Fara í innihald

Klaufhalar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klaufhalar
Garðaklampi (Forficula auricularia)
Garðaklampi (Forficula auricularia)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Innflokkur: Neoptera
Yfirættbálkur: Útvængjur (Exopterygota)
Ættbálkur: Klaufhalar (Dermaptera)
De Geer
Undirættbálkar

Klaufhalar (eyrnaormar eða eyrnapöddur) (fræðiheiti: Dermaptera) eru ættbálkur skordýra af útvængjuyfirættbálki sem einkennist af stórum himnuvængjum (afturvængjum) sem klaufhalarnir brjóta saman undir leðurkennda framvængi. Afturbolur þeirra nær vel aftur fyrir vængina og endar nær alltaf á hala sem skiptist í tvo hluta sem líkjast oft skærum eða töng.

Klaufhalar eru næturdýr sem nærast á plöntuafurðum og blaðlús. Til klaufhalaættbálksins teljast um 1.800 tegundir í 10 ættum en ættbálkurinn er frekar lítill meðal skordýra, þrátt fyrir það eru klaufhalarnir nokkuð algengir og rata oft inn í hús þar sem þeir sjást oft þjótast yfir gólfin.

Líffærafræði[breyta | breyta frumkóða]

Klaufhalar eru ílangir og búkur þeirra situr lágt gagnhvart jörðinni, þeir eru oft brúnirlit og yfirleitt 10-14 mm langir en á Sankti Helenu finnast allt upp í 80 mm langir einstaklingar. Munnur þeirra er vel fallin til að tyggja fæðuna.

Halar klaufhalanna eru frá allt frá ekki neinu upp í einn þriðja af búkslengd þeirra. Hægt er að greina á milli kynjanna með því að skoða halann en hann er beinn á kvendýrunum og snýr fyrst inn í bláendann en á karldýrunum líkist hann meira hnetubrjót og fer í smá sveig út áður en endarnir mætast. Einnig er mun lengra á milli halanna tveggja þar sem lengst er á milli þeirra á karldýrunum (sjá tengla).

Klaufhalar þurfa að brjóta afturvængi sína saman á margbrotinn hátt svo þeir passi undir framvængina, þrátt fyrir margbrotna hönnun þeirra nota klaufhalarnir þá sjaldan til flugs.

Mökun klaufhala fer þannig fram að þeir snúa afturbolum sínum saman og halda jafnvel stundum í hvern annan með hölunum.

Steingervingar[breyta | breyta frumkóða]

Steingervingar af klaufhölum hafa fundist allt aftur til júratímabilsins, árið 2003 höfðu um 70 sýni fundist allt í allt.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]