Mannshvörf á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mannshvarf er skilgreint samkvæmt alþjóðalögum sem atvik þar sem einstaklingur hverfur, með óútskýrðum hætti. Lögreglan fær reglulega tilkynningar um horfna einstaklinga. Þegar lögreglan hefur eftirgrennslan að þessum einstaklingum, koma þeir í leitirnar yfirleitt 1-2 sólarhringum eftir að tilkynning berst. Í einhverjum tilfellum ber eftirgrennslan ekki árangur. Ef horfinn einstaklingur finnst ekki eftir tiltekinn tíma þá er leit hætt og málið kólnar niður. Talað er um kalt mál ef einstaklingur hefur verið horfinn í meira en þrjá mánuði. Kalt mannshvarf er skilgreint þannig að ekki sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að viðkomandi sé á lífi, ekki sé hægt að staðfesta með óhyggjandi hætti hver urðu örlög viðkomandi og hvar hann var síðast staðsettur. Ástæður mannshvarfa eru misjafnar. Þau geta borið að þannig að einstaklingur lætur sig hverfa, í lengri eða skemmri tíma. Þau geta einnig komið til vegna slysa eða sjálfsvíga og verða þau þá með þeim hætti að einstaklingur fellur í sjó, vatn eða gjótu. Þá geta mannshvörf einnig stafað af mannavöldum og hafa að minnsta kosti fimm óupplýst mannshvörf verið rannsökuð sem manndrápsmál á Íslandi. Þá hafa tvö mál sem upphaflega voru rannsökuð sem mannhvarfsmál verið upplýst sem manndrápsmál.

Íslendingar horfnir hérlendis[breyta | breyta frumkóða]

 • Sveinfríður Einarsdóttir, horfin, á vordögum 1930, sást síðast á Sauðárkróki.
 • Sveinbjörn Jakobsson, horfinn, 9. október 1930, sást síðast í Reykjavík.
 • Gunnlaugur Ólafsson Arnfeild, horfinn 23. mars 1932, sást síðast á Akureyri.
 • Þorsteinn Þorsteinsson, horfinn 3. maí 1932, sást síðast á Akureyri.
 • Kristjana Anna Eggertsdóttir, hvarf 20. ágúst 1932, 38 ára að aldri, er hún ferðaðist með Brúarfossi ásamt eiginmanni sínum, Sigurmundi Sigurðssyni, lækni í Flatey. Hafði hún ætlað að ganga snöggvast úr káetunni, sem þau hjónin höfðu í skipinu, og er lækninn tók að lengja eftir henni, fór hann að grennslast um hvar hún mundi vera. Fannst hún þá hvergi í skipinu og enginn af skipverjum varð var við það að hún kæmi upp á þilfar.[1][2]
 • Sigurlaugur Sigfinnsson, horfinn 23. desember 1932, sást síðast í Hafnarfirði, nákvæm síðasta staðsetning ekki vituð.
 • Þorleifur Jónatansson, horfinn 12. október 1938, sást síðast á bæ sínum í Eyjafjarðarsveit.
 • Tryggvi Júlíus Guðmundsson, horfinn 22. maí 1939, sást síðast á Akureyri.
 • Runólfur Kristberg Einarsson, horfinn 19. júní 1941. Fór í fylgd með öðrum krökkum frá bænum Dalalandi í Vopnafirði til að færa föður sínum og öðrum vinnumönnum miðdegiskaffi þar sem þeir voru að vinna nokkuð langt frá bænum að hlaða og gera við reiðgötur uppi í fjalli, yfir í næsta dal. Þegar börnin voru á bakaleið vildi Runólfur snúa aftur til föður síns en komst aldrei á leiðarenda. Leit að honum stóð yfir í þrjár vikur, fengin var flugvél til að fljúga yfir svæðið ásamt sérstökum leitarhundum en án árangurs. Hann var 3 ára að aldri og bróðir Geirfinns Einarsonar sem hvarf árið 1974.[3]
 • Gísli Jóhannsson, horfinn 21. nóvember 1943, sást síðast á Akureyri.
 • Hannes Pálsson, horfinn 4. janúar 1945. Fór að heiman frá sér um morguninn áleiðis til vinnu sinnar á Bifreiðaverkstæði Egils Vilhjálmssonar en kom aldrei þangað.[4][5]
 • Baldur Guðmundsson, skrifstofumaður frá Seyðisfirði, hvarf 1. febrúar 1945.[4] Lík hans fannst þremur mánuðum seinna við trébryggju vestan við Ægisgarð.[6]
 • Jón Sigurðsson, 50 ára fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Djúpavogi, hvarf 5. mars 1945 í Reykjavík.[4] Var hann kominn í bæinn til að kaupa sér hús og setjast að ásamt fjölskyldu sinni. Var hann þriðji maðurinn sem hvarf í Reykjavík á stuttum tíma.[7] Lík hans fannst tveimur mánuðum seinna við hafnargarðinn er liggur austur frá Örfirisey. Tveir drengir fundu líkið, þar sem það var skorðað í urðinni við garðinn. Enginn áverki var á líkinu og fötin óskemmd.[8]
 • Baldvin Baldvinsson, horfinn 16. maí 1946, sást síðast á Akureyri.
 • Árni Ólafsson, horfinn 19. desember 1946, sást síðast á Akureyri.
 • Pétur Einarsson, horfinn 27. júní 1947, sást síðast á Seyðisfirði.
 • Ragnar Guðmundsson, horfinn 4. mars 1948, Sást síðast á Borgarfirði.
 • Matthías Ásgeir Pálsson, horfinn 17. maí 1950, Sást síðast á Flateyri.
 • Garðar Gunnar Þorsteinsson, horfinn 10. júní 1950, Sást síðast í Reykjavík.
 • Svavar Þórðarsson, horfinn 14. apríl 1951, Sást síðast í Reykjavík.
 • Vilhjálmur Guðmundsson, horfinn 10. október 1952, sást síðast í Reykjavík
 • Magnús Guðmundsson, horfinn 10. september 1953, sást síðast í Reykjavík
 • Magnús Pétur Ottósson, horfinn 19. október 1955, sást síðast í Reykjavík.
 • Pétur Guðmundsson, horfinn 15. desember 1956, sást síðast í Reykjavík.
 • Jón Ólafsson, horfinn 30. janúar 1956, sást síðast í Keflavík.
 • Jón Erlendsson, horfinn 30. janúar 1956, sást síðast í Keflavík.
 • Lárus Stefánsson, horfinn 21. apríl 1957, Sást síðast í Sandgerði.
 • Vilhjálmur Guðmundsson, horfinn 27. september 1961, sást síðast í Vestmanneyjum.
 • Bárður Einarsson, horfinn 30. desember 1963, sást síðast í Kópavogi.
 • Jörgen Viggósson, horfinn 28. júlí 1963, sást síðast í Reykjavík.
 • Kristinn Ólafsson, horfinn 28. júlí 1963, sást síðast í Reykjavík.
 • Jónatan Árnason, horfinn 23. maí 1964, sást síðast í Vestmannaeyjum.[9] Við leit að Jónatan fórst einn leitarmaður.
 • Magnús Teitsson (fæddur Max Robert Henrich Keil í Þýskalandi), horfinn 30. nóvember 1968. Sást síðast á leið sinni frá Sæbóli til Kópavogs. Bifreið hans fannst fyrir utan heimili hans og voru lyklar bifreiðarinnar í læsingu bílstjórahurðarinnar.[10]
 • Kristjón Ágústson Tromberg, saknað 24. nóvember 1969. Sást síðast í Reykjavík.[11]
 • Viktor Bernharð Hansen, horfinn, 17. október 1970. Sást síðast í Bláfjöllum á rjúpnaveiðum. Var búsetur í Reykjavík.[12][13]
 • Jón Reykjalín Valdimarsson, horfinn, 13. nóvember 1970, sást síðast Keflavík.
 • Sverrir Kristinsson, 22 ára háskólanemi, sást síðast að kvöldi 26. mars 1972 er hann yfirgaf herbergi sitt á Nýja Garði, heimavist Háskóla Íslands, í fylgd með óþekktum mönnum.[10]
 • Erlendur Guðlaugur Jónsson, horfinn 1. janúar 1973, sást síðast í Siglufirði.
 • Kristinn Isfeld, horfinn 18. febrúar 1973, sást síðast í Reykjavík.
 • Einar Vigfússon, horfinn 6. september 1973, sást síðast í Reykjavík.
 • Guðmundur Einarson, horfinn 27. janúar 1974, sást síðast Fyrir utan Alþýðuhúsið í Hafnarfirði. Hvarf Guðmundar var talið hafa borið að með saknæmum hætti, 5 menn voru dæmdir fyrir að hafa banað Guðmundi, árið 1980. Mennirnir voru dæmdir af ósekju og málið því tekið upp mörgum árum seinna og 5 menningarnir hreinsaðir af fyrri dómum. Guðmundar- og Geirfinnsmál Guðmundur og Geirfinnur voru ekki venslaðir.
 • Reynir Dagbjartson, horfinn 6. febrúar 1974. Sást síðast í Lundareykjadal.
 • Bjarni Matthías Sigurðsson, 79 ára trésmíður, hvarf 25. ágúst 1974 er hann var í berjamó skammt frá Hólahólum á Snæfellsnesi með dóttur sinni og tengdarsyni. Fór á undan samferðafólki sínu í átt að bíl þeirra sem lagt var skammt við þjóðveginn en var hvergi sjáanlegur þegar þau komu um 15 mínútum seinna. Sporhundur rakti slóð Bjarna frá þeim stað er þau höfðu lagt bifreið sinni og upp á aðalveginn. Hrúga af berjum fannst við vegarkant skömmu frá þeim stað þar sem Bjarni sást síðast.[14]
 • Geirfinnur Einarsson, horfinn 19. nóvember 1974. Sást síðast fara á fund við ókunnugan mann frá heimili sínu í Keflavík. Fundurinn var talinn tengjast með spíra viðskipti, 5 menn voru dæmdir fyrir að hafa banað Geirfinni, árið 1980. Mennirnir voru dæmdir af ósekju og málið því tekið upp mörgum árum seinna og 5 menningarnir hreinsaðir af fyrri dómum. Guðmundar- og Geirfinnsmál. Guðmundur og Geirfinnur voru ekki venslaðir. Geirfinnur átti hinsvegar eldri bróðir Runólf að nafni sem hvarf árið 1941, þá barn að aldri.
 • Sigurður Þórir Ágústsson, horfinn 5. febrúar 1975, sást síðast fyrir utan vita á Reykjanesi.
 • Þórarinn Gestsson, horfinn 8. febrúar 1976, Horfinn sást síðast á Selfossi.
 • Guðlaugur Guðmundsson, horfinn 25. nóvember 1976. Sást síðast í Reykjavík.
 • Sturla Valgarðson, horfinn 29. maí 1977. Sást síðast á Blönduósi.
 • Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri á Ísafirði, hvarf 26. október 1982 í grennd við Súgandafjörð með flugvél sinni, TF-MAO. Skipverjar á vélbátnum Þrym BA 7 urðu vélarinnar varir kl 07:40 um morguninn þegar hún kom hratt úr norðri, flaug lágt rétt hjá þeim og sendi frá sér tvö rauð neyðarblys. Vélin hélt áfram þangað til hún hvarf sjónum þeirra en bátar sem staddir voru sunnar urðu hennar ekki varir. Talið var að vélin hefði hafnað í sjónum. Leit hófst þegar í stað en aðstæður voru erfiðar, 6-7 vindstig og leiðindasjór, og skilaði hún ekki árangri.[15][16] Í febrúar 1983 fékk togarinn Harðbakur brak úr flugvélinni í vörpuna.[17]
 • Jón Ólafsson, fæddur 1940, hvarf á aðfangadag 1987 og var talinn hafa fallið í Sogið. Líkamsleifar fundust 3. október 1994 en ekki var borið kennsl á þær fyrr en í janúar 2020.[18]
 • Valgeir Víðisson, horfinn 19. júní 1994. Sterkur grunur var um að honum hefði verið ráðinn bani þá um nóttina.[10]
 • Óskar Halldórsson og Júlíus Karlsson, 14 og 15 ára drengir, hurfu sporlaust þann 24. janúar 1994 í Keflavík. Voru úrskurðaðir látnir þremur árum eftir að þeir hurfu.[19]
 • Matthías Þórarinsson. Saknað í desember 2010. Sást síðast í eftirlitsmyndavél á Selfossi skömmu fyrir jól. Húsbíll hans, sem hann bjó í, fannst brunninn til kaldra kola við rætur Esju í janúar 2011.[20]
 • Hörður Björnsson, horfinn 14.október 2015. Hörður sást síðast á Laugarásvegi og var hann 25 ára þegar hann hvarf.[21][22]
 • Sean Aloysius Marius Bradley er fæddur 22. apríl 1957 og hvarf sumarið 2018. Í júní ætlaði hann að hitta vinkonu en mætti ekki og heyrðist ekki frá honum meira hérlendis. Það síðasta sem heyrðist frá honum var á samfélagsmiðlum frá Spáni þar sem hann sagðist vera komin í búddaklaustur að stunda íhugun og að það ætti að láta hann í friði. Vinum hans fannst það skrýtið þar sem Sean var mjög flughræddur, hann var einnig með gigt þannig hann gat aðeins gengið stuttar vegalengdir. Lögreglan á Suðurlandi og hjá Interpol lýsti eftir honum 23. mars 2019.[23]
 • Rima Grunskyté Feliksasdóttir, horfin 20. desember 2019. Bíll hennar fannst á bílastæði við Dyrhólaey og var hún talin hafa fallið í sjóinn.[24]
 • Sigurður Kort Hafsteinsson, horfin 17. febrúar 2022. Sigurður sást síðan í vesturbæ Kópavogs. Hann var 65 ára þegar að hann hvarf.

Íslendingar horfnir erlendis[breyta | breyta frumkóða]

 • Jón Þórður Sveinsson, horfinn 1. nóvember 1929 í Grimsby í Englandi. Var háseti á togaranum Belgaum.[25]
 • Friðjón Friðriksson, horfinn 30. janúar 1930. Var háseti á flutningaskipinu Vestra sem lá við bryggju í hafnarborginni Oporto á Portúgal.[26]
 • Gísli Ásmundsson, hvarf 18. janúar 1930 í Hull í Englandi. Var sjómaður á togaranum Sviða.[27]
 • Hjörtur Bjarnasson, hvarf 26. febrúar 1951 í Aberdeen í Skotlandi. Var sjómaður á vélbátnum Víkingi frá Seyðisfirði.[28]
 • Ragna Esther Sigurðardóttir Gavin, hvarf árið 1952 í Bandaríkjunum, 23 ára að aldri. Giftist í stríðslok í Reykjavík bandarískum hermanni, Emerson Lawrence Gavin. Þau eignuðust tvö börn en skildu í kjölfar mikils ofbeldis sem Larry beitti eiginkonu sína. Var hann talinn hafa ráðið henni bana.[29] Í janúar 2012 tók lögreglan í Portland í Oregon aftur upp málið.[30][31] Árið 2012 var talið eftir rannsókn að Ragna hefði breytt nafni sínu í Radna E. Íshólm, af ótta við sinn fyrri eiginmann, og gifst aftur. Hún lést árið 2002 af lungnakrabba.[32][33]
 • Halldór Halldórsson, 62 ára, sást síðast að kvöldi 1. apríl 1959 í úthverfi Vancouver í Kanada er hann fór frá nágranna sínum með þeim orðum að hann vissi nú loks hver hefði myrt dóttur sína og að hann ætlaði í borgina að gera eitthvað í þeim málum.[34]
 • Jón Gunnar Pétursson, 20 ára háseti á togaranum Skúla Magnússyni sem var í höfn í Cuxhaven í Þýskalandi. Fór með tveimur skipsfélögum sínum í bæinn 6. febrúar 1965 en varð viðskila við þá og skilaði sér ekki aftur til skips.[35]
 • Solveig Magnúsdóttir, horfin 19. september 1982, Brussel, Belgíu. Lík hennar fannst við járnbrautarteina 22. september 1982.[36]
 • Halldór Heimir Ísleifsson, 25 námsmaður sem stundaði hagfræðinám við North Texas University vorið 1988 þegar hann brá sér í frí til Kaliforníu. Stuttu seinna, þann 14. mars 1988, hringdi hann í skólafélaga sína í Texas og bað þá um að senda sér fé fyrir flugfarseðli til baka þar sem bifreið hans hefði verið stolið auk allra skilríkja sem í henni voru. Þegar ekkert heyrðist hins vegar frá Halldóri í kjölfarið var lögreglu tilkynnt um hvarf hans. Bifreið Halldórs fannst síðar í smábæ skammt frá landamærum Mexíkó. Þegar leit bar ekki árangur var Halldór úrskurðaður látinn.[37] Halldór kom fram í október 2000 er hann hafði samband við fjölskyldu sína aftur en að sögn hafði hann búið og unnið í Texas síðustu 12 árin.[38]
 • Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, báðir 27 ára að aldri, hurfu 18. október 1988 er þeir voru á niðurleið af fjallinu Pumori í Nepal. Líkamsleifar þeirra fundust í nóvember 2018.[39]
 • Ari Kristinn Gunnarsson, hvarf 6. október 1991 á niðurleið af fjallinu Pumori í Nepal. Talið var að hann hafi lent í snjóflóði og fallið í sprungu. Var vanur fjallgöngumaður sem áður hafði klifið Mont Blanc.[40]
 • Haukur Hilmarsson, horfinn 24. febrúar 2018, í stríðsátökum í Afrín, Sýrlandi. Líkamsleifar hafa ekki fundist eða fengist afhentar.[41]

Útlendingar horfnir hérlendis[breyta | breyta frumkóða]

 • Fjórir bandarískir hermenn týndust 16. maí 1952 eftir að Grumman Albatross björgunarflugvél þeirra brotlenti á Gígjökli, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli. Einn lést í brotlendingunni en hinir fundust ekki við flakið.[42] Spor lágu frá slysstaðnum og norður á skriðjökulinn. Árið 1964 fundust líkamsleifar eins mannanna ásamt giftingarhring úr gulli á jöklinum.[43] Líkamsleifar hinna þriggja fundust á jöklinum 20. ágúst 1966.[44][45]
 • Antony Posser og Ian Harrison, breskir háskólanemar sem hurfu á Öræfajökli 8. júní 1953 í miklu óveðri.[46] Leifar af búnaði þeirra fundust í júlí 2006. Þrátt fyrir leit í kjölfarið fundust líkamsleifar þeirra ekki.[47]
 • Elisabeth Bahr Ingólfsson, Þjóðverji. Horfin á Seltjarnarnesi 14. desember 1965, búsett hérlendis og var gift íslenskum manni og átti með honum þrjú börn.[10]
 • Bernhard Journet, franskur, horfinn 12. maí 1969, sást síðast í Vestmanneyjum. Nákvæm síðasta staðsetning ekki vituð.[48]
 • Willy Petersen, Færeyingur, horfinn 4. september 1974. Sást síðast í Reykjavík. Hvarf Willy var ekki tilkynnt sérstaklega til lögreglu.[49]
 • Giuseppe Mirto, hvarf 13. september 1994 við Gullfoss. Var ásamt fleirum í skoðunarferð en skilaði sér ekki aftur í rútuna og var talið að hann hafi fallið í fossinn.[50][51]
 • Michael Leduc, 19 ára franskur ferðamaður er hvarf í kringum 6. september 1997. Sást síðast við Hvolsvöll. Leitarmenn miðuðust við að hann hafi gengið inn Fljótshlíð og ætlað að vaða Markarfljót til að komast í Þórsmörk.[52]
 • Davide Paita, 33 ára ítalskur ferðamaður sem ætlaði að ganga frá Grenivík út á Látraströnd 10. ágúst 2002. Fékk að geyma farangur sinn í sundlauginni á Grenivík og hugðist koma aftur í síðasta lagi 13. ágúst en skilaði sér ekki. Víðtæk leit bar engan árangur.[53]
 • Matthias Hin og Thomas Grundt, Þjóðverjar, týndust á Svínafellsjökli árið 2007. Tjöld mannanna fundust ofarlega á jöklinum við leit í ágúst 2007.[54] Árið 2010, komu tveir leiðsögumenn Íslenskra fjallaleiðsögumanna auga á klifurlínu sem talin var vera frá Þjóðverjunum í 1.700 metra hæð á jöklinum. Línan var skorðuð í sprungu á milli steina og lágu endarnir niður í snjóinn í bröttu gilinu.[55]
 • Christian Mathias Markus, 34 ára þýskur ferðamaður, sást síðast 18. september 2014 er hann yfirgaf hótelið í Breiðavík. Bíll hans fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg 23. september.[56]
 • Artur Jarmoszko, frá Póllandi, horfinn 1. maí 2017. Sást síðast í miðborg Reykjavíkur 28. febrúar. Líkamsleifar hans komu í veiðarfæri í Faxaflóa við Snæfellsnes í febrúar 2018.[57]
 • Andris Kalvan, frá Lettlandi, horfinn 30. desember 2019. Var talinn hafa villst í fjallgöngu á Heydal í Hnappadal. Bíll Andris fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Í bílnum fannst fjallgöngubúnaður hans. Fannst látinn 4. júlí 2020 í Haffjarðardal. [58]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Dagbók". Morgunblaðið. 23. ágúst 1932. Skoðað 30. desember 2018.
 2. „Fréttir". Tíminn. 3. september 1932. Skoðað 30. desember 2018.
 3. Erla Hlynsdóttir 30. mars 2011, „Þetta var skelfilegt mál". Vísir.is. Skoðað 29. desember 2018.
 4. 4,0 4,1 4,2 „Einn maðurinn horfinn enn". Morgunblaðið. 10. mars 1945. Skoðað 30. desember 2018.
 5. „Lýst eftir manni". Tíminn. 16. janúar 1945. Skoðað 30. desember 2018.
 6. „Lík Baldurs Guðmundssonar fundið". Þjóðviljinn. 5. maí 1945. Skoðað 30. desember 2018.
 7. „Þriðji maðurinn hverfur í Reykjavík á stuttum tíma". Alþýðublaðið. 10. mars 1945. Skoðað 30. desember 2018.
 8. „Lík Jóns Sigurðssonar fundið". Þjóðviljinn. 13. maí 1945. Skoðað 30. desember 2018.
 9. „Maður hverfur". Framsóknarblaðið. 27. maí 1964. Skoðað 29. desember 2018.
 10. 10,0 10,1 10,2 10,3 Kristín Clausen 25. júlí 2017, „Fimm óupplýst mannshvörf á Íslandi". Dagblaðið Vísir. Skoðað 29. desember 2018.
 11. „Víðtæk leit að Kristján Tromberg". Morgunblaðið. 4. desember 1969. Skoðað 29. desember 2018.
 12. „Ófundinn þrátt fyrir umfangsmikla leit". Morgunblaðið. 20. október 1970. Skoðað 29. desember 2018.
 13. „Engin spor eftir rjúpnaskyttuna þrátt fyrir mikla leit í 2 daga". Tíminn. 20. október 1970. Skoðað 29. desember 2018.
 14. „Bjarni Matthías Sigurðsson – 25. ágúst 1974". Dagblaðið Vísir. 21. júlí 2017. Skoðað 29. desember 2018.
 15. „Sendi upp tvö neyðarblys og hvarf síðan". Tíminn. 27. október 1982. Skoðað 23. janúar 2020.
 16. „Vélin hvarf í sortann og við sáum ekki hvar hún lenti". Morgunblaðið. 27. október 1982. Skoðað 23. janúar 2020.
 17. „Brak finnst úr TF MAO". Tíminn. 9. febrúar 1983. Skoðað 23. janúar 2020.
 18. „Kennsl bor­in á höfuðkúpu frá ár­inu 1994“. mbl.is. Sótt 23. janúar 2020.
 19. „Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum". Vísir.is. 13. janúar 2013. Skoðað 30. desember 2018.
 20. Erla Hlynsdóttir 30. mars 2011, „Matthías enn týndur: Mamma hans heldur í vonina". Vísir.is. Skoðað 29. desember 2018.
 21. „Hörður enn ófundinn heilu ári síðar - Vísir“. visir.is. Sótt 11. mars 2019.
 22. „Leita að manni sem vill ekki finnast - Vísir“. visir.is. Sótt 11. mars 2019.
 23. „Dular­fullt hvarf fiðlu­leikara Sin­fóníu­hjóm­sveitar Ís­lands“. www.frettabladid.is . Sótt 22. júní 2021.
 24. „Ekkert ákveðið um frekari leit að Andris og Rimu". RÚV. 13. janúar 2020. Skoðað 23. janúar 2020.
 25. „Sjómaður týnist á Grimsby". Morgunblaðið. 5. nóvember 1929. Skoðað 29. desember 2018.
 26. „Íslendingur hverfur í Portúgal". Morgunblaðið. 8. febrúar 1930. Skoðað 29. desember 2018.
 27. „Íslenzkur sjómaður hverfur í Hull". Nýja dagblaðið. 23. janúar 1938. Skoðað 29. Desember 2018.
 28. „Sjómaður týnist". Þjóðviljinn. 28. mars 1951. Skoðað 29. desember 2018.
 29. „Fengu litla hjálp við leitina". RÚV. 27. desember 2011. Skoðað 30. desember 2018.
 30. Anne Saker 4. janúar 2012, „The War Bride: Portland police assign missing-persons detective to search for Esther Gavin". The Oregonian. Skoðað 30. desember 2018.
 31. „Lögregla rannsakar hvarf Estherar". RÚV. 4. janúar 2012. Skoðað 30. desember 2018.
 32. „Ragna Esther líklega fundin". RÚV. 1. september 2012. Skoðað 30. desember 2018.
 33. Anne Saker 25. desember 2011, „The War Bride: The disappearance of Esther Gavin becomes a family legacy". The Oregonian. Skoðað 30. desember 2018.
 34. „Íslendingur hverfur". Lögberg-Heimskringla. 31. mars 1960. Skoðað 29. Desember 2018.
 35. „Sjómaður týndist í Cuxhaven". Morgunblaðið. 19. febrúar 1965. Skoðað 30. desember 2018.
 36. „Solveig Magnúsdóttir - Minningarorð". Morgunblaðið. 29. September 1982. Skoðað 29. Desember 2018.
 37. „Hvarf í Kaliforníu". Dagblaðið Vísir. 1. nóvember 2000. Skoðað 30. Desember 2018.
 38. „Týndur í tólf ár". Dagblaðið Vísir. 10. arpríl 2015. Skoðað 30. Desember 2018.
 39. Arnar Þór Ingólfsson og Guðrún Hálfdánardóttir 11. nóvember 2018, „Þorsteinn og Kristinn fundnir eftir 30 ár". Morgunblaðið. Skoðað 29. desember 2018.
 40. Þórdís Arnljótsdóttir 13. nóvember 2018, „Einn Íslendingur enn ófundinn á Pumori". RÚV. Skoðað 29. desember 2018.
 41. Heimir Már Pétursson 8. nóvember 2018, „Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson". Vísir.is. Skoðað 30. desember 2018.
 42. „Ameríska björgunarflugvélin fannst uppi á Eyjafjallajökli í gær". Alþýðublaðið. 20. maí 1952. Skoðað 30. desember 2018.
 43. „Fundu leifar af mannslíkama á Eyjafjallajökli". Alþýðublaðið. 26. maí 1964. Skoðað 30. desember 2018.
 44. „Þrjú lík bandarískra flugmanna fundust uppi á Eyjafjallajökli". Tíminn. 22. ágúst 1966. Skoðað 30. desember 2018.
 45. „Lík bandarískra flugmanna finnast á Eyjafjallajökli". Þjóðviljinn. 22. ágúst 1966. Skoðað 30. desember 2018.
 46. „Þeir hurfu sporlaust í stormi og regni á auðnum Vatnajökuls". Tíminn. 29. ágúst 1953.: 1, 7. Skoðað 29. desember 2018.
 47. „Leifar af búnaði manna sem fórust árið 1953 fundust á Skaftafellsjökli". Morgunblaðið. 13. júlí 2006. Skoðað 29. Desember 2018.
 48. Kristjón Kormákur Guðjónsson 9. ágúst 2018, „Kom hann til Íslands til að deyja? „Lögreglan kom til pabba með þetta dót, úrið hans og fleiri smáhluti“". Dagblaðið Vísir. Skoðað 29. Desember 2018.
 49. „Rannsakar mannshvörf upp á eigin spýtur". Vísir.is. 10. febrúar 2018. Skoðað 29. Desember 2018.
 50. „Óttast að hann hafi fallið í fossinn". Morgunblaðið. 14. september 1994. Skoðað 29. Desember 2018.
 51. „Leit enn árang-urslaus". Morgunblaðið. 15. september 1994. Skoðað 29. Desember 2018.
 52. „Leitinni líklega hætt". Morgunblaðið. 1. október 1997. Skoðað 29. Desember 2018.
 53. „Án árangurs". Morgunblaðið. 17. ágúst 2002. Skoðað 30. Desember 2018.
 54. „Mennirnir taldir af". Morgunblaðið. 27. ágúst 2007. Skoðað 29. Desember 2018.
 55. „Leitað en ekki alltaf fundið". Morgunblaðið. 23. júní 2014. Skoðað 29. Desember 2018.
 56. „Þjóðverja leitað við Látrabjarg". Fréttablaðið. 24. september 2014. Skoðað 29. Desember 2018.
 57. „Líkamsleifarnar af Arturi". Morgunblaðið. 25. maí 2018. Skoðað 29. desember 2018.
 58. „Fundu fjallgöngubúnað Andris í bílnum". Vísir.is. 3. janúar 2020. Skoðað 23. janúar 2020.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]