Flipi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fliparnir Tónlist og Myndbönd í Nautilus sem og á efstu stikunni fyrir Mozilla Firefox og Nautilus í stýrikerfinu Ubuntu Netbook Remix.
Skipt á milli þriggja flipa í Nautilus skráarvafraranum. Einnig sést í brauðmolaslóðina fyrir ofan flipana.
Dæmi um Mozilla Firefox (útgáfa 2) með þremur flipum opnum. Hver flipi hefur að geyma mismunandi vefsíðu, og sparar því pláss.
Flipi getur líka átt við efri vör á hesti.

Flipi er viðmótshluti sem auðveldar notendum að ferðast um myndrænt viðmót, með því að skipta um skjöl. Flipar eru vanalega ferhyrndir kassar með texta ofan á. Flipar eru oftast virkjaðir annað hvort með því að smella á þá með músinni eða með því að nota flýtihnapp; og þegar flipi er valinn auðkennist hann (highlight), til að auðveldara sé að greina á milli virkra og óvirkra flipa- en aðeins einn flipi getur verið virkur í einu.