Bruce Willis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bruce Willis
Bruce Willis 2018.
Bruce Willis 2018.
Upplýsingar
FæddurWalter Bruce Willis
19. mars 1955 (1955-03-19) (69 ára)
MakiDemi Moore (1987-2000)
Emma Heming 2009-
BörnRumer Willis (f. 1988)
Scout LaRue Willis (f. 1991)
Tallulah Belle Willis (f. 1994)
Dóttir (f. 2012)
Dóttir (f. 2014)
Helstu hlutverk
David Addison í Moonlighting
John McClane í Die Hard kvikmyndunum
Butch Coolidge í Pulp Fiction
James Cole í Twelve Monkeys
Harry S. Stamper í Armageddon
Dr. Malcolm Crowe í The Sixth Sense
Jimmy 'The Tulip' Tudeski í The Whole Nine Yards og The Whole Ten Yards
John Hartigan í Sin City
Emmy-verðlaun
Framúrskarandi leikari í aðalhlutverki (drama)
1987 Moonlighting
Framúrskarandi gestaleikari í gamanþáttum
2000 Friends
Golden Globe-verðlaun
Besti leikari í tónlistar- eða gamanþáttum
1987 Moonlighting

Walter Bruce Willis (f. 19. mars 1955), best þekktur sem Bruce Willis, er bandarískur leikari og söngvari. Frami hans hófst seint á 9. áratugnum og varð hann þekktur helst fyrir hlutverk sitt sem John McClane í Die Hard-kvikmyndunum. Willis hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum og hefur sýnt stuðning við bandaríska herinn.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Á sínum ungu árum[breyta | breyta frumkóða]

Willis fæddist í Idar-Oberstein, Þýskalandi. Faðir hans, David Willis, var bandarískur hermaður við störf í herstöðinni í Idar-Oberstein. Móðir hans, Marlene, var þýsk og starfaði í banka.[1] Willis var elstur fjögurra barna Marlene og David Willis. Árið 1957 var föður hans sagt upp störfum hjá hernum og fjölskyldan flutti til Penns Grove í New Jersey.[2] Árið 1971 skildu foreldrar hans.[1] Á sínum yngri árum stamaði Willis mikið,[3] en hann átti auðvelt með að vera á sviði og náði þannig smám saman að sigrast á vandamálinu.[4]

Leiðin til frama[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Willis flutti til Kaliforníu tók hann áheyrnarprufu í nokkrum sjónvarpsþáttum.[1] Hann fékk hlutverk David Addison Jr. í sjónvarpsþáttunum Moonlighting (1985-1989).[5]

Die Hard kom út 1988 og sló óvænt í gegn. Willis lék hlutverk John McClane sem er aðalpersóna myndarinnar. Willis lék í öllum áhættuatriðum myndarinnar.[6] Tekjur myndarinnar námu $138,708,852[7] Vegna vinsælda hafa verið gefnar út 3 framhaldsmyndir: Die Hard 2, Die Hard with a Vengeance og Live Free or Die Hard.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Willis var giftur Demi Moore í 13 ár, því sambandi lauk árið 2000. Hann eignaðist með henni þrjár dætur. Með seinni eiginkonu sinni Emmu Heming eignaðist hann tvær dætur.

Árið 2022 greindist Willis með málstol. Í kjölfarið ákvað hann að hætta að leika. Árið eftir greindist hann með framheilabilun. [8]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Sem leikari[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1980 The First Deadly Sin Man Entering Diner as Delaney Leaves
1982 The Verdict Courtroom Observer
1985 A Guru Comes Unknown role
1987 Blind Date Walter Davis
1988 The Return of Bruno Bruno Radolini
Sunset Tom Mix
Die Hard John McClane laun: $5,000,000 [9]
1989 That's Adequate Hann sjálfur
In Country Emmett Smith
Look Who's Talking Mikey laun: $10,000,000 [10]
1990 Die Hard 2 John McClane laun $7,500,000 [10]
Look Who's Talking Too Mikey
The Bonfire of the Vanities Peter Fallow laun $3,000,000 [10]
1991 Mortal Thoughts James Urbanski
Hudson Hawk Eddie 'Hudson Hawk' Hawkins
Billy Bathgate Bo Weinberg
The Last Boy Scout Joseph Cornelius 'Joe' Hallenbeck
1992 The Player Hann sjálfur
Death Becomes Her Dr. Ernest Menville
1993 National Lampoon's Loaded Weapon 1 John McClane
Striking Distance Tom Hardy
1994 North Narrator
Color of Night Dr. Bill Capa
Pulp Fiction Butch Coolidge laun: $800,000 [10]
Nobody's Fool Carl Roebuck
1995 Die Hard with a Vengeance John McClane
Four Rooms Leo
Twelve Monkeys James Cole
1996 Last Man Standing John Smith
Beavis and Butt-head Do America Muddy Grimes
1997 The Fifth Element Korben Dallas
The Jackal The Jackal
1998 Mercury Rising Art Jeffries
Armageddon Harry S. Stamper laun: $20,000,000 plús prósentu af innkomu [11]
The Siege Major General William Devereaux laun: $5,000,000 [11]
Apocalypse Trey Kincaid
1999 Franky Goes to Hollywood Hann sjálfur
Breakfast of Champions Dwayne Hoover
The Sixth Sense Dr. Malcolm Crowe laun: $100,000,000 ; hæstu laun sem leikari hefur fengið allra tíma [10] [12]
The Story of Us Ben Jordan
2000 The Whole Nine Yards Jimmy 'The Tulip' Tudeski
The Kid Russell Duritz laun: $20,000,000 [10]
Unbreakable David Dunn laun: $20,000,000 [10]
2001 Bandits Joe Blake
2002 Hart's War Col. William A. McNamara laun: $22,500,000 [10]
Grand Champion CEO
2003 Tears of the Sun Lieutenant A.K. Waters
Rugrats Go Wild! Spike
Charlie's Angels: Full Throttle William Rose Bailey
2004 The Whole Ten Yards Jimmy 'The Tulip' Tudeski
Ocean's Twelve Hann sjálfur
2005 Hostage Jeff Talley
Sin City John Hartigan
2006 Alpha Dog Sonny Truelove
16 Blocks Jack Mosley
Fast Food Nation Harry Rydell
Lucky Number Slevin Mr. Goodkat
Over The Hedge RJ
2007 The Astronaut Farmer The Colonel
Perfect Stranger Harrison Hill
Grindhouse Lt. Muldoon
Nancy Drew Bruce
Live Free or Die Hard John McClane
2008 The Sophomore principal Óútgefið
2009 Morgan's Summit --- Óútgefið
2010 The Expendebles
2017 Red
2012 The Expendebles 2
2013 A Good Day to Die Hard
2013 G.I. Joe: Retaliation
2013 Red 2
2014 Sin City: A Dame to Kill for
2014 The Prince
2015 Rock the Kasbah
2016 Precious Cargo
2016 Marauders
2016 Split
2017 Once Upon a Time in Venice
2019 Motherless Brooklyn
2019 Glass
2020 Hard Kill
2021 Out of Death

Sem tónlistarmaður[breyta | breyta frumkóða]

 • The Return of Bruno, 1987, Razor & Tie.
 • If It Don't Kill You, It Just Makes You Stronger, 1989, Motown / Pgd.
 • Classic Bruce Willis: The Universal Masters Collection, 2001, Polygram Int'l.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 1,2 Daily Mail. Die Another Day: Bruce Willis. Skoðað 9. júlí 2007.
 2. AskMen.com Geymt 26 febrúar 2008 í Wayback Machine. Bruce Willis. Skoðað 9. júlí 2007.
 3. Reader's Digest Geymt 25 mars 2009 í Wayback Machine. Bruce Willis: The Uncut Interview. Skoðað 9. júlí 2007.
 4. Digital Hit. Bruce Willis. Skoðað 9. júlí 2007.
 5. Yahoo! Movies Geymt 25 október 2009 í Wayback Machine. Bruce Willis Biography. Skoðað 9. júlí 2007.
 6. People.com Geymt 14 febrúar 2011 í Wayback Machine. Bruce Willis: Biography. Skoðað 9. júlí 2007.
 7. Box Office Mojo. Die Hard. Skoðað 9. júlí 2007.
 8. Bruce Willis hrakar, glímir við framheilabilun Geymt 17 febrúar 2023 í Wayback Machine Fréttablaðið, sótt 17/2 2023
 9. Entertainment Weekly Geymt 21 desember 2007 í Wayback Machine. Bruce Willis on "Die Hard". Skoðað 9. júlí 2007.
 10. 10,0 10,1 10,2 10,3 10,4 10,5 10,6 10,7 Internet Movie Database. Biography for Bruce Willis: Salary. Skoðað 9. júlí 2007.
 11. 11,0 11,1 ipaki Geymt 17 maí 2008 í Wayback Machine. Bruce Willis. Skoðað 9. júlí 2007.
 12. tiscali.film&tv Geymt 23 maí 2008 í Wayback Machine. BRUCE WILLIS BIOGRAPHY. Skoðað 9. júlí 2007.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]