Fara í innihald

Jacob Fortling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Holsteinshöll (Holsteins Palæ) í Stormgade, endurgerð 1756 af Fortling með miklum skreytingum.
Nesstofa á Seltjarnarnesi er gerð eftir teikningum Jacos Fortlings.

Jacob Fortling (23. desember 171116. júlí 1761) var dansk-þýskur myndhöggvari og arkitekt. Hann átti þátt í að breiða út rókokóstíl Nicolai Eigtveds.

Jacob Fortling kom til Danmerkur frá Þýskalandi í tengslum við byggingarframkvæmdir Kristjáns 6. Danakonungs. Hann komst til metorða og varð hirðhúsameistari. Hann teiknaði Nesstofu á Seltjarnarnesi.

Fortling var stórtækur í framleiðslu á byggingarefni. Hann fór tvisvar til Noregs til að finna byggingarsteina og fékk einkarétt á steinbroti í Akershúsfylki, setti upp marmaravinnslu í Lier og fékk einkarétt á að vinna kléberg þar. Árið 1759 fékk hann einkarétt á að vinna stein í Þrándheimi.

Hann setti á stofn kalkbrennslu í Danmörku árið 1749, múrsteinaverksmiðju árið 1752 og steinsmíðaverksmiðju 1755 í Kastrup. Hann fékk einkarétt á steinhöggi á Salthólma. Hann rak líka brennivínsgerð, ölgerð og var með búrekstur í Kastrup.

Öll þekkt verk eftir Fortling í Danmörku eru friðuð.