Fyrsta konungsættin er listi yfir fyrstu konungana sem ríktu yfir sameinuðu Egyptalandi á 31. öld f.Kr.Höfuðborg ríkisins var í Tinis sem ekki er vitað hvar stóð. Upplýsingar um þessa konungsætt er að finna á nokkrum minnismerkjum og hlutum þar sem nöfn konunga eru rituð. Þekktastur þessara hluta er Narmerspjaldið. Engar nákvæmar heimildir eru til um fyrstu tvær konungsættirnar nema listar sem eru á Palermósteininum frá tímum fimmtu konungsættarinnar.
Grafir konunga og aðalsmanna frá þessum tíma er að finna í Abýdos, Nakada og Sakkara. Þær eru að mestu byggðar úr tré og leirhleðslum.