðmál er merkilegt einhverja hluta vegna. En lámaarkið til þess að mál teljist morð mál er að lík sé til staðar og utan að komandi áverkar séu af manna völdum og megi ekki rekja til slys. Góðulagi að setja inn óupplýst morð mál svo fremi að lík sé til staðar og áverkar sem eru þess eðlis að vera saknæmir. Hinsvegar er ég sammála því að Hæpið sé að setja inn Guðmundar og Geirfinsmál meðan enginn lík eru til staðar og engar staðfestinar um að þeir hafi verið drepnir. Hinsvegar held ég að það ætti að stofa Lista yfir manshvörf á Íslandi og telja upp þar öll óupplýst mannshvörf.

Meira efni?[breyta frumkóða]

Er þetta allt komið inn? Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár (Þarna neðst er fjallað um nokkur mál) --89.160.147.231 10. júlí 2015 kl. 16:36 (UTC)

Hvenær telst ástæða til að bæta á þennan lista?[breyta frumkóða]

Þetta er Listi yfir morð og morðmál á Íslandi. Þegar mál er svo nýtt að ekki er vitað nema lítið um málið og ekki einusinni fullvíst að um morðmál sé að ræða, er það ekki of fljótt að setja það inn á þennan lista? Ætti nokkuð að fara inn á þennan lista fyrr en búið er að dæma í viðkomandi máli og dómurinn kallar málsatvik Morð? Er fólk ekki bara grunað þangað til og ætti að fá að njóta vafans, sama sem að engin er sekur fyrr en sekt hanns er sönnuð? Sett inn af því tilefni að strax eftir frétt um hugsanlegt morð er það komið inn á listann nær samdægurs, er það ekki of fljótt. Bragi H (spjall) 23. október 2015 kl. 11:56 (UTC)

Eftirfarandi morðmál vantar[breyta frumkóða]

Björn Stefánsson varð fyrir fólskulegri líkamsárás við höfnina í Reykjavík í júní 1963 sem að dróg hann að lokum til dauða. Sjá grein http://www.visir.is/g/2013131129684

Þetta er orðin of löng síða og getur ekki flokkast undir „lista“ lengur[breyta frumkóða]

Þetta er orðin of löng síða og getur ekki flokkast undir „lista“ lengur. Það þarf að brjóta hana upp með einhverjum hætti og að eftir standi bara „Listi“ með tenglum í greinar um einstök mál. Hún er NR 3. á kerfissíðunni yfir of langar greinar, 131.579 bæti. Viðmið ensku wp til viðmiðunar er að flagga rauðu flaggi þegar grein er orðin meira en 50.000 bæti. Bragi H (spjall) 16. febrúar 2018 kl. 20:33 (UTC)

Búa til undirsíður þá? Berserkur (spjall) 16. febrúar 2018 kl. 21:10 (UTC)
Já, heyrðu, það má fara að gera eitthvað í þessu.Berserkur (spjall) 3. apríl 2018 kl. 16:48 (UTC)
Ég lét vera af því, það má sjálfsagt laga þessa síðu eitthvað, búa til inngang og lappa upp á tölfræði o.fl.Berserkur (spjall) 3. apríl 2018 kl. 17:12 (UTC)
Jæja, nú er búið að lengja síðuna aftur. Snyrtilegt, en hún gæti samt verið of löng og ég myndi vilja umræðu um breytingu á síðunni þar sem hún hafði verið brotin upp í mismunandi síður einmitt vegna lengdarinnar

Berserkur (spjall) 5. desember 2018 kl. 22:43 (UTC)

Endursameiningin – Lengsta tafla í heimi[breyta frumkóða]

Jæja, nú tók ég saman morðlistana aftur og setti í töflu þar sem ekki var hægt að fá yfirlit yfir morðin án þess að lesa allt heila klabbið. Morðin eru bara 111 talsins og koma ágætlega út í svona stuttri töflu.

Þetta er hinsvegar orðin lengsta greinin á allri síðunni, 190kB, lengri en hinn alræmdi Listi yfir Fílalagsþætti, vegna þess að hún geymir enn áfram allra gríðarlöngu skýringarnar á morðunum.

Það eru tvær ástæður til að kljúfa greinar:

  • Vera ekki yfirþyrmandi fyrir lesanda og veita lesanda betra yfirlit
  • Vera ekki yfirþyrmandi fyrir tölvur, hvort sem netþjóna eða hægar einkatölvur

Klofningurinn niður á aldir veitti jú betra yfirlit þegar þetta var allt á löngu textaformi, en mér þykir það ekki gilda fyrir þessa stuttu töflu. Núverandi framsetning er (vona ég) ekki yfirþyrmandi fyrir lesanda og veitir ágætt yfirlit.

Þá væri hin ástæðan að vera ekki yfirþyrmandi fyrir tölvur. Á ensku wiki eru 2.000+ síður sem eru 200kB+. Fæst tæki eiga erfitt með svona töflu. Eina vandamálið með þetta er að VisualEditor á það til að hökta.

Það sem mér þætti sniðugast að gerðist við þessa grein væri: 1) hnitmiðaðri framsetning á sumum löngu skýringunum 2) gerð sér greina um sum morðin.

Þið segið samt til og ég klýf þetta aftur niður.

Þjarkur (spjall) 5. desember 2018 kl. 23:27 (UTC)


Obbosí, í ljós kemur að [Sýna/Fela] er ekki hluti af CSS skjalinu fyrir farsíma-vafra, sjá hér. Þar fer nú planið mitt út um þúfur. Er einhver með tillögu um hvernig ég gæti sett fram þessa töflu á skýrari hátt fyrir farsímanotendur?

Ég þarf greinilega að búta töfluna niður aftur (eða sleppa töflu), en mögulega er einhver öðruvísi yfirlitstafla sem ég gæti sett inn á aðalsíðuna.

Þjarkur (spjall) 6. desember 2018 kl. 00:11 (UTC)


Mögulega fengist svipað gott yfirlit með að skella bara yfirlitslista fyrir framan lýsingarnar, og sleppa töflu:

Hvað skeði: Innbrotsþjófur gengur í skrokk á húsráðanda
Dags: 30. nóvember 1947
Staðsetning: Reykjavík
Fórnarlamb: 41 árs maður
Gerandi: 19 ára drengur
Dómur: 16 ár
Lýsing: blablabla

Þjarkur (spjall) 6. desember 2018 kl. 00:48 (UTC)

Klofið á ný[breyta frumkóða]

Fyrrverandi útgáfan hjá mér hentaði mjög illa fyrir farsímanotendur og því sýni ég nú einfaldari töflu með tilvísunum í löngu listana.

Töflurnar á löngu listunum eru ekki sérstaklega fallegar, en þær gefa þó betra yfirlit en einvörðungu texti. Er opinn fyrir öllum tillögum um betri framsetningu á listunum.

Þjarkur (spjall) 6. desember 2018 kl. 22:09 (UTC)