Fara í innihald

Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999.

1970 - 1979

[breyta | breyta frumkóða]

24. mars 1971

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Seyðisfjörður
Fórnarlamb ~38 ára kona
Gerandi ~41 árs lögreglumaður
Dómur Ósakhæfur
(Theodóra) Kolbrún Ásgeirsdóttir (1933–1971) fannst látin á tröppunum fyrir framan heimili sitt á Seyðisfirði, en hún hafði verið stungin mörgum stungum uns hún lést. Tvö börn hennar fundu hana og var lögregla strax kölluð til. Er hana bar að garði gekk maður Kolbrúnar, Valgarður Frímann Jóhannsson (1930–2002) tollstjóri og lögreglumaður, á móti þeim, nakinn og blóðugur. Ekki fékkst hann til að segja neitt sem vit var í, en hann hafði áður verið greindur geðveikur. Við yfirheyrslur gerði hann sér ekki grein fyrir því að kona hans var látin og bað um að henni yrðu send skilaboð. Að lokum virtist hann þó átta sig á því sem gerst hafði og játaði að hafa orðið Kolbrúnu að bana. Hins vegar var játning hans mjög ruglingsleg og Valgarður var ekki raunveruleikatengdur. Var hann að lokum dæmdur ósakhæfur og til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.[1]

28. janúar 1973

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Skotárás
Staður Höfn í Hornafirði
Fórnarlamb ~33 ára maður
Gerandi ~41 árs félagi hans
Dómur 9 ár
Stefán Egilsson (1940–1973) skotinn til bana með haglabyssu á Höfn í Hornafirði. Stefán hafði setið við drykkju heima hjá félaga sínum, Guðna Óskarssyni (1931–1995), er morðið átti sér stað. Guðni sagði sjálfur að þeir félagar höfðu farið að rífast sem endaði með því að Guðni henti Stefáni út. Eftir það náði Guðni í haglabyssu í hans eigu og skaut tveimur skotum. Annað skotið hæfði Stefán í brjóstið og varð honum að bana. Guðni hlaut 9 ára dóm fyrir morðið.[2]

26. desember 1973

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~65 ára kona
Gerandi ~41 árs sonur hennar
Dómur Ósakhæfur
Ólafía Jónsdóttir (1908–1973) fannst látin á heimili sínu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Systir hennar hafði komið í heimsókn og fann þá Ólafíu látna. Sonur Ólafíu, Guðmundur Arnar Sigurjónsson (1932–1992) sagði þá móðursystur sinni að hann hafði framið voðaverkið og kallaði hún strax á lögreglu. Opnaði Guðmundur sjálfur fyrir lögreglunni er hún mætti á vettvang, lýsti yfir ábyrgð sinni og bað um að vera sendur á Kleppsspítala. Ólafía hafði verið stungin bæði í bak og brjóst og skorin á háls. Guðmundur var færður í gæsluvarðhald til yfirheyrslu. Hann bjó hjá móður sinni á þessum tímapunkti en hafði oft verið vistaður á Kleppi. Guðmundur var greindur geðveikur, en hann hafði ekki verið heill á geði er hann réðst á móður sína. Hann var í kjölfarið dæmdur ósakhæfur og til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.[3]

4. september 1974

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hálstak
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~74 ára maður
Gerandi
Dómur
Daníel Símonarson (1900–1974) fannst látinn á heimili sínu á Vesturgötu í Reykjavík. Hafði verið hert að háls hans svo blóð streymdi niður í lungu, en einnig höfðu hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann því ekki getað varist árásinni. Nágrannakona Daníels fann hann og hringdi á lögregluna. 36 ára gamall karlmaður var handtekinn í kjölfarið en ekki fengust heimildir um hvernig dæmt var í þessu máli.[4]

25. október 1974

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~28 ára maður
Gerandi ~35 ára kona
Dómur Ósakhæf
Jóhannes Þorvaldsson (1946–1974) fannst nær dauða en lífi á heimili kunningjakonu sinnar á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Jóhannes hafði hlotið áverka eftir hníf, en hann hafði verið skorinn á háls og stunginn fyrir ofan bæði vinstra viðbein og vinstra herðarblað. Skurðurinn á hálsi hans var grunnur og langur, en úr honum blæddi mikið. Jóhannes lést nokkru síðar á sjúkrahúsi. Kunningjakona Jóhannesar, Munda Pálín Enoksdóttir (1939–2005), fannst inni í herbergi í húsinu, alblóðug og með töluverða áverka. Sonur Mundu og vinur hans höfðu komið á Suðurlandsbrautina í þann mund sem árásin átti sér stað. Sonur Mundu sá hana grípa brauðhníf og hlaupa inn í herbergi. Hann elti hana þangað og varð vitni að því þegar hún skar Jóhannes á háls. Réðst þá drengurinn á móður sína og afvopnaði hana. Drengirnir yfirgáfu báðir húsið til að reyna að ná sambandi við lögreglu og sjúkrabíl, en enginn sími var í húsi Mundu. Þegar sonur hennar kom aftur sá hann hvar Jóhannes var kominn inn í eldhúsið, máttfarinn og meðvitundarlítill. Þá réðst Munda aftur á Jóhannes með vasahníf og litlum skærum og stakk hann. Sonur hennar hentist þá að henni, hrinti henni í gólfið og veitti henni þó nokkur högg. Áverkarnir sem voru á Mundu voru eftir son hennar. Við yfirheyrslu viðurkenndi Munda að hafa ráðist á Jóhannes með tveimur hnífum og skærum. Hún hafði áður sætt geðrannsókn og verið vistuð á geðdeild, en hún hafði tvisvar verið kærð fyrir að ráðast að fólki með eggvopni. Viðurkenndi Munda einnig að hafa stungið Jóhannes í handlegg hans sumarið áður. Munda var dæmd ósakhæf og gert að sæta ótímabundinni öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.[5]

9. nóvember 1974

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Slagsmál fyrir utan skemmtistað
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~20 ára maður
Gerandi Ekki vitað
Dómur Enginn ákærður
Benedikt G. Jónsson (1954–1974) fannst meðvitundarlaus fyrir utan Þórskaffi í Reykjavík eftir átök sem þar áttu sér stað. Benedikt var strax færður á sjúkrahús en var látinn er þangað var komið. Slagsmál höfðu brotist út fyrir utan skemmtistaðinn sem enduðu með því að Benedikt lá í jörðinni. Hins vegar fundust engir áverkar á líkama hans og rannsókn málsins leiddi ekki til neinnar ákæru. Mál þetta er enn óupplýst.[6]

8. desember 1974

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~57 ára maður
Gerandi ~35 ára mállaus og heyrnarlaus maður
Dómur Ósakhæfur
Friðmar Sædal (1917–1974) fannst stunginn til bana á heimili félaga síns í Reykjavík. Félaginn, Björgvin Óskarsson (1923–1994), var illa særður eftir stungusár. Á staðnum var einnig Kristján Kristjánsson (1939–?) sem lögreglan handtók er hún mætti á vettvang. Kristján var samvinnufús og játaði á sig morðið og árásina á Björgvin, en hann var bæði mállaus og heyrnarlaus. Friðmar var með 8-9 stungusár en Björgvin hafði verið stunginn 4 sinnum í bringu og kvið. Kristján var dæmdur ósakhæfur og gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun.[7]

14. maí 1975

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsstunga í kjölfar slagsmála
Staður Ólafsvík
Fórnarlamb ~37 ára maður
Gerandi ~19 ára drengur
Dómur 5½ ár
Rafn Svavarsson (1938–1975) fannst látinn í verbúð í Ólafsvík. Höfðu hann og ungur maður, (Sigurgeir) Einar Karlsson (1956–) lent í átökum, en Einar hafði sýnt Rafni bankabók sína sem hann hafði safnað pening inn á. Sagði Einar að Rafn hafi þá tekið af honum bankabókina og sagt að hann fengi hana ekki aftur. Einar náði þó bókinni af Rafni, þó Rafn væri mun stærri í vexti og sterkari. Varð Rafn þá illur og kýldi Einar í síðuna. Við það greip Einar hníf og ógnaði Rafni. Rafn stökk þá á Einar sem bar hnífinn fyrir sig. Mörg stungusár voru á líki Rafns, en honum blæddi til dauða. Einar kvaðst ekki vita hve oft eða hvar hann stakk Rafn og sagði að hann hafði stungið manninn í sjálfsvörn, fullur ótta og geðshræringar. Sjálfsvörn var ekki tekin til greina við kvaðningu dómsins en tekið var þó mið af aðstæðum og mögulegum ótta Einars. Hæstiréttur dæmdi hann til 5 ára og 6 mánaða fangelsisvistar fyrir verknaðinn.[8]

8. júlí 1975

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Líkfundur
Staður Reykjavík
Fórnarlamb Ekki vitað
Gerandi Ekki vitað
Dómur
Beinagrind af óþekktum karlmanni fannst þegar hópur barna voru að grafa innan um leifar gamals hernaðarmannvirkis skammt frá Faxaskjóli í Reykjavík, lögreglan rannsakaði líkfundinn sem hugsanlegt sakamál. Mold var rutt yfir rústir braggahverfis sem áður stóð við Faxaskjól árið 1955 og var talið líklegt að beinin hefðu verið grafin þar skömmu eftir það. Beindist rannsókn lögreglu þá að þeim óupplýstu mannshvörfum sem að átt höfðu sér stað á 6. áratugnum en lögreglunni virðist ekki hafa tekist að finna beina tengingu milli neins þeirra og beinfundarins. Lögreglan kannaði einnig þann möguleika að maðurinn kynni að hafa verið látinn í langan tíma áður en beinin voru lögð til hinstu hvílu við Faxaskjól. Um tíma var talið að beinin gætu tilheyrt sjómanni að nafni Sveinbjörn Jakobsson sem að hvarf með dularfullum hætti í Reykjavík árið 1930 en það var að lokum afsannað þegar í ljós kom að Sveinbjörn hafði haft falskar tennur en svo var ekki með nafnlausu höfuðkúpuna. Ekki hefur tekist að bera kennsl á mannabein þessi og eins hefur ekki tekist að sanna að um manndráp sé að ræða þar sem að dánarorsök liggur ekki fyrir og telst mál þetta því óupplýst.[9]

10. janúar 1976

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Slagsmál milli kunningja
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~47 ára maður
Gerandi ~24 ára maður
Dómur Ósakhæfur
Baldur Jónsson (1929–1976), úrsmiður, fannst látinn í snjóskafli í við innkeyrslu á Háteigsvegi. Baldur hafði verið í heimsókn hjá kunningja sínum, Jóni Péturssyni (1952–), en þar höfðu brotist út átök. Jón hafði slegið Baldur í höfuðið og síðan tekið hann kverkataki þar til hann lést. Jón setti lík Baldurs á snjóþotu og dró hann niður Háteigsveg snemma morguns þann 10. janúar. Skildi hann líkið eftir við innkeyrslu og snéri heim. Baldur fannst þar um tveimur tímum síðar. Jón var í kjölfarið handtekinn og var gert að sæta geðrannsókn. Jón var talinn ósakhæfur og hættulegur undir ákveðnum kringumstæðum. Því var hann dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.[10]

4. apríl 1976

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Skotárás
Staður Akureyri
Fórnarlamb ~29 ára maður
Gerandi ~18 ára drengur
Dómur 16 ár
Guðbjörn Tryggvason (1947–1976) fannst látinn á Akureyri. Guðbjörn hafði hlotið þrjú skotsár í hnakka og eitt í öxl, en skammt frá fannst 22. cal. Remington riffill sem hafði verið stolið úr búð á Akureyri þessa sömu nótt. Tveir drengir sögðu lögreglu að þeir höfðu séð annan dreng með riffil og voru þeir beðnir um að bera kennsl á hann. Í kjölfarið var Úlfar Ólafsson (1958–2009) handtekinn. Guðbjörn og Úlfar þekktust ekki og morðið því tilefnislaust. Úlfari var gert að sæta geðrannsókn, en sakadómur Akureyrar dæmdi hann til 16 ára fangelsisvistar þann 3. nóvember 1976.[11]

6. júlí 1976

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Grjóthnullungur í höfuð
Staður Kópavogur
Fórnarlamb ~49 ára maður
Gerandi Tveir ~18 ára drengir
Dómur 12 ár, 8 ár
Guðjón Atli Árnason (1927–1976) fannst myrtur í Kópavogi. Hann lést eftir þung höfuðhögg en á svæðinu fannst blóðugur hnullungur og fjöl sem notuð voru við morðið. Mikið blóð var á vettvangi að sögn lögreglu. Kristmundur Sigurðsson (1958–2017) og Albert Ragnarsson (1958–) voru dæmdir fyrir morðið. Aðdragandi málsins var að Guðjón hafði boðist til þess að skutla piltunum tveimur frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ uppí Breiðholt. Meðan þeir keyrðu eftir Fífuhvammsvegi kom til rifrildis milli Guðjóns og Kristmundar sem varð til þess að piltarnir byrjuðu að slá til Guðjóns meðan hann keyrði. Guðjóni tókst að stöðva biðreiðina og komast út en piltarnir fóru út á eftir honum og gengu ítrekað í skrokk á honum og gengu að endingu frá honum með því að fleygja grjóthnullungi í höfuð hans og berja hann ítrekað með fjöl. Þeir skildu síðan lík Guðjóns eftir en keyrðu bílnum að Kaplaskjólsvegi í Reykjavík og skildu hann þar eftir. Albert fékk 8 ára dóm og kom til refsilækkunar að hann var ekki orðinn 18 ára. Kristmundur fékk 12 ára dóm.[12]

26. ágúst 1976

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Innbrotsþjófur drepur konu
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~57 ára kona
Gerandi ~42 ára innbrotsmaður
Dómur 16 ár
Lovísa Kristjánsdóttir (1919–1976) fannst látin í íbúð á Miklubraut, en hún lést eftir mörg þung höfuðhögg. Lovísa kom í íbúðina til þess að vökva þar blóm, en íbúar voru að heiman. Ásgeir Ingólfsson (1934–2001) hafði farið inn í húsið með það í huga að ræna frímerkjasafni sem hann vissi af, ásamt öðrum verðmætum. Lovísa kom á meðan Ásgeir var enn inni og bað hann hana um að þegja um innbrotið ef hann skilaði öllu þýfinu. Lovísa neitaði því og sló Ásgeir hana þá ítrekað í höfuðið með kúbeini. Hann losaði sig síðan við sönnunargögnin á haugunum. Ásgeir var handtekinn nokkrum dögum síðar og vísaði hann þá lögreglu á morðvopnið á haugunum. Ásgeir var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar af sakadómi Reykjavíkur þann 4. mars 1977. Hann afplánaði 7-8 ár og fékk síðan uppreist æru árið 1996.[13] [14]

19. júlí 1977

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Líkamsárás á samfanga
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~50 ára maður
Gerandi ~45 ára maður, ~46 ára maður
Dómur 8 ár
Hrafn Jónsson (1927–1977) fannst myrtur í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu. Hrafn hafði verið færður í fangageymslu lögreglunnar sökum ölvunar og sofnaði þar. Stuttu síðar voru tveir aðrir menn færðir inn í klefann, Grétar Vilhjálmsson (1932–1999) og Guðmundur Antonsson (1931–), og veittust þeir að Hrafni þar sem hann lá. Fangavörður heyrði dynk úr klefanum og fór að athuga hvað var að en þá höfðu Grétar og Guðmundur barið Hrafn í andlitið og strekt belti um háls hans. Grétar og Guðmundur voru færðir úr klefanum og Hrafni hagrætt. Stuttu síðar tóku fangaverðirnir eftir því að Hrafn var orðinn mjög veikburða. Hringt var á sjúkrabíl en Hrafn var látinn þegar komið var upp á spítala. Grétar og Guðmundur gengust við því að hafa ráðist á Hrafn og hlaut hvor um sig 8 ára fangelsisvist fyrir morðið.[15]

15. ágúst 1977

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skýtur unnustu sína og gerir tilraun til sjálfsmorðs
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~22 ára kona
Gerandi ~22 ára unnusti hennar
Dómur 14 ár
Halldóra Ástvaldsdóttir (1955–1977) fannst látin í bifreið unnusta hennar í Rauðhólum. Í bílnum með henni var Einar Hjörtur Gústafsson (1955–1979), unnusti hennar. Hann hafði skotið Halldóru þrisvar sinnum, tvisvar gegnum höfuðið og einu sinni gegnum hálsinn, með rússneskum 22. calibera riffli. Einar reyndi einnig að fremja sjálfsvíg, en hann skar á úlnlið hægri handar og skaut sig rétt fyrir neðan hjartað. Skotið missti marks og fór beint í gegnum Einar án þess að drepa hann. Er vegfarendur bar að garði var reynt að stöðva blæðinguna frá úlnlið hans meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Einar játaði á sig morðið og sagðist hafa framið það af yfirlögðu ráði. Einar var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar en Hæstiréttur mildaði dóminn í 14 ár. Einar Hjörtur lést árið 1979, stuttu eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli hans.[16]

19. febrúar 1978

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kona ræðst á mann sinn með hníf
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~23 ára maður
Gerandi ~26 ára fráfarandi eiginkona hans
Dómur 5½ ár
Arelíus Viggósson (1955–1978) lést af völdum hnífsstungu í bringu á heimili sínu við Skólavörðustíg í Reykjavík. Arelíus var giftur Jenný Kristínu Grettisdóttur (1952–) en þau voru við það að skilja. Þetta kvöld hittust þau á dansleik og fóru heim saman til að ræða um skilnaðinn, en um hann höfðu þau áður rifist. Fóru þau að deila og kom til átaka milli þeirra sem enduðu á því að Jenný greip hníf og stakk Arelíus í bringuna. Er hún áttaði sig á því hve alvarleg stungan var hringdi hún á sjúkrabíl, en Arelíus lést tveimur tímum eftir að á sjúkrahúsið var komið. Við yfirheyrslu lögreglu viðurkenndi Jenný strax að hafa stungið mann sinn, en sagði að það hafði ekki verið ætlun hennar að bana honum. Jenný var álitin sakhæf og að ásetningur til að stinga Arelíus hafi verið til staðar, en Jenný hefði átt að gera sér grein fyrir því að stungan gæti valdið dauða hans. Hún var dæmd til 5 ára fangelsisvistar af Héraðsdómi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í 5 og hálft ár.[17]

29. ágúst 1978

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður sviptir sig og konu sína lífi
Staður Mosfellssveit
Fórnarlamb ~38 ára kona
Gerandi ~56 ára eiginmaður hennar
Dómur
Gísli Kristinsson (1922–1978), gæslumaður hunda embættis veiðistjóra, og kona hans, Sólveig Jóhannsdóttir (1940–1978), fundust látin á heimili sínu á Þormóðsstöðum í Mosfellssveit að morgni 29. ágúst. Gísli hafði hringt í lögregluna þá um morguninn og sagt að orðið hafði slys. Er lögreglu bar að garði lágu Gísli og Sólveig bæði í valnum, en svo virðist vera sem að Gísli hafi banað konu sinni með því að skjóta hana, hringt og tilkynnt lögreglu að eitthvað væri að, og síðan skotið sjálfan sig. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir verknaðinum.[18]

5. september 1978

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kyrking
Staður Vestfirðir
Fórnarlamb ~18 ára stelpa
Gerandi ~19 ára kunningi hennar
Dómur 8 ár
Sigurbjörg Katrín Ingvadóttir (1960–1978) lést í verbúðarbyggingu á Flateyri við Önundafjörð. Hafði hún farið í verbúðirnar með kunningja sínum, Þórarni Einarssyni (1959–), en hann var sjómaður. Voru þau ein í herbergi hans, en samkvæmt Þórarni fóru þau að rífast sem endaði í átökum þeirra á milli. Hann hafi þá brugðið snæri um háls hennar og hert að. Laust fyrir hádegi þann 5. september fór hann sjálfur niður á lögreglustöð og tilkynnti lögreglunni að stúlka væri látin í herbergi hans og að hann hafði banað henni. Krufning leiddi í ljós að Sigurbjörg hafði kafnað sökum kyrkingar. Héraðsdómur dæmdi Þórarinn í 7 ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi þann dóm í 8 ár í maí árið 1981.[19]

1. apríl 1979

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~57 ára maður
Gerandi ~36 ára maður
Dómur 16 ár
Svavar Sigurðsson (1922–1979) fannst látinn á heimili sínu í Reykjavík. Þráinn Hleinar Kristjánsson (1943–2018) gekkst við morðinu. Aðdragandi morðsins var sá að Þráinn, Svavar og sambýliskona Svavars, Lóa, sátu saman við drykkju. Svavar og Lóa fóru að rífast og sakaði Svavar hana um framhjáhald. Í kjölfarið sagðist Lóa vilja óska þess að hún gæti drepið hann og bauð Svavar henni hníf til verksins. Sagðist Lóa aldrei geta drepið hann þó hún vildi. Svavar gekk því næst inn í eldhúsið en sneri sér við í dyrunum og spurði Þráin hvort hann hefði kjark til að drepa hann. Þráinn gekk þá inn í eldhúsið með hnífinn sem Svavar hafði boðið Lóu og stakk honum í kvið Svavars. Þráinn risti Svavar síðan á hol, frá kviði og upp. Þar sem Svavar lá í blóði sínu á gólfinu bað hann Þráin um að ljúka því sem hann hafði byrjað á og kraup þá Þráinn hjá honum og skar hann á háls. Þráinn var handtekinn sama dag og var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar af Hæstarétti þann 4. maí 1981.[20]

3. desember 1979

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Ungur maður banar móður sinni
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~66 ára kona
Gerandi ~25 ára sonur hennar
Dómur Ósakhæfur
Elínborg Guðbrandsdóttir (1913–1979) lést í íbúð sinni í Breiðholti eftir mörg höfuðhögg. Sonur Elínborgar, Guðbrandur Magnússon (1954–), beið eftir henni á stigaganginum við íbúð þeirra er hún kom heim. Greip hann í móður sína og kippti henni inn í íbúðina. Elínborg hrópaði á hjálp en þegar aðrir íbúar í stigaganginum komu á vettvang var hún þegar látin. Guðbrandur sat í forstofunni með þungan kertastjaka í höndum, sem hann hafði bersýnilega notað við verkið. Lögreglan handtók hann í kjölfarið og var hann ákærður fyrir að hafa orðið móður sinni að bana. Við geðrannsókn kom í ljós að Guðbrandur þjáðist af geðklofa og hafði verið ófær um að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera. Hann var því dæmdur ósakhæfur og til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.[21]

7. janúar 1980

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður ræðst á tvo skipsfélaga sína með hníf og kastar sjálfum sér síðan í sjóinn.
Staður Úti á sjó
Fórnarlamb 22 ára maður, 18 ára drengur
Gerandi 32 ára maður
Dómur
Jón D. Guðmundsson 32 ára (1948– 1980), stakk tvo menn með hnífi um borð í varðskipinu Tý, þá Jóhannes Olsen 22 ára (1958– 1980) og Einar Óla Guðfinnsson 18 ára (1962– 1980). Báðir létust síðan af sárum sínum. Síðan hvarf Jón D. Guðmundsson og talið er að hann hafi stokkið í sjóinn, og drukknað þar.[22]

25. janúar 1981

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Kona hellir bensíni yfir mann sinn og kveikir í.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~38 ára maður
Gerandi ~27 ára eiginkona hans
Dómur 14 ár
Sigfús Steingrímsson (1943–1981) fannst brenndur til bana á heimili sínu í Breiðholti. Björg Benjamínsdóttir (1954–), eiginkona Sigfúsar, játaði á sig morðið. Miklir erfiðleikar voru í hjónabandi þeirra Bjargar og Sigfúsar, meðal annars óhófleg áfengisneysla hans. Kvaðst Björg hafa í örvæntingu sinni keypt bensín sem hún hafði síðan hellt yfir mann sinn þetta kvöld, þar sem hann lá drykkjudauður, og borið eld að. Sigfús lést fljótt af völdum brunasára. Þótti það vera sannað að morðið var framið af yfirlögðu ráði og var Björg dæmd í 16 ára fangelsi. Hæstiréttur mildaði dóminn í 14 ár í mars 1983.[23]

18. september 1981

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður stingur annan með skærum eftir kynferðisárás.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~45 ára Þjóðverji
Gerandi ~28 ára maður
Dómur 12 ár
Hans Fritz Joachim Arnold Wiedbusch (1936–1981), þýskur blómaskreytingarmaður, fannst látinn á heimili sínu í Reykjavík. Hafði hann verið stunginn til bana með bæði hníf og skærum, en það fundust um 20 stungur á bringu hans og kvið. Skæri stóðu enn upp úr annarri augntóft hans. Aðkoman var að sögn lögreglu hræðileg. Gestur Guðjón Sigurbjörnsson (1953–1999) gekkst við glæpnum. Gestur var greindur með geðsjúkdóma og taugasjúkdóma og var ný kominn af geðdeild Landspítalans þegar morðið átti sér stað. Gestur og Hans höfðu hist á skemmtistaðnum Óðal við Austurvöll og endaði með því að Hans bauð Gesti með sér heim. Þegar þangað var komið drukku þeir áfengi og neyttu marijúana. Gestur kvaðst hafa orðið veikur og viljað fara heim. Hans taldi hann hins vegar á að gista og gaf honum tvær svefntöflur til að hjálpa honum að sofa. Gestur vaknaði hins vegar við það að Hans var að stunda við hann kynmök og brá mjög. Fór hann inn á salerni en þar fann hann skæri sem hann notaði meðal annars við morðið. Gestur sagði að hann hafði hugsað strax og hann vaknaði og varð var við það sem var að gerast, að hann yrði að ganga frá Hans. Gestur var dæmdur sakhæfur og til 12 ára fangelsisvistar, en til refsilækkunar var það að atburðurinn olli Gesti töluverðri geðshræringu og að ásetningur til manndráps var ekki fyrir hendi áður. Hins vegar fannst dómurunum að eftir að ásetningur myndaðist hafi aðfarirnar verið hrottalegar, það hafi ekkert komið í veg fyrir að Gestur klæddi sig og færi.[24]

16. ágúst 1982

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Skotárás
Staður Skeiðarársandur, Suðausturlandi
Fórnarlamb ~21 árs frönsk kona
Gerandi ~40 ára maður
Dómur 16 ár
Yvette Bahuaud fannst skotin til bana. Yvette og Marie Luce Bahuaud, franskar systur sem staddar voru á Íslandi, fengu far hjá Grétari Sigurði Árnasyni (1942–) sem skildi þær eftir á Sæluhúsi á Skeiðarársandi. Grétar kom hins vegar aftur og í kjölfar rifrildis brutust út átök. Grétar barði Marie Luce í höfuðið með byssuskefti og elti síðan Yvette sem hafði flúið. Grétar skaut Yvette í bakið og er hann tók eftir því að hún væri látin flúði hann vettvang. Grétar var handtekinn degi seinna. Hann var síðan dæmdur til 16 ára fangelsisvistar þann 28. júní 1983.[25]

1. janúar 1983

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás í nýárspartíi
Staður Reykjavík
Fórnarlamb 28 ára maður
Gerandi 25 ára maður
Dómur 13 ár
Óskar Árni Blomsterberg (1954–1983) stunginn til bana. Þórður Jóhann Eyþórsson (1957–), banamaður Óskars, og Óskar voru í gamlárs-samkvæmi í Reykjavík þegar til átaka kom milli þeirra. Enduðu þau á því að Þórður stakk Óskar fjórum sinnum, meðal annars í lunga sem var banameinið. Þórður játaði fyrir dómi og var dæmdur til 13 ára fangelsisvistar.[26]

15. mars 1985

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður brenndur inni
Staður Kópavogur
Fórnarlamb ~30 ára maður
Gerandi ~20 ára maður
Dómur 17 ár
Jósef Liljendal Sigurðsson (1955–1985) fannst látinn í JHS-Innréttingum, fyrirtæki í hans eigu. Sigurður Adólf Frederiksen/Alfreðsson (1965–2021) játaði á sig morðið. Jósef og Sigurður höfðu hist á veitingastaðnum Ypsilon en Jósef hafði síðan boðið Sigurði í partý. Þeir fóru yfir í fyrirtæki Jósefs þar sem hann sofnaði fram á borð. Sigurður sagðist hafa ýtt við honum og þá hafi Jósef brugðið og slegið hann í andlitið. Í kjölfarið tók Sigurður upp járnrör sem hann notaði til að slá Jósef minnst þrisvar í höfuðið. Jósef féll á gólfið og greip Sigurður þá skrúfjárn sem hann notaði til að stinga Jósef í kvið og andlit. Sigurður ætlaði sér að fela öll vegsummerki og helti því eldfimum efnum yfir Jósef og bar eld að. Jósef lést eftir að eldurinn hafði kviknað. Sigurður kvaðst muna lítið eftir kvöldinu en mundi að hann hafði látið vita af eldinum. Dyraverðir veitingastaðarins Ypsilon slökktu eldinn og lögregla mætti á vettvang. Aðspurður sagðist Sigurður ekki hafa athugað hvort Jósef væri á lífi áður en hann kveikti eldinn. Sakadómur Kópavogs dæmdi Sigurð til 17 ára fangelsisvistar þann 7. nóvember 1985.[27]

September 1985

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás í kjölfar slagsmála
Staður Reykjavík
Fórnarlamb 16 ára drengur
Gerandi 15 ára drengur
Dómur 4 ár
Ónefndur drengur stunginn til bana fyrir utan skemmtistaðinn Villta Tryllta Villa í Reykjavík. Annar ónefndur drengur var handtekinn og ákærður fyrir morðið. Sagt var að hinn ákærði, 15 ára, glímdi við andlega erfiðleika og einelti. Til átaka kom milli drengjanna, eftir að sá fyrr nefndi sem var 16 ára veittist að hinum, stríddi honum og sparkaði í hann. Yngri drengurinn varaði hinn við, en sá tók ekki mark á honum. Slagsmálin enduðu á því að yngri strákurinn stakk hinn drenginn með vasahníf í hjartastað. Andlegt ástand hins ákærða kom til refsilækkunar en dómarar töldu að fangelsisvist myndi hafa slæm áhrif á persónuþroska drengsins ásamt fleiru. Drengurinn var dæmdur til 4 ára fangelsisvistar, sem var þó öll skilorðsbundin og er þetta eina dæmið um slíkt hér á landi.[28]

10. janúar 1988

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður kyrkir eiginkonu sína
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~27 ára kona
Gerandi ~52 ára eiginmaður hennar
Dómur 10 ár
Gréta Birgisdóttir (1961–1988) fannst látin á heimili sínu að Klapparstíg í Reykjavík. Eiginmaður hennar, Bragi Ólafsson (1936–2002), hringdi á lögreglu og tilkynnti andlátið. Hann var mjög ölvaður er lögreglu bar að garði en áverkar á líki konu hans leiddu til þess að lögreglan handtók hann. Sparkað hafði verið í andlit og höfuð Grétu og köðlum hafði verið vafið um háls hennar og þrengt að. Skjaldbrjóskið hafði brotnað og dánarorsök var köfnun. Bragi neitaði til að byrja með að hafa orðið konu sinni að bana og sagði hana sjálfa hafa valdið áverkunum. Við áframhaldandi yfirheyrslur viðurkenndi Bragi þó að vera valdur að áverkum hennar. Bragi var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir morðið.[29]

21. febrúar 1988

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig
Staður Keflavík
Fórnarlamb ~27 ára kona
Gerandi ~27 ára eiginmaður hennar
Dómur
Rósa K. Harðardóttir (1961–1988) var skotin til bana af eiginmanni sínum, Tryggva Erni Harðarsyni (1961–1988) í íbúð þeirra í Keflavík. Eftir að Tryggvi hafði skotið eiginkonu sína, þá hringdi hann í lögregluna og óskaði eftir aðstoð. Heyrðist þá skothvellur og dynkur. Þegar lögreglan kom á staðinn fundu þau Rósu og Tryggva látin. Þau höfðu verið að skemmta sér um kvöldið og var afbrýðisemi talin ástæða verknaðarins.[30]

19. apríl 1988

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skotinn með haglabyssu.
Staður Vopnafjörður
Fórnarlamb ~33 ára maður
Gerandi ~45 ára maður
Dómur
Gunnar Ingólfsson (1955-1988) fannst skotinn til bana á heimili sínu með skotsár á brjósti. Banamaður hans, Tryggvi Viðar Gunnþórsson (1943-1988) hafði fundist áður látinn á vinnustað sínum með skotsár á höfði.[31]

3. september 1988

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður kyrkir konu eftir dansleik.
Staður Kópavogur
Fórnarlamb ~25 ára kona
Gerandi ~21 árs maður
Dómur
Alda Rafnsdóttir (1963–1988) fannst látin á heimili sínu í Kópavogi. Alda hafði farið út þá um kvöldið á dansleik þar sem hún hitti fyrir Guðmund Sveinbjörnsson (1967–). Guðmundur og Alda fóru á heimili hennar, en hún bjó ein með sjö ára gömlum syni sínum og við hlið foreldra sinna. Sonur Öldu hafði átt afmæli fyrr um daginn. Guðmundur fór með Öldu inn í herbergi hennar, þar sem sonur hennar svaf þungum svefni í öðru rúmi. Svo virðist sem Alda hafi neitað að láta að vilja hans og í kjölfarið reiddist Guðmundur, tók höndum um háls hennar og herti að. Eftir það lá hún meðvitundarlaus í rúminu en Guðmundur náði í hníf í eldhúsinu og stakk hana þrívegis í kviðinn. Þriðja stungan fór í gegnum kviðarhol hennar og varð henni að bana. Sonur Öldu vaknaði ekki við átökin milli Guðmundar og hennar. Guðmundur yfirgaf síðan íbúðina en endaði á því að taka leigubíl á lögreglustöðina í Kópavogi þar sem hann sagði frá því sem gerst hafði. Guðmundur var dæmdur til 14 ára fangelsisvistar af sakadómi Reykjavíkur í janúar 1989.[31]

15. nóvember 1988

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður í geðrofi af völdum ofskynjunarlyfsins LSD ræðst á annan með hníf.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~67 ára maður
Gerandi ~38 ára maður
Dómur Ósakhæfur
Karl Jóhann Júlíusson (1921–1988) var stunginn til bana á heimili sínu í Reykjavík. Meðal annars var búið að rista Karl á hol, skera hann á háls og rita Bader Meinhof á vegg fyrir ofan lík hans, með hans eigin blóði. Bjarni Bernharður Bjarnason (1950–) var kærður fyrir morðið en hann var dæmdur ósakhæfur sökum geðbilunar, en hann var haldinn ranghugmyndum um þann látna. Bjarni myrti manninn undir áhrifum ofskynjunarlyfsins LSD. Bjarni var dæmdur til að vera vistaður á viðeigandi stofnun árið 1989 en slík stofnun var ekki til staðar á Íslandi á þessum tíma. Því var Bjarni vistaður á stofnun í Svíþjóð. Bjarni fékk uppreist æru árið 2017.[32]

5. júní 1989

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Ungum dreng drekkt í á. Gerandinn drekkti öðrum næsta ár.
Staður Akureyri
Fórnarlamb 7 ára drengur
Gerandi 12 ára drengur
Dómur Mál fór ekki fyrir dóm vegna ungs aldurs gerandans
Bjarmar Smári Elíasson. Sjö ára drengur drukknaði í Glerá á Akureyri. Fyrst talið slys en síðan talið morð þegar annar drengur drukknaði þar aftur ári síðar með sama dreng viðstaddan. En gerandinn var mjög ungur (12 ára) og nafn hans því ekki birt. Drengurinn var allt of ungur til að hljóta fangelsisrefsingu fyrir glæp sinn og fór málið aldrei fyrir dóm.[33]


25. apríl 1990

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Ræningjar ráðast á afgreiðslumann á bensínstöð
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~48 ára maður
Gerandi Tveir ræningjar, annar þeirra ~28 ára
Dómur 20 ár, 18 ár
Þorsteinn Guðnason (1942–1990) lést eftir höfuðhögg og stungusár. Tveir menn, Guðmundur Helgi Svavarsson (1962–) og Snorri Snorrason, fóru að bensínstöðinni ESSO í Stóragerði í þeim tilgangi að ræna þar fjármunum og öðru. Þar réðust þeir á Þorstein, sem vann þar sem bensínafgreiðslumaður, og veittu honum áverka sem leiddu til dauða hans. Sakadómur Reykjavíkur dæmdi Guðmund til 20 ára fangelsisvistar og Snorra til 18 ára fangelsisvistar.[34]

2. maí 1990

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Ungum dreng drekkt í á. Gerandinn hafði drekkt öðrum árið áður.
Staður Akureyri
Fórnarlamb 7 ára drengur
Gerandi 12 ára drengur
Dómur Mál fór ekki fyrir dóm vegna ungs aldurs gerandans
Hartmann Hermannsson (1982–1990). Sjö ára drengur drukknaði í Glerá á Akureyri. Fyrst talið slys en síðan talið morð, þar sem annar drengur drukknaði þar ári fyrr með sama dreng viðstaddan. En gerandinn var mjög ungur (12 ára) og nafn hans því ekki birt. Drengurinn var allt of ungur til að hljóta fangelsisrefsingu fyrir glæp sinn og fór málið aldrei fyrir dóm heldur var það í höndum heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda að finna úrlausnir á þessu máli. Drengurinn dvaldi á meðferðarheimili í kjölfarið þar sem hann gekkst undir sálfræðimeðferð og þótti ná góðum árangri.[35]

14. febrúar 1991

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður ræðst á konu, bæði voru þau á meðferðarheimili fyrir þroskahamlaða.
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~25 ára kona
Gerandi ~28 ára maður
Dómur Ósakhæfur
Hafdís Hafsteinsdóttir (1966–1991) fannst látin á meðferðarheimili þroskahamlaðra við Njörvasund í Reykjavík. Hafdís hafði dvalist á meðferðarheimilinu sökum þroskahömlunar af völdum hægfara vöðvarýrunarsjúkdóms. Ónefndur vinur hennar, þá 28-29 ára að aldri, dvaldist einnig á heimilinu og ræddu þau oft saman. Þessi vinur hennar gekkst síðan við morðinu eftir að lík Hafdísar fannst undir rúmi á meðferðarheimilinu. Stakk vinurinn hana margsinnis og faldi síðan undir rúmi í hálfan annan sólahring. Við yfirheyrslur sagði maðurinn að hann hafði reiðst Hafdísi fyrir að heimsækja sig á fimmtudegi en ekki þriðjudegi. Ekki kemur fram hvar hann fékk hnífinn sem hann notaði við árásina. Niðurstaða dómara var sú að maðurinn væri ósakhæfur sökum geðrænna vandamála og var hann vistaður í íbúð í bænum þar sem fjölskylda hans sinnti honum allan sólahringinn, en engin önnur úrræði voru fyrir hendi. Umdeilt hefur verið hvort óhætt sé að setja óstöðugan mann undir gæslu fjölskyldu sinnar en ekki fagaðila.[36]

17. febrúar 1991

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás á heimili þeirra
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~48 ára maður
Gerandi ~52 ára sambýliskona hans
Dómur Ósakhæf
Óskar Þórðarson (1943–1991) var stunginn til bana á heimili sínu í Reykjavík. Sambýliskona hans, Munda Pálín Enoksdóttir (1939–2005), hringdi á Kleppsspítala og sagðist hafa banað Óskari. Var hún á staðnum er lögreglu bar að garði og viðurkenndi að hafa framið verknaðinn. Munda hafði áður gerst sek um morð, en hún hafði myrt vin sinn, Jóhannes Þorvaldsson árið 1974. Hún hafði losnað úr haldi árið 1985 og síðan gerst sek um minnst tvær árásir þar sem hún réðst að fólki með hníf. Munda var aftur talin ósakhæf vegna geðröskunar og var dæmd til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hún eyddi ævinni meira og minna inni á stofnunum og síðustu árunum á réttargeðdeildinni að Sogni.[37]

3. mars 1991

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Grunnskólanemar ræna mann og veita honum höfuðáverka
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~28 ára maður
Gerandi 17 ára drengur, 15 ára stúlka
Dómur 5 ár, 3 ár
Úlfar Úlfarsson (1963–1991) fannst látinn á tröppum bakhúss á Bankastræti. Banamein hans var höfuðáverkar. Veski Úlfars fannst ekki langt frá morðstað og var það tómt. Tvö ungmenni, 17 ára drengur og 15 ára stúlka, sem enn var í grunnskóla, voru handtekin í sambandi við málið. Þau játuðu að hafa ráðist á Úlfar, sem og annan mann sömu nótt, og rænt af þeim verðmætum. Stúlkan lokkaði Úlfar með sér inn í húsasund þar sem drengurinn beið þeirra og sló hann Úlfar í höfuðið sem olli því að hann féll í tröppurnar. Við fallið rak Úlfar höfuðið í steintröppurnar með þeim afleiðingum að hann lést. Stúlkan var dæmd til 3 ára fangelsisvistar en drengurinn til 5 ára.[38]


3. ágúst 1991

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skýtur annan og styttir sér síðan aldur
Staður Borgarnes
Fórnarlamb 22 ára maður
Gerandi 19 ára maður
Dómur -
Svanur Hlífar Árnason (1969-1991) var skotinn til bana í einbýlishúsi í Borgarnesi laugardagsmorguninn 3. ágúst 1991. Banamaður hans, Kristján Fjeldsted (1972-1991), stytti sér aldur eftir að hafa skotið Svan. Höfðu þeir verið á skemmtun í Hreðavatnsskála fyrr um kvöldið og kom til orðaskipta milli þeirra. Síðar um morguninn réðst Kristján vopnaður og undir áhrifum áfengis inn í einbýlishús í Borgarnesi þar sem Svanur var ásamt stúlku. Skaut þá Kristján Svan til bana, gekk út fyrir og stytti sér aldur.

11. janúar 1992

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Heimiliserjur
Staður Vestmannaeyjar
Fórnarlamb ~22 ára maður
Gerandi ~20 ára sambýliskona hans
Dómur 6 ár
Hafsteinn Smári Halldórsson (1970–1992) lést á heimili sínu Í Vestmannaeyjum. Hafsteinn hafði setið við drykkju með sambýliskonu sinni, Jónínu Sigríði Guðmundsdóttur (1972–), og öðru fólki er atburðurinn átti sér stað. Hafði Jónína beðið Hafstein um að vísa fólkinu út, en hann neitað all nokkrum sinnum. Tvisvar sinnum hringdi Jónína á lögregluna til að fá aðstoð við að koma fólkinu út úr húsinu en í bæði skiptin virtist lögregla of vant við látin til að sinna beiðni hennar. Jónína og Hafsteinn áttu í stormasömu sambandi, en hann var mikill drykkjumaður og eitthvað í fíkniefnum. Hann hafði oft haldið samkvæmi er hún var í burtu, meðal annars meðan hún var að eiga seinna barnið, af tveimur, uppi á spítala, og oft skilið íbúðina eftir sem rústir einar. Þetta kvöld fór Jónína að rífast við Hafstein og hann gerði lítið úr henni og kröfum hennar. Náði Jónína þá í flökunarhníf sem hún þá otaði að Hafsteini og stakk hann síðan í brjóstið. Hnífurinn gekk inn að hjarta og varð honum að bana. Aldur Jónínu, mikil reiði og geðshræring hennar, iðrun og játning eftir lát Hafsteins varð til refsilækkunar, en hún var eigi að síður álitin hafa framið verkið af ásetningi, þó aðeins um það leyti sem hún beitti hnífnum, ekki fyrr. Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms úr 4 árum í 6.[39]

22. ágúst 1993

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Dæmdur morðingi stingur mann með hníf
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~33 ára maður
Gerandi ~36 ára maður
Dómur 20 ár
Ragnar Ólafsson (1960–1993) var stunginn til bana á heimili sínu i Reykjavík. Banamaður hans var Þórður Jóhann Eyþórsson (1957–) sem áður hafði verið dæmdur fyrir morð af yfirlögðu ráði, það er morðið á Óskari Árna þann 1. janúar 1983. Var hann að ljúka skilorði fyrir þann dóm er árásin á Ragnar átti sér stað. Þórður réðst inn á heimili Ragnars og stakk hann með hníf sem hann hafði meðferðis. Þórður flúði síðan af vettvangi eftir að hafa kastað hnífnum frá sér. Tvö vitni voru að árásinni, sambýliskona Ragnars og fyrrum sambýliskona Þórðar, sem voru hjá Ragnari er Þórður réðst inn. Þórður gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa heyrt í fréttum að Ragnar hafði látist. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Þórð til ævilangrar fangelsisvistar en Hæstiréttur mildaði þann dóm og dæmdi Þórð til 20 ára fangelsisvistar árið 1994.[40]

13. maí 1995

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Drengur ekur á hjólreiðamann sem hafði átt barn með móður hans.
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb ~43 ára maður
Gerandi ~19 ára drengur
Dómur 3 ár
Sigurgeir Sigurðsson (1952–1995) lést eftir að keyrt var á hann þar sem hann var hjólandi í Hafnarfirði. Júlíus Norðdahl (1976–) var dæmdur í Hæstarétti til 3 ára fangelsisvistar en ljóst þótti að Júlíus hefði veitt Sigurgeiri eftirför og að lokum ekið á hann svo hann lést. Gerðist þetta í kjölfar deilna Sigurgeirs við barnsmóður sína sem var jafnframt móðir Júlíusar. Deilumálið hafði að hluta til verið rekið í fjölmiðlum mánuðina á undan.[41][42]

27. apríl 1996

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður myrðir systur sína.
Staður Steinsstaðir í Öxnadalshreppi
Fórnarlamb 62 ára kona
Gerandi 57 ára maður
Dómur 8 ár
Sigríður Eggertsdóttir (1933–1996) var myrt af bróður sínum, Gesti Eiríki Eggertssyni, í hlaði bóndabæjar hans að Steinsstöðum í Öxnadalshreppi. Gestur veittist að Sigríði með líkamlegu ofbeldi við bifreið hennar og þvingaði hana upp í herbergi sitt á rishæð. Þar veittist hann að hálsi systur sinnar með þeim afleiðingum að hún fór í hjartastopp og lést. Gestur flutti systur sína látna af rishæð og í rúm á neðri hæð hússins í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Hann gaf sér í kjölfarið um tvær klukkustundir til að afmá verksummerki áður en hann tilkynnti um andlát systur sinnar.[43] Sigríður bjó á höfuðborgarsvæðinu en hafði gert sér ferð norður í land til að heim­sækja bróður sinn og gera upp erfið mál eft­ir and­lát móður þeirra. Sonur og eiginmaður Sigríðar komust ekki að því að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti fyrr en þeir sáu umfjöllun um málið í sjónvarpsfréttum.[44]

29. desember 1996

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Maður skýtur annan með haglabyssu. Sá myrti átti að hafa misnotað morðingjann kynferðislega á unglingsárum hans.
Staður Hafnarfjörður
Fórnarlamb ~55 ára maður
Gerandi ~24 ára maður
Dómur 10 ár
Hlöðver Sindri Aðalsteinsson (1941–1996) fannst látinn við Krýsuvíkurveg þar sem honum hafði blætt út. Hafði hann verið skotinn með haglabyssu í aftanverðann upphandlegg hægri handar og höfðu höglin tætt í sundur margar æðar svo mikið blæddi. Í kjölfarið fór Hlöðver í lost og blæddi út. Hjarta Hlöðvers var einnig mjög veikt fyrir. Sveinn Ingi Andrésson (1972–) var handtekinn í kjölfar morðsins og játaði hann á sig verknaðinn. Samkvæmt Sveini hafði hann sjálfur hringt í Hlöðver kvöldið áður og beðið hann að sækja sig. Sveinn var töluvert ölvaður og tók hlaðna haglabyssu með sér í bílinn. Hann bað Hlöðver að keyra út á Krísuvíkurveg en þar ákvað Sveinn að bjóða Hlöðveri birginn og hóf að tala um meint kynferðisofbeldi Hlöðvers gagnvart Sveini sem átti sér stað um tíu árum áður. Sveinn sagði Hlöðver hafa gert lítið úr misnotkuninni og hafi reiðst. Báðir yfirgáfu þeir bílinn meðan á samræðunum stóð og endaði með því að Sveinn skaut að Hlöðveri, með það í huga að ógna honum. Hlöðver hafi þá hlaupið á brott en Sveinn tók bíl hans og keyrði hann inn í Hafnarfjörð þar sem hann skildi hann eftir. Sveinn sagði við yfirheyrslur og fyrir dómi að hann hafði ekki ætlað sér að drepa Hlöðver heldur einungis hræða hann, en Hlöðver hafi snúið sér við um leið og Sveinn skaut og höglin þá lent í upphandlegg hans. Sveinn var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar, en tekið var tillit til fortíðar Sveins og Hlöðvers og þess að Sveinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann hleypti af haglabyssunni. Hlöðver hafði áður verið ásakaður og kærður fyrir að misnota unga drengi en aldrei hafði náðst að sanna neitt alvarlegt á hann.[45]

1. janúar 1997

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Drengur ræðst á stjúpföður sinn með hníf á nýársnótt.
Staður Sandgerði, Reykjanesskaga
Fórnarlamb 32 ára maður
Gerandi 19 ára stjúpsonur hans
Dómur 10 ár
Sigurjón Júníusson (1964–1997) var stunginn í hálsinn með tvíeggja löngum hnífi (byssusting) og lést hann samstundis. Stjúpsonur hans, Sigurgeir Bergsson (1977–) stakk hann eftir rifrildi hans og móður hans á nýársnótt á heimili þeirra í Sandgerði. Hnífurinn skar sundur slagæð í hálsi svo Sigurjón lést samstundis. Báðir voru mennirnir taldir mjög ölvaðir. Sigurgeir var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjaness í maí 1997.[46]

13. maí 1997

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Slagsmál á Vegas
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~26 ára maður
Gerandi ~35 ára maður, ~24 ára maður
Dómur 2 ár
Sigurður Sigmundsson (1971–1997) lést af völdum mikilla höfuðáverka. Átök höfðu brotist út á nektarstaðnum Vegas á Laugarvegi sem enduðu með því að Sigurður fékk högg á höfuð og féll harkalega í gólfið. Í kjölfarið missti hann meðvitund og sjúkrabíll var kallaður á staðinn, en það tók hann um 10 mínútur að komast á vettvang. Sigurður komst aldrei til meðvitundar og lést af völdum heilablæðingar 14. maí 1997. Fjórir menn voru handteknir í kjölfar árásarinnar á Vegas en tveimur þeirra var sleppt mjög fljótlega. Mál þetta var allt saman mjög óljóst, vitnum bar ekki saman um hver gerði hvað og niðurstöður læknisvottorða um ástand Sigurðar gáfu óskýra mynd. Tveir menn voru að lokum kærðir fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða, þeir Sverrir Þór Einarsson (1962–2020) og Sigurþór Arnarson (1973–). Bentu þeir ítrekað hvor á annan við rannsókn málsins. Sverrir hlaut á endanum 2 ára fangelsisdóm fyrir aðild sína en Sigurþór var sýknaður af Héraðsdómi sökum skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur dró sýknu Héraðsdóms til baka og dæmdi Sigurþór til 2 ára og 3 mánaða fangelsisvistar. Sigurþór sat inni í átján mánuði en hann kærði niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hafði dæmt Sigurþór á mjög veikum grunni og mikið skorti af sönnunargögnum og skilaði inn því mati árið 2003. Árið 2012 var málið tekið aftur upp í Hæstarétti og Sigurþór sýknaður af öllum ákærum.[47]

2. október 1997

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Tvíburabræður ræna manni og veita honum höfuðhögg
Staður Heiðmörk, nærri Reykjavík
Fórnarlamb ~36 ára maður
Gerandi ~25 ára tvíburabræður
Dómur 16 ár, 12 ár
Lárus Ágúst Lárusson (1961–1997) var myrtur í Heiðmörk en hann lést eftir þung höfuðhögg. Tvíburabræðurnir Sigurður Júlíus (1972–2007) og Ólafur Hannes Hálfdánarsynir (1972–) voru dæmdir fyrir morðið, en Ólafur gaf sig sjálfur fram við lögreglu. Talið er að Sigurður hafi lagt á ráðin um að ræna Lárus og keyrðu bræðurnir með hann upp í Heiðmörk í þeim tilgangi. Lárusi tókst að fela sig um stund en bræðurnir fundu hann og er Sigurður sagður hafa slegið hann tvívegis í höfuðið með þungu grjóti. Sigurður var talinn haldinn geðklofa af geðlækni en dómarar dæmdu hann samt sem áður sakhæfan. Ólafur Hannes keyrði yfir Lárus eftir árásina og hlaut 12 ára dóm og Sigurður 16 ára dóm. Sigurður lést árið 2007 í klefa sínum á Litla-Hrauni sökum lyfjaeitrunar.[48]

14. júní 1999

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Hnífsárás
Staður Reykjavík
Fórnarlamb ~48 ára maður
Gerandi ~41 árs maður
Dómur 16 ár
Agnar Wilhelm Agnarsson (1951–1999) var stunginn til bana á heimili sínu í Reykjavík. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson (1958–) var handtekinn sömu nótt og ódæðið átti sér stað, en hann fannst blóðugur niðri í miðbæ Reykjavíkur. Hins vegar tengdi lögreglan Þórhall ekki við morðið á Agnari fyrr en hann hafði flúið land, en hann var handtekinn í Kaupmannahöfn 18. júní og framseldur til Íslands. Þórhallur neitaði sök í máli og dró til baka framburð sinn um átök milli hans og Agnars. Þórhallur er einnig talinn hafa rænt skartgripum úr svefnherbergi Agnars. Bæði Agnar og Þórhallur voru undir áhrifum fíkniefna. Þórhallur var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir morðið, en Héraðsdómur dæmdi í málinu 18. maí árið 2000. Þórhallur hlaut viðurnefnið Vatnsberinn eftir morðið.[49]

3. desember 1999

[breyta | breyta frumkóða]
Stutt lýsing Þjófur brýst inn til gamallar konu og stingur hana með hníf
Staður Reykjavík
Fórnarlamb 80 ára kona
Gerandi ~23 ára maður
Dómur 16 ár
Sigurbjörg Einarsdóttir (1919–1999) var stungin til bana á heimili sínu í Reykjavík, en stunga í eyra sem náði niður í kok leiddi hana til dauða. Sigurbjörg var áttræð er hún lést. Árásin var talin tilefnislaus og hrottaleg, en Elís Helgi Ævarsson (1973–) var dæmdur fyrir morðið, og hlaut hann 16 ára dóm. Hann á að baki langann sakaferil.[50]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Voðaverk á SeyðisfirðiGerir sér ekki grein fyrir því, að konan er dáinJátar að hafa myrt konu sínaDómur Sakadóms Reykjavíkur frá 26. október 1971, mál nr. 446/1971
  2. 33 ára maður skotinn til bana; grein í Morgunblaðinu 1973Dæmdur í níu ára fangelsi fyrir morð
  3. Geðsjúkur maður myrti móður sínageðveikur maður varð móður sinni að banaFyrrverandi geðsjúklingar miklu ólíklegri ofbeldisverka en aðrirGeðveikur og því ósakhæfurDómur Sakadóms Reykjavíkur frá 20. júní 1974, mál nr. 312/1974
  4. Líklega um manndráp að ræðaRéttarkrufning leiddi ekki í ljós ákveðna dánarorsökMaður dæmdur í 30 daga varðhald vegna láts aldraðs mannsLézt af völdum áverka
  5. 28 ára gamall maður stunginn til banaKona varð mannsbani í ReykjavíkAndlega vanheilir einstaklingar játa á sig voðaverkinDæmd í öryggisgæzlu fyrir morð
  6. Fannst látinn eftir ryskingar, Böndin berast að 18 ára pilti, Óupplýst lögreglumál - morð og andlát ungs drengs
  7. Stakk mann til bana og særði annan hættulegaManndrápið í Þverholti
  8. Morðið í ÓlafsvíkKarlmaður myrtur í ÓlafsvíkSjálfsvörn segir pilturinnVerknaðurinn framinn í sjálfsvörn og óttaHæstiréttur finnur að rannsókn í manndrápsmáli, bls 2 og 18
  9. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265559http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=116208&lang=0
  10. Fannst látinn í skafliÁkærði ekki talinn sakhæfur
  11. Allt bendir til morðsManndrápið er upplýst16 ára fangelsi fyrir morð
  12. Veski og ýmis plögg fjármálalegs eðlis fundust á staðnum þrem tímum á undan líkinuMorðingjar Guðjóns Atla: Dæmdir í 8 og 10 ára fangelsihttp://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=271175
  13. Neitaði að hylma yfir með morðingjanum16 ára fangelsi fyrir Miklubrautarmorðið
  14. http://www.dv.is/fokus/timavelin/2018/8/6/timavelin-landsthekktur-frettamadur-myrti-konu-miklubraut/
  15. Hengdu manninn með beltiMorð í Reykjavík
  16. Tildrög voðaverksins í Rauðhólum enn óljósGerði þetta af ráðnum hugDómur í morðmáli mildaðurEinar Hjörtur Gústafsson er látinn
  17. Maður lézt eftir hnífsstunguBanaði eiginmanni sínum í rifrildiSætir 60 daga gæzluvarðhaldi fyrir manndrápHæstiréttur þyngir refsingu um hálft ár
  18. Réði konu sinni og sjálfum sér banaHjón finnast látin af skotsárum
  19. Hengdi vinstúlku sínaMannslátið í önundafirðiSettur í 90 daga gæsluKöfnun af völdum kyrkingarHæstiréttur þyngir dóm í manndrápsmáli
  20. Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana manniHefur þú kjark til að drepa mig?
  21. Öldruð kona lést vegna barsmíðaUngur maður varð móður sinni að banaVarð móður sinni að bana með kertastjakaDæmdur í öryggisgæslu vegna manndráps
  22. [1]
  23. Verknaðurinn framinn í örvilnan vegna áfengisneyzlu eiginmannsinsKötlufellsmálið: 16 ára fangelsi fyrir að bana manni sínumDæmd til 14 ára fangelsisvistar
  24. Hrottalegt morð á GrenimelÁköf leit að morðingja blómaskreytingamannsinsBanamaðurinn sakar Þjóðverjann um nauðgun
  25. 16 ára fangelsi
  26. Dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir manndráp af yfirlögðu ráði
  27. Játar á sig öll ákæruatriðiDæmdur í 17 ára fangelsi fyrir morð
  28. Hæstiréttur staðfesti skilorðsbundinn dóm fyrir manndrápMorð í Reykjavík
  29. Ung kona finnst látin á heimili sínuÁkærður fyrir að bana konu sinniManndráp fyrir sakadómDómur í manndrápsmáli: Átta ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni
  30. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1675240
  31. 31,0 31,1 Tvítugur maður játar að hafa orðið konu að banaBúið að ákæra tilræðismanninnAtlagan var ofsafengin og sýnir ásetningFjórtán ára fangelsi fyrir manndráp
  32. Manndrápið í VesturbænumÞjóðlífsmyndDæmdur til hælisvistar fyrir morðHrd. 1990, bls. 991.
  33. [2][óvirkur tengill]
  34. Tveir menn ákærðir fyrir morðið í StóragerðiStóragerðismálið
  35. [3][óvirkur tengill]
  36. Hver er fórnarlambið?Skelfilegt að senda manninn í gæslu fjölskyldunnarAndlega vanheilir einstaklingar játa á sig voðaverkinFjölskylda hinnar myrtu vill fá svör
  37. Andlega vanheilir einstaklingar játa á sig voðaverkinGæsluvarðhald eini kostur dómstólanna?Tvö manndráp framin í Reykjavík um helgina og maður særði föður sinn með hnífiSönn íslensk sakamál: Ósakhæfir einstaklingar
  38. RLR telur sig hafa upplýst lát mannsinsGrunnskólanemi játar aðild að ránsmorðinuMorð í Reykjavík
  39. Fangelsi í 4 ár fyrir manndráp af ásetningiManndráp af ásetningi eða óviljaverk með löngum aðdragandaSex ára fangelsi fyrir að bana sambýlismanni
  40. Dæmdur í ævilangt fangelsiTvívegis orðið mannsbani
  41. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/251308/
  42. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=233940&pageId=3192722&lang=is&q=Sigurgeir%20Sigur%F0sson%20Sigurgeir
  43. „Dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir að bana systur sinni“. www.mbl.is. Sótt 3. ágúst 2021.
  44. „„1996 er móðir mín myrt af bróður sínum". www.mbl.is. Sótt 3. ágúst 2021.
  45. Játaði að hafa skotið að manni sem léstVerk framið óyfirvegað og í geðshræringu10 ár fyrir að bana Hlöðveri af ásetningiBræður kærðir fyrir misnotkun á unglingspilti
  46. Stakk manninn í hálsinn með hnífTíu ára fangelsisvist fyrir manndrápMaður stunginn til bana með löngum, tvíeggja hníf
  47. Vegasmennirnir bera sakir hvor á annanSegja ákærðu hafa slegið og sparkaðAnnar dæmdur í fangelsi í 2 ár, hinn sýknaðurOfbeldismenn sem réðust á saklausann mannKarlmaður lést eftir árás á veitingastaðEngin merki um áverka á heila í læknisvottorðiLæknisvottorð og framburður gefa ekki skýra myndDómsmorðið á Sigurþóri Geymt 13 desember 2012 í Wayback Machine
  48. Bræðurnir voru dæmdir í sextán og átta ára fangelsiFangi númer 316 Geymt 4 mars 2016 í Wayback MachineSigurður Júlíus HálfdánarsonMorð í Reykjavík
  49. Dómur í máli Þórhalls Ölver GunnlaugssonarMorðingi ákærður fyrir að hóta að skjóta lögreglumenn Geymt 4 mars 2016 í Wayback MachineMorð í Reykjavík
  50. Espigerðismorðingi fékk 16 ára fangelsi