Hegningarhúsið

Hnit: 64°8′43.84″N 21°55′53.14″V / 64.1455111°N 21.9314278°V / 64.1455111; -21.9314278
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík
Garðurinn við húsið.

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9 (oft kallað Nían eða Hegnó og hér áður fyrr tugthúsið[1], fangahúsið eða Steinninn[2]) var fangelsi rekið af Fangelsismálastofnun. Síðast var það notað sem móttökufangelsi, þar sem fangar dvöldu í stutta stund þegar þeir hófu afplánun dóma. Þann 1. júní 2016 var starfsemi hegningarhússins hætt.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hegningarhúsið er hlaðið steinhús reist árið 1872 af Páli Eyjólfssyni gullsmið. Húsið var friðað 18. ágúst árið 1978 samkvæmt 1. málsgrein 26. og 27. greinar þjóðminjalaga nr. 52/1969 og tekur friðunin til ytra borðs þess ásamt álmum til beggja hliða og anddyri með stiga. Hæstiréttur var þar til húsa á árunum 19201949.

Í hegningarhúsinu voru sextán fangaklefar, litlir og þröngir og loftræsting léleg. Fangaklefarnir voru auk þess án salernis og handlaugar. Á efri hæð voru skrifstofur og salur sem áður hýsti bæjarþingsstofuna, Landsyfirrétt og síðar Hæstarétt þar til hann flutti í nýbyggingu við Lindargötu árið 1947.

Árið 2020 hófust endurbætur á húsinu og stefnt er að opna það fyrir almenningi. [3]

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Orðin steinn eða grjót í merkingunni fangelsi, og sem oftast eru höfð með greini: steininn eða grjótið eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg, enda hlaðið hús úr íslensku hraungrýti.
  • Hin ímyndaða áhöfn á Mb. Rosanum var stungið inn í Níuna (þ.e.a.s. Hegningarhúsið), eins segir í samnefndu lagi á plötu Bubba Morthens, Ísbjarnarblús. [4]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

64°8′43.84″N 21°55′53.14″V / 64.1455111°N 21.9314278°V / 64.1455111; -21.9314278