Fara í innihald

Fyrsta konungsættin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Fyrsta konungsættin er listi yfir fyrstu konungana sem ríktu yfir sameinuðu Egyptalandi á 31. öld f.Kr. Höfuðborg ríkisins var í Tinis sem ekki er vitað hvar stóð. Upplýsingar um þessa konungsætt er að finna á nokkrum minnismerkjum og hlutum þar sem nöfn konunga eru rituð. Þekktastur þessara hluta er Narmerspjaldið. Engar nákvæmar heimildir eru til um fyrstu tvær konungsættirnar nema listar sem eru á Palermósteininum frá tímum fimmtu konungsættarinnar.

Narmerspjaldið er talið sýna Narmer sameina Efra og Neðra Egyptaland.

Grafir konunga og aðalsmanna frá þessum tíma er að finna í Abýdos, Nakada og Sakkara. Þær eru að mestu byggðar úr tré og leirhleðslum.

Fyrsta konungsættin
Nafn Athugasemdir Ártöl
Narmer - um 3100–3050 f.Kr.
Hor-Aha Menes í eldri listum um 3050 f.Kr.
Djer - 41 ár (Palermósteinninn)
Merneið Ríkisstjóri fyrir Den. -
Djet - -
Den - 14 til 50 ár
Anedjib - 10 ár (Palermósteinninn)
Semerket - 9 ár (Palermósteinninn)
Káa - 2916?–2890 f.Kr.