HBO

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki HBO

HBO (stendur fyrir Home Box Office) er bandarísk kapalsjónvarpsstöð í eigu Time Warner. Stöðin var stofnuð á Neðri Manhattan í New York-borg árið 1972. Þetta var fyrsta bandaríska sjónvarpsstöðin sem nýtti sér gervihnetti til dreifingar á útsendingum 1975. Stöðin hefur framleitt eigið efni, samhliða dreifingu á efni frá öðrum. Meðal þáttaraða sem hún hefur tekið þátt í að framleiða eru Tales From the Crypt (1972), The Larry Sanders Show (1992), Beðmál í borginni (1998), Soprano-fjölskyldan (1999) og Game of Thrones (2011).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.